Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 47

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 47
 VIRK Álag í starfi Á hinum almenna vinnumarkaði er mikil samkeppni og yfirleitt gerð krafa um framlegð og hámarksframmistöðu starfs- manna í umhverfi sem oft á tíðum er litað af samkeppni auk þess að vera árangursdrifið. Vinnuveitendur standa því frammi fyrir erfiðum vanda þar sem álag í starfi getur talist eðlilegt upp að ákveðnu marki en þegar það er á hinn bóginn orðið óeðlilegt eða of mikið hefur það áhrif á starf og líðan starfsmanna og á starfsemi fyrirtækisins. Því bera vinnuveitendur ákveðna ábyrgð á að staðið sé á réttlátan hátt að þáttum í vinnuumhverfinu sem eru álags- og streituvaldandi sem og hvernig unnið er með slíkan vanda. Sé það gert á farsælan hátt getur það dregið úr álagstengdum vanda6. Í þessu samhengi er mikilvægt að aðstæður á vinnustað séu ekki þess eðlis að þær ýti undir vanlíðan starfsmanna sem getur svo valdið óvinnufærni. Dæmi um aðstæður í starfi sem geta ýtt undir álag og vanlíðan starfsmanna er t.d. þegar7,8: • Starfsfólk þarf að vinna hratt til að ná að klára tilsett verkefni. • Starfsfólk kemst ekki yfir verkefnin sem fyrir það eru sett. • Gerðar eru óraunhæfar tímakröfur. • Krafa er gerð um yfirvinnu. • Starfsfólk nær ekki að taka matarhlé. • Verkefnum er ekki dreift á sanngjarnan hátt. • Ójafnvægi skapast á milli vinnu og einkalífs. Vandinn sem getur skapast í kjölfar slíkra aðstæðna getur orðið til þess að starfsmenn fara að efast um eigin getu til að takast á við kröfur í starfi9, aukið eða valdið kvíða, þunglyndi og erfiðleikum í tengslum við einbeitingu10. Má upplifa álag í starfi? Upplifi starfsmenn álag í starfi sínu er mikilvægt að fyrirtæki séu í stakk búin til að takast á við líðan þeirra á faglegan hátt með samræmdum ferlum svo að starfsmenn upplifi að komið sé fram við þá á réttlátan hátt gagnvart líðan sem er oft eðlileg í óeðlilegum aðstæðum. Viðmót og viðhorf fyrirtækisins skiptir þar miklu máli. Helstu þættirnir í vinnuumhverfinu sem stjórnendur geta haft í huga til að ýta undir réttláta framkomu gagnvart starfsfólki sem upplifir álag eru þessir11,12: Mikilvægi inngrips og ábyrgðar er ekki síður vegna þess að álag, streita, kulnun og óvinnufærni eru raunveruleg ógn við stöðugan vinnumarkað og því er brýnt að unnið sé með andlega líðan starfsmanna með virku og faglegu vinnu- verndarstarfi.“ • Starfsfólk fái tækifæri til að koma á framfæri upplifun sinni og tilfinningum vegna álags í starfi. • Starfsfólk fái að hafa áhrif á það sem það telur álagsvaldandi í starfi sínu. • Að fyrirtækið taki á álagi á vinnustaðnum á samræmdan hátt. • Að ákvarðanir um aðgerðir vegna álags starfsmanna séu byggðar á viðeigandi upplýsingum. • Að álag starfsmanna sé eðlilegt miðað við framlag og frammistöðu í starfi. • Að nánasti yfirmaður starfsmanna komi fram við þá af kurteisi og virðingu vegna álags sem þeir upplifa. • Að nánasti yfirmaður láti ekki falla óviðeigandi athugasemdir vegna álags starfsmanna. • Að nánasti yfirmaður sé hreinskilinn og heiðarlegur í samskiptum við einstaklinginn sem er að upplifa álag. • Að nánasti yfirmaður útskýri alla verkferla (þ.e. þau bjargráð sem fyrirtækið hefur) vegna álags. Þar að auki er mikilvægt að samfélagið taki saman höndum og að vinnutengt álag og geðheilsa starfsmanna verði nokkuð sem kemur öllum við og sé rætt um á opinskáan hátt. Erfitt er að horfa á afleiðingar af álagi, sem starfsmenn kunna að upplifa í starfi, sem einangraðan þátt. Brýnt er að gera sér grein fyrir undirliggjandi þáttum í lífi einstaklinga og lífsskeiða þeirra og horfa á í víðara samhengi, sérstaklega í ljósi þess að vinnan og fjölskyldulífið eru tveir mest streituvaldandi þættirnir í lífi einstaklinga13 og því getur talist upp að einhverju marki eðlilegt að upplifa álag vegna þessa. Mikilvægi inngrips/forvarna Rannsóknir á andlegri líðan og kulnun starfsmanna hafa meðal annars leitt í ljós að ef rétt er unnið með álag starfsmanna geti vinnustaðurinn virkað sem almenn forvörn gegn heilsubresti starfsmanna. Slík forvörn er öllum aðilum til hagsbóta og getur sparað atvinnurekendum og almannatryggingakerfinu háar fjárhæðir í formi óbeins og beins kostnaðar. Í því samhengi er mikilvægt að fyrirtæki geri sér grein fyrir því vinnuumhverfi sem það býður starfsfólki uppá og þeim þáttum innan þess sem kunna að vera álagsvaldandi. Þá er ekki síður mikilvægt að vinnuveitendur geri sér grein fyrir ábyrgð sinni hvað varðar að búa svo um að starfsmenn geti unnið störf sín og staðið undir þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar15. Slík nálgun myndi fela í sér aukið réttlæti í tengslum við álag sem starfsfólk kann að upplifa. Það er að vinna með vandann, viðurkenna hann og finna leiðir til að koma til móts við starfsmenn vegna álags. Mikilvægi inngrips og ábyrgðar er ekki síður vegna þess að álag, streita, kulnun og óvinnufærni getur verið ógn við stöðugan vinnumarkað og því er brýnt að unnið sé með andlega líðan starfsmanna með virku og faglegu vinnuverndarstarfi16. 47virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.