Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 7

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 7
 VIRK VIGDÍS JÓNSDÓTTIR framkvæmdastjóri VIRK Skipulagsskráin var síðan staðfest á stofn- fundi Endurhæfingarsjóðs þann 19. maí 2008. Í fyrstu skipulagsskránni kom m.a. fram að markmið sjóðsins sé „að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum.“. Undirrituð kom til starfa sem fyrsti fastráðni starfsmaður sjóðsins 15. ágúst 2008. Þá var búið að skipa í stjórn, skipulagsskrá lá fyrir og Soffía Vernharðsdóttir hafði tekið að sér að sjá um praktísk mál er varða bókhald og fjármuni fyrstu vikurnar. Í byrjun árs 2009 komu síðan opinberir atvinnurekendur og stéttarfélög opinberra starfsmanna að VIRK sem stofnaðilar og varð VIRK þá fyrsta stofnunin sem allir helstu aðilar íslensks vinnumarkaðar stóðu saman að. Samstarf allra þessara ólíku aðila innan VIRK hefur alltaf verið með miklum ágætum og innan stjórnar VIRK hefur aldrei þurft að koma til atkvæðagreiðslu til að skera úr um mismunandi sjónarmið heldur hafa menn ætíð náð sátt um þær ákvarðanir sem teknar hafa verið. Fjármögnun og aðild Fyrstu árin var VIRK eingöngu fjármagnað með framlagi frá atvinnulífi þar sem atvinnurekendur greiddu 0,13% af heildarlaunum til VIRK. Þó gert hafi verið ráð fyrir aðkomu bæði lífeyrissjóða og ríkis að fjármögnun VIRK í upphafi gekk það ekki eftir fyrstu árin. Það var ekki fyrr en með gildistöku laga nr. 60/2012 um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða að lífeyrissjóðir hófu að greiða framlag til VIRK og fyrsta greiðsla ríkisins til VIRK kom ekki fyrr en á árinu 2015 og á árunum 2016, 2017 og 2018 greiðir ríkið helmingi lægri fjárhæð til VIRK en lífeyrissjóðir og atvinnulíf. Framlag atvinnulífs og lífeyrissjóða var síðan lækkað tímabundið úr 0,13% í 0,10% af heildarlaunum frá og með árinu 2016. Þegar ríkið hóf að greiða til VIRK þá tók VIRK við samningum sem ráðuneytið hafði gert við starfsendurhæfingarstöðvar um allt land og í lögunum er skýrt kveðið á um það að allir einstaklingar sem uppfylla ákveðin fagleg skilyrði eigi rétt á þjónustu á vegum VIRK burtséð frá fyrri vinnumarkaðsþátttöku eða stéttarfélagsaðild. Fyrstu skrefin Í upphafi var starfið eðlilega lítt mótað. Til staðar voru ofangreind ákvæði í kjarasamn- ingum aðila á vinnumarkaði og upphafleg skipulagsskrá VIRK sem tilgreindi í tveimur greinum helstu markmið og hlutverk. Ég fékk lánaða eina skrifstofu hjá ASÍ, keypti fartölvu fyrsta daginn í starfi og hóf að skipuleggja starfið. Ég var þá þegar farin að tala við fagfólk í leit að fyrstu starfsmönnunum auk þess að lesa mér til um starfsendurhæfingu og framkvæmd hennar í löndunum í kringum okkur. Starfið var hins vegar alveg ómótað sem og öll praktísk mál er varða uppbyggingu á nýrri stofnun með mikið og stórt hlutverk. Fyrstu starfsmennirnir komu til starfa haustið 2008 og í upphafi árs 2009 fórum við af stað með lítil tilraunaverkefni í samstarfi við nokkur stéttarfélög þar sem fyrstu ráðgjafarnir fóru að taka á móti einstaklingum í þjónustu. Á árinu 2009 bættust síðan í hópinn fleiri ráðgjafar og þá var farið í það að semja formlega við stéttarfélög eða samtök stéttarfélaga um allt land um þjónustu sérhæfðra ráðgjafa í starfsendurhæfingu. Í upphafi var farin sú leið að hefja starfsemi fljótt jafnvel þó ýmsir innviðir væru ekki fullbúnir eða verkferlar fullmótaðir. Ástæðan var margþætt. Það er ómögulegt að sjá alla hluti fyrir í upphafi og mikilvægt er að fá tækifæri til að prófa sig áfram og læra af reynslu. Einnig skipti það máli að ég var að stíga fyrstu skrefin með VIRK á sama tíma og efnahagshrunið varð á árinu 2008. Aðstæður kölluðu því á hraða uppbyggingu því ljóst var að þær þrengingar sem samfélagið gekk í gegnum á þessum tíma myndu kalla á aukna þjónustu á sviði starfsendurhæfingar og sú varð líka raunin. Fljótlega varð ljóst að mikil þörf var fyrir þessa þjónustu og við höfum þessi fyrstu 10 ár oftast verið í stöðugu kapphlaupi við að ná að anna eftirspurn eftir þjónustunni á sama tíma og við erum að móta starfið og skilgreina hlutverk VIRK innan velferðarkerfisins. Sem dæmi um þetta má nefna að heildarfjöldi einstaklinga í þjónustu jókst um 70% milli áranna 2010 og 2013 og á árinu 2013 þá komu um 33% fleiri nýir einstaklingar í þjónustu en árið á undan. Þetta má m.a. sjá á tímalínunni sem lýsir tilteknum þáttum í þróun VIRK og fylgir með þessari grein. Undanfarin ár hefur áfram verið mikill vöxtur í þjónustu VIRK og fjölgaði þjónustuþegum talsvert milli áranna 2016 og 2017 og í dag er ekkert lát á eftirspurn eftir þjónustu VIRK og ennþá er unnið að því að þróa starfsemina þannig að unnt sé að ráða betur við eftirspurnina. Fyrirkomulag starfsendurhæfingar Óhætt er að segja að það hafi staðið nokkur pólitískur styr um tilvist VIRK fyrstu árin þar sem ýmsir pólitískir fulltrúar og embættismenn töldu að starf- semi eins og VIRK ætti frekar að tilheyra hinu opinbera en að vera á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins. Bentu menn þá á fyrirkomulag starfsendurhæfingar á Norður- löndunum en þar er hún fjármögnuð að mestu fyrir opinbert fjármagn. Það er hins vegar mikilvægt að hafa það í huga að fyrirkomulag starfsendurhæfingar í lönd- unum í kringum okkur og innan OECD ríkja almennt helst yfirleitt í hendur við ábyrgð á framfærslu einstaklinga með skerta starfsgetu því reynt er að tengja saman starfsendurhæfingarþjónustu og ábyrgð á framfærslugreiðslum. Á Norðurlöndunum eru launagreiðslur í veikindum að mestu fjármagnaðar af opinberum aðilum og því bera opinberir aðilar að mestu ábyrgð á fjármögnun starfsendurhæfingar. Í Þýska- landi og Bandaríkjunum bera trygg- ingafélög ábyrgð á að fjármagna starfs- endurhæfingarþjónustu því þar tryggja atvinnurekendur sig fyrir launagreiðslum í veikindum. Hér á landi liggur réttur til launa og annarra greiðslna í veikindum að mestu leyti hjá aðilum vinnumarkaðarins. Atvinnu- rekendur og sjúkrasjóðir stéttarfélaga bera þessa ábyrgð fyrstu mánuðina og árin auk þess sem lífeyrissjóðir gegna sífellt stærra hlutverki í örorkulífeyrisgreiðslum. Framfærsluskylda hins opinbera vegna veikra einstaklinga kemur oft ekki til fyrr Í byrjun árs 2009 komu síðan opinberir atvinnurekendur og stéttarfélög opinberra starfsmanna að VIRK sem stofnaðilar og varð VIRK þá fyrsta stofnunin sem allir helstu aðilar íslensks vinnumarkaðar stóðu saman að.“ 7virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.