Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 78

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 78
 Þjónustan sé líkleg til árangurs á þeim tíma sem hún er veitt. Samráð sé við viðeigandi aðila, s.s. heimilislækni, meðferðaraðila og atvinnurekanda þegar við á. Þessi skilyrði eru samkvæmt skipulagsskrá VIRK og lögum nr. 60/2012. Til að einstaklingur eigi rétt á þjónustu VIRK þarf að liggja fyrir tilvísun frá lækni þar sem heilsubrestur sem hægt er að vinna með í starfsendurhæfingu er staðfestur. Ráðgjafar VIRK starfa alltaf í samráði við lækni. Mögulegt er fyrir lækni að fylla út og senda beiðni um þjónustu sem aðgengileg er í Sögu og á vefsíðu VIRK. Öllu jöfnu hefur einstaklingur gagn af starfs- endurhæfingu ef útlit er fyrir að hann komist ekki aftur í vinnu án markvissrar, sérhæfðrar aðstoðar og talið raunhæft og tímabært að auka starfsgetu með starfsendurhæfingu. Á vefsíðu VIRK – virk.is – má finna nánari upplýsingar um þjónustuna og skilyrði henn- ar. Þar er m.a. að finna myndband sem útskýrir starfsendurhæfingarferilinn hjá VIRK. Í þessari samantekt er farið yfir helstu skilyrði sem einstaklingar þurfa að uppfylla til að eiga rétt á þjónustu hjá VIRK og einnig er farið yfir helstu ástæður þess að einstaklingar eru ekki teknir inn í þjónustu og vísað annað. Meginskilyrði fyrir þjónustu hjá VIRK eru eftirfarandi: 1. Að viðkomandi geti ekki sinnt starfi sínu að hluta eða öllu leyti eða tekið þátt á vinnumarkaði vegna hindrana af völdum heilsubrests sem rekja má til veikinda eða slysa. Um er að ræða fjarvistir frá vinnu í lengri tíma vegna heilsubrests af andlegum eða líkamlegum toga. 2. Að markmið einstaklings sé að verða aftur virkur þátttakandi á vinnu- markaði, eða auka þátttöku á vinnumarkaði, svo fljótt sem verða má. Auk þess er nauðsynlegt að: Geta og vilji sé til staðar til að taka markvissan þátt í starfsendur- hæfingunni og fylgja þeirri áætlun sem þar er sett fram. Einstaklingur þarf að vera fær um að axla ábyrgð á eigin lífi, geta tekið þátt í athöfnum daglegs lífs og sinnt nauðsynlegum þáttum starfsendur- hæfingar. Einstaklingurinn hafi þörf fyrir þjón- ustuna og hún sé til þess fallin að auðvelda honum að fara aftur til vinnu. RÉTTUR TIL ÞJÓNUSTU HJÁ VIRK OG HELSTU ÁSTÆÐUR FRÁVÍSANA Talsvert berst af beiðnum um starfsendur- hæfingu á vegum VIRK fyrir einstaklinga sem uppfylla ekki skilyrði fyrir þjónustu samkvæmt lögum nr. 60/2012. Þeim er vísað frá og bent á viðeigandi aðstoð eftir því sem hægt er. Í flestum tilfellum falla mál sem vísað er frá undir eftirtalda flokka: 1 Hverjir eiga rétt á þjónustu VIRK? 2 Helstu ástæður frávísana hjá VIRK 2.1 Læknisfræðilegri greiningu/ meðferð/endurhæfingu er ekki lokið Greiningarferli/læknisfræðilegri meðferð og eðlilegri endurhæfingu innan heilbrigðiskerfisins er ólokið vegna þess heilsubrests sem er meginástæða óvinnufærni og starfsendurhæfing því hvorki tímabær né líkleg til árangurs. Hægt er að senda nýja beiðni þegar það er tímabært og læknir metur að starfsendurhæfingar sé þörf. 78 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.