Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 37

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 37
 VIÐTAL þessa samtals. Hringurinn að lokast – ég sat í bílnum upp á Garðaholti, svilkona mín ráðlagði bráðadeild geðdeildar, ég fékk veikindaleyfi – svo sótti læknirinn minn um fyrir mig hjá VIRK. Ég þurfti að bíða svolítið eftir tíma hjá ráðgjafa. Á meðan las ég á vefsíðu VIRK viðtöl við fólk sem fengið hafði kulnun og áttaði mig á hve margt ég átti sameiginlegt með til dæmis Helgu Björk Jónsdóttur sem sagði þar sögu sína. Hún missti minnið um tíma, ég tengdi við það og ýmislegt fleira sem hún sagði frá. Strax þegar ég komst til ráðgjafans hjá VIRK hófst uppbyggingin fyrir alvöru. Ég var áður komin á núvitundarnámskeið og fór einnig á annað slíkt á vegum VIRK í Heilsuborg. Mér finnst það hafa verið stór þáttur í bata mínum og reyni að stunda það áfram. Fanga það að vera hér og nú og njóta hvers augnabliks með fjölskyldunni. Í Heilsuborg stundaði ég líka heilsu- rækt og hitti sálfræðing sem fór með mér yfir aðstæðurnar. Ég fékk svo tíma hjá öðrum sálfræðingi og hitti hann aðra hverja viku fyrst, svo einu sinni í mánuði. Þessu fylgdi gríðarleg sjálfsskoðun. Ég reyndi að finna út hver var aðdragandinn að kulnunarástandinu, hvenær það hefði byrjað. Ég pantaði mér bækur á netinu um þetta efni og einnig komst ég í lokaðan hóp á Facebook þar sem fólk, sem hefur fengið kulnun, ræðir reynslu sína. Mér fannst mjög gott að heyra sögur frá öðrum. Þótt gott sé að tala við nákomið fólk um vanda sinn er allt öðruvísi að ræða við einstaklinga sem hafa gengið í gegnum það sama og maður sjálfur. Það gefur manni kraft. Fékk hugmynd að stuðningshópi Ég spurði ráðgjafann minn hvort til væri hér stuðningshópur við fólk sem fengið hefði kulnun. Nei, hann vissi ekki til þess. Þá setti ég fram hugmynd í þessum spjallhópi á Facebook, spurði hvort áhugi væri innan hópsins á að hittast í staðinn fyrir að spjalla á netinu. Fram komu mjög jákvæð viðbrögð. Ég lagði fram þessa hugmynd en önnur kona tók við keflinu. Ég var ekki komin það langt í bataferlinu að geta bókað stað til að hittast á og koma þessu móti í kring. Fólkið úr þessum spjallhópi hittist á kaffihúsi, mest konur á miðjum aldri og eldri. Allt þetta hafði þau áhrif að ég fór smám saman að tala opinskátt um þennan heilsu- brest og í kjölfarið leitaði ótrúlega margt fólk til mín sem ég hafði ekki hugmynd um að ætti við kulnunareinkenni að stríða. Flestir setja upp mikla glansmynd af lífi sínu á samfélagsmiðlum. En jafnvel þeir sem virð- ast þar með allt á hreinu reyndust eiga við einkenni kulnunar að etja.“ Hvenær útskrifaðist þú úr þjónustunni hjá VIRK? „Það er stutt síðan. Ég var alls eitt og hálft ár í endurhæfingu og er núna orðin ansi hress. Ég hef þó ekki náð mér að fullu. Líkamlega er ég orðin góð og kvíðinn er farinn en ég þurfti að læra að segja nei við beiðnum og verkefnum. Úthald til vinnu er ekki eins og það var né heldur minni eða einbeiting. Þar skortir mikið á að ég sé eins og áður fyrr. Reyndar kom nýlega í ljós að ég er með athyglisbrest, kannski spilar hann inn í að Hvers vegna? „Hugsanlega vegna þess að ég er alin upp í nokkrum keppnisanda eins og algengt er í okkar samfélagi. Sjálfsskoðunin endaði á að ég fór að eigin frumkvæði í ADHD-greiningu og komst að því að ég er með athyglisbrest. Þá var endurhæfingunni hjá VIRK að ljúka en ráðgjafinn minn benti mér á leiðir, ég fór því á eigin vegum í þessa ADHD-greiningu. Nú er ég, 45 ára gömul, komin með þessa greiningu. Vafalaust hefur athyglisbresturinn háð mér bæði í námi og starfi og valdið mér kvíða. Ég fann nytsama bók um þetta efni. Hún heitir: You mean I‘m not Lazy, Stupid or Crazy?! eftir Kate Kelly og Peggy Ramundo.“ Athyglisbrestur er ekki sjúkdómur heldur röskun í taugakerfinu.“ Komin á gott skrið aftur Hver er staðan hjá þér núna? „Eftir áramót í fyrra byrjaði ég í hálfu starfi hjá föður mínum, Janusi Guðlaugssyni í fyrirtæki hans. Þegar ég hóf MBA-námið var draumurinn að við pabbi gætum stofnað fyrirtæki saman. Faðir minn, sem er fyrrum landsliðsmaður í fótbolta, er með doktorsgráðu í hreyfingu aldraðra. Mig langaði að fanga þekkingu hans og leggja við mína í sameiginlegu fyrirtæki. Doktorsverkefni hans sýndi merki- legar niðurstöður sem hvergi hafa komið fram áður um mikilvægi hreyfingar hjá öldruðum. Janus heilsuefling starfar með sveitar- félögum við forvarnarverkefni á sviði hreyfing- ar, mataræðis og fræðslu. Fyrirtækið er og í samstarfi við Embætti landlæknis vegna Evrópuverkefnis til að innleiða árangursríkt starf á sviði heilsueflingar, forvarna og með- ferðar á langvinnum sjúkdómum. Verið er nú þegar að innleiða það á Spáni og í Litháen. Janus heilsuefling gengur vel og ég er þar verkefnastjóri. Ég er komin á gott skrið aftur, þökk sé VIRK og úrræðum sem ég nýtti mér þar. Fyrir það er ég afskaplega þakklát.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir þessi einkenni skuli enn vera til staðar eftir eitt og hálft ár í endurhæfingu hjá VIRK. Meðan á þessu ferli stóð átti ég sem betur fer inni hjá sjúkrasjóði VR. Svo borguðu Sjúkratryggingar eitthvað á móti. Ég mætti reyndar mótlæti í bataferlinu. Mér var sagt upp hjá fyrirtækinu þegar ég var að byrja í veikindaleyfi. Það var mikið högg – rosalega sárt. Þegar ég hugsa til baka er ekki góð staða í endurminningunni að standa uppi lasin og vinnulaus með fjárhagsáhyggjur. En það rættist ótrúlega vel úr þessu. Ráðgjafi VIRK leiðbeindi mér hvernig ég ætti að stilla öllu upp og það gekk mjög vel eftir. Fátt er svo með öllu illt. Núna finnst mér þetta hafa verið frábært tækifæri til að fara í alla þessa sjálfsskoðun og geta fundið út hvað hrjáði mig. Að horfa inn á við leiðir ýmislegt í ljós. Ég er metnaðargjörn en maður má ekki ganga á varaforða sinn. Ég var ekki dugleg við að setja mörk því ég hef alltaf verið að reyna að sanna mig.“ 37virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.