Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 6

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 6
VIGDÍS JÓNSDÓTTIR framkvæmdastjóri VIRK LITIÐ UM ÖXL – VIRK Í 10 ÁR Í þessum kjarasamningum var m.a. eftirfarandi ákvæði um stofnun sjóðsins: „Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa á undanförnum misserum rætt saman um nýtt fyrirkomulag endurhæfingar. Samkomulag er um að hefja þróun þeirra á árinu 2008 með því að skipuleggja þjónustu og veita úrræði fyrir þá starfsmenn sem veikjast til lengri tíma og slasast þannig að vinnugeta skerðist. Markmið aðila er að koma að málum eins snemma og kostur er til að stuðla að því að hver einstaklingur verði svo virkur á vinnumarkaði sem vinnugeta hans leyfir. Sérstakur sjóður, Endurhæfingarsjóður, verður stofnaður í því skyni að skipuleggja og hafa umsjón með störfum þjónustufulltrúa sem verða aðallega á vegum sjúkrasjóða stéttarfélaganna og greiða kostnaðinn af störfum þeirra og kostnaðinn af ráðgjöf fagaðila. Ennfremur mun Endurhæfingarsjóður hafa fjármuni til þess að greiða fyrir kostnað við úrræði og endurhæfingu til viðbótar því sem veitt er af hinni almennu heilbrigðisþjónustu.“. Í ÁR ERU 10 ÁR FRÁ STOFNUN VIRK. Í KJARA- SAMNINGUM Í FEBRÚAR ÁRIÐ 2008 SÖMDU ASÍ OG SA UM STOFNUN ENDURHÆFINGARSJÓÐS Í FRAMHALDI AF UMRÆÐUM UM NOKKURRA ÁRA SKEIÐ UM NÝTT FYRIRKOMULAG ENDURHÆFINGAR. 6 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.