Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 35

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 35
 VIÐTAL bílnum og virti fyrir mér útsýnið. Þá hringir yfirmaður minn en ég gat ekki svarað. Ég fór aftur að hágráta – ég fann að ég gat ekki svarað í símann, ekki farið í göngutúrinn og ekki mætt í vinnuna daginn eftir. Hvað átti ég að gera? Ég hringdi í svilkonu mína og hún ráðlagði mér að fara niður á bráðamóttöku geðdeildar Landspítala. „Talaðu við þau, þetta er ekki eðlilegt ástand á þér,“ sagði hún við mig.“ Lára Janusdóttir lét sér þetta að kenningu verða. Hún hafði tveimur árum áður leitað til bráðadeildar vegna kvíða. „Þessi fyrstu merki kulnunar fann ég í desember 2015. Þegar ég leitaði á bráða- deildina í síðara skiptið, tæpum tveimur árum síðar, var ég hins vegar með bein einkenni um kulnun án þess þó að gera mér fulla grein fyrir því. Mér fannst ég sýna merki um greindarskerðingu vegna minnis- og einbeitingarskorts.“ Missti sjálfstraustið Lára er fædd árið 1974, tók BS-gráðu í viðskiptafræði frá HÍ 2002 og MBA-meistara- gráðu frá HR 2016. Hún hefur gegnt ýmsum störfum og var komin í draumastarfið þegar kulnunin tók völdin. Hvernig voru fyrstu kulnunareinkennin? „Ég byrjaði að detta út úr vinnu og vera heima með kvíða og ýmis önnur einkenni, svo sem að ég myndi ekki ráða við hlutina, væri að missa sjálfstraustið og stríddi við mikinn einbeitingarskort. Veikindadögunum fjölgaði. Ég hugðist þá reyna að vinna heima til að fá einbeitingu en það gekk ekki. Ég var svo ótrúlega þreytt. Í kjölfarið fylgdi kvíði vegna þess að ég var komin með hala af verkefnum sem ég hafði ekki getað lokið við. Þetta ástand leiddi til mikils tilfinningaróts og ég endaði á bráðadeild geðdeildar sem fyrr sagði,“ segir Lára. „Mér þótti á sínum tíma nánast súrrealískt að vera komin í þessa stöðu, sitja grátandi hér heima dögum saman og vita ekki hvert ég ætti að snúa mér. Hjá geðdeildinni fékk ég góða þjónustu og var sagt að ég þyrfti að fara í veikindaleyfi. Ég hélt að ég myndi vera svona tvær vikur að ná mér. Áttaði mig engan veginn á hve alvarlegt þetta var.“ Hver vísaði þér á VIRK? „Ég á góða vinkonu sem ég hitti á kaffihúsi er ég var komin í veikindaleyfi og hafði skráð mig á núvitundarnámskeið. Vinkona mín sagði: „Af hverju sækir þú ekki um hjá VIRK?“ Ég hafði aðeins heyrt um VIRK og hvað fólk væri að gera þar en vissi ekki mikið. Kaffihúsaferðin var í lok janúar 2017. Í framhaldi af henni fór ég til heimilislæknisins sem sótti um fyrir mig hjá VIRK. En margt hafði gengið á áður en þetta gerðist. Að mér höfðu sótt hugsanir eins og að ég væri vitlaus, í vinnunni færi ábyggilega að komast upp að ég vissi ekki neitt. Samt hafði ég unnið í markaðsmálum í fimmtán ár þegar þetta var. Eftir að hafa lokið BS- námi hjá HR starfaði ég á auglýsingastofu. Árið 2014 tók ég svo MBA í HR meðfram vinnu. Ég hafði starfað sem markaðsstjóri en ákvað svo að segja upp þeirri vinnu til að stunda námið eingöngu. Þá var auglýst mjög spennandi staða hjá Skátamiðstöðinni í Hafnarfirði, starf rekstrarstjóra hjá Lava Hostel sem skátarnir reka. Sjálf er ég skáti, það voru líka foreldrar mínir og amma mín og afi – ég er því af „skátaættum“,“ segir Lára og hlær. Yndislegt að koma til VIRK Fékkstu umrætt starf? „Já, ég var mjög ánægð með það. Þá gat ég unnið hér í Hafnarfirði og verið nálægt börnunum mínum tveimur, stelpu og strák,“ segir Lára. Við sitjum við eldhúsborðið í stórglæsilegu einbýlishúsi sem hún og maður hennar keyptu af stórhug þegar þau hófu búskap. Við borðið er smábarnastóll. Lára sér að ég gef stólnum auga. „Þessi barnastóll er núna fyrir köttinn en ekki krakkana, þau eru orðin tíu og fjórtán ára. Kötturinn okkar er svo félagslyndur að hann situr í barnastólnum þegar fjölskyldan er að borða,“ segir hún brosandi. „Ég tók svo við þessu stjórnunarstarfi og fannst mjög spennandi að vera í fleiru en markaðsmálum. Ég tók við rekstri, fjármálum og mannaforráðum hjá Lava Hostel. Þetta reyndi nokkuð á, ég hafði aldrei komið nálægt fjármálaumsýslu eða bókhaldi af þessari stærðargráðu. Ég hafði verið meira í markaðs- og hugmyndavinnu. Fyrstu merki kulnunar fann ég árið 2015. Það gerðist í desember, þá var ég búin að vera þarna við störf frá því um páska sama ár. Ég var gjörsamlega útkeyrð og brást við með því að ásaka mig fyrir að ráða ekki við starfið, maður var svolítið duglegur við að gagnrýna sjálfan sig og draga sig niður,“ segir Lára. Hvernig var að koma til VIRK? „Það var yndislegt. Stéttarfélag mitt er VR og hefur reynst mér vel. Ráðgjafi VIRK sem mér var beint til tók mér mjög vel. Við settum í sameiningu upp áætlun þar sem greint var eftir föngum hvað ég væri að kljást við og hvaða úrræði væru heppileg. Eitt af því sem olli mér vanda var afleiðing af árekstri sem ég lenti í á Þorláksmessu árið 2013. Þá fékk ég hnykk á hálsinn sem leiddi til mikilla verkja sem ekki vildu fara þrátt fyrir að ég væri í sjúkraþjálfun. Þegar maður er þjáður af verkjum alla daga frá öxl og niður í handlegg þá hefur það áhrif á vinnulag og einbeitingu. Ráðgjafinn kom mér í sjúkraþjálfun sem VIRK stóð straum af. Einnig fór ég á námskeið hjá Heilsuborg. Þar var farið yfir allar æfingar og hvað hentaði stoðkerfi mínu. Ég hafði hugað að þessu áður og lært hvað ég mætti og hvað ekki. En á námskeiðinu var þetta markvissara og næsta skref í átt til þess að verða sjálfbjarga. Einnig fór ég í viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi, það hjálpaði Flestir setja upp mikla glans- mynd af lífi sínu á samfélags- miðlum. En jafnvel þeir sem virðast þar með allt á hreinu reyndust eiga við einkenni kulnunar að etja.“ VAR ALLTAF AÐ SANNA MIG 35virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.