Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 78

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 78
 Þjónustan sé líkleg til árangurs á þeim tíma sem hún er veitt. Samráð sé við viðeigandi aðila, s.s. heimilislækni, meðferðaraðila og atvinnurekanda þegar við á. Þessi skilyrði eru samkvæmt skipulagsskrá VIRK og lögum nr. 60/2012. Til að einstaklingur eigi rétt á þjónustu VIRK þarf að liggja fyrir tilvísun frá lækni þar sem heilsubrestur sem hægt er að vinna með í starfsendurhæfingu er staðfestur. Ráðgjafar VIRK starfa alltaf í samráði við lækni. Mögulegt er fyrir lækni að fylla út og senda beiðni um þjónustu sem aðgengileg er í Sögu og á vefsíðu VIRK. Öllu jöfnu hefur einstaklingur gagn af starfs- endurhæfingu ef útlit er fyrir að hann komist ekki aftur í vinnu án markvissrar, sérhæfðrar aðstoðar og talið raunhæft og tímabært að auka starfsgetu með starfsendurhæfingu. Á vefsíðu VIRK – virk.is – má finna nánari upplýsingar um þjónustuna og skilyrði henn- ar. Þar er m.a. að finna myndband sem útskýrir starfsendurhæfingarferilinn hjá VIRK. Í þessari samantekt er farið yfir helstu skilyrði sem einstaklingar þurfa að uppfylla til að eiga rétt á þjónustu hjá VIRK og einnig er farið yfir helstu ástæður þess að einstaklingar eru ekki teknir inn í þjónustu og vísað annað. Meginskilyrði fyrir þjónustu hjá VIRK eru eftirfarandi: 1. Að viðkomandi geti ekki sinnt starfi sínu að hluta eða öllu leyti eða tekið þátt á vinnumarkaði vegna hindrana af völdum heilsubrests sem rekja má til veikinda eða slysa. Um er að ræða fjarvistir frá vinnu í lengri tíma vegna heilsubrests af andlegum eða líkamlegum toga. 2. Að markmið einstaklings sé að verða aftur virkur þátttakandi á vinnu- markaði, eða auka þátttöku á vinnumarkaði, svo fljótt sem verða má. Auk þess er nauðsynlegt að: Geta og vilji sé til staðar til að taka markvissan þátt í starfsendur- hæfingunni og fylgja þeirri áætlun sem þar er sett fram. Einstaklingur þarf að vera fær um að axla ábyrgð á eigin lífi, geta tekið þátt í athöfnum daglegs lífs og sinnt nauðsynlegum þáttum starfsendur- hæfingar. Einstaklingurinn hafi þörf fyrir þjón- ustuna og hún sé til þess fallin að auðvelda honum að fara aftur til vinnu. RÉTTUR TIL ÞJÓNUSTU HJÁ VIRK OG HELSTU ÁSTÆÐUR FRÁVÍSANA Talsvert berst af beiðnum um starfsendur- hæfingu á vegum VIRK fyrir einstaklinga sem uppfylla ekki skilyrði fyrir þjónustu samkvæmt lögum nr. 60/2012. Þeim er vísað frá og bent á viðeigandi aðstoð eftir því sem hægt er. Í flestum tilfellum falla mál sem vísað er frá undir eftirtalda flokka: 1 Hverjir eiga rétt á þjónustu VIRK? 2 Helstu ástæður frávísana hjá VIRK 2.1 Læknisfræðilegri greiningu/ meðferð/endurhæfingu er ekki lokið Greiningarferli/læknisfræðilegri meðferð og eðlilegri endurhæfingu innan heilbrigðiskerfisins er ólokið vegna þess heilsubrests sem er meginástæða óvinnufærni og starfsendurhæfing því hvorki tímabær né líkleg til árangurs. Hægt er að senda nýja beiðni þegar það er tímabært og læknir metur að starfsendurhæfingar sé þörf. 78 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.