Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Síða 8

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Síða 8
en mjög seint í ferlinu. Það er því eðlilegt að aðilar vinnumarkaðarins hér á landi beri ábyrgð á starfsendurhæfingarþjónustu og í raun er það forsenda fyrir því að tryggja snemmbært inngrip í starfsendurhæfingu hér á landi. Með lögum nr. 60/2012 um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfs- endurhæfingarsjóða náðist hins vegar ákveðin sátt og skilningur á hlutverki VIRK og á árinu 2015 var undirritað samkomulag milli VIRK og ríkisins um framlög á árunum 2015, 2016 og 2017. Þetta samkomulag hefur síðan verið framlengt út árið 2018. Hlutverk og samstarf innan velferðarkerfisins VIRK kom sem ný stofnun inn í velferðarkerfi með langa sögu þar sem rótgrónar stofnanir gegna mismunandi hlutverkum sem mótast hafa í áranna rás. VIRK er auk þess ekki opinber stofnun heldur sjálfseignarstofnun sem stofnuð er af aðilum vinnumarkaðarins og fjármögnuð að stærstum hluta af atvinnulífi og lífeyrissjóðum. Hlutverk VIRK og umfang þjónustunnar er hins vegar mjög mikið og það hefur tekið sinn tíma að skilgreina þjónustu VIRK í samhengi við þjónustu annarra stofnana innan velferðarkerfisins og ennþá eru menn að slípa til samstarf og verkferla til hagsbóta fyrir einstaklinga sem þurfa á þjónustu að halda. Mikilvægt er að halda þessu samstarfi og þessari uppbyggingu áfram. Í því liggja mikil tækifæri til markvissari og árangursríkari velferðarþjónustu fyrir einstaklinga um allt land. Á þeim 10 árum sem liðin eru frá stofnun VIRK hafa menn reglulega rætt um og endurskoðað hlutverk VIRK í ljósi þróunar, þekkingar og reynslu. Grunnurinn var lagður með upphaflegri skipulagsskrá þar sem lögð var áhersla á að veita fjölbreytt úrræði, koma snemma að málum og að þjónustan kæmi til viðbótar þeirri þjónustu sem þegar var veitt innan heilbrigðiskerfisins. Það er hins vegar ekki til nein ein rétt eða algild skilgreining á starfsendurhæfingu. Starfsendurhæfing er ein tegund endurhæfingar og margir aðilar samfélagsins gegna mikilvægu hlutverki í endurhæfingu. Það er t.d. enginn vafi á því að innan heilbrigðiskerfisins á sér stað gríðarlega mikilvæg endurhæfing sem stuðlar bæði að betri lífsgæðum og hefur áhrif á getu til atvinnuþátttöku. Leiðarljósið hjá VIRK hefur hins vegar verið það að þjónustan komi til viðbótar við það sem er til staðar enda um atvinnutengda starfsendurhæfingu að ræða en ekki frumendurhæfingu innan heilbrigðiskerfisins. Það er ekki hlutverk VIRK að veita þá þjónustu sem öðrum stofnunum ber að veita lögum samkvæmt heldur koma þar til viðbótar með fjölbreytt starfsendurhæfingarúrræði samkvæmt ein- staklingsbundnum áætlunum um aukna þátttöku á vinnumarkaði. Það er þó ljóst að víða eru grá svæði milli þjónustu mismunandi stofnana velferðar- kerfisins og það er ekki alltaf skýrt hver ber Hvenær er VIRK farið að sinna heilbrigðisþjónustu og farið að veita þjónustu sem með réttu ætti að eiga sér stað innan heilbrigðiskerfisins? Mörg þeirra úrræða sem VIRK vísar einstaklingum í og greiðir fyrir eru veitt af fagfólki með heilbrigðismenntun. Þetta á t.d. við um þjónustu sálfræðinga og sjúkra- þjálfara. Því hefur verið bent á að VIRK veiti í raun þjónustu sem ætti frekar að veitast innan heilbrigðiskerfisins. Það má færa rök fyrir þessu en hins vegar er staðreyndin sú að sálfræðiþjónusta hefur ekki verið veitt nema í mjög takmörkuðu mæli innan heilbrigðiskerfisins og einstaklingar hafa á löngu tímabili þurft að greiða sjálfir fyrir stærstan hluta kostnaðar við sjúkraþjálfun. Til að ná árangri í starfsendurhæfingu er hins vegar nauðsynlegt að einstaklingar fái viðeigandi þjónustu hjá bæði sálfræðingum og sjúkraþjálfurum þar sem unnið er á markvissan hátt með þær hindranir sem eru til staðar fyrir vinnumarkaðsþátttöku. Ef slík þjónusta er ekki í boði eða ef hún kostar einstaklinga of mikið þá næst ekki árangur í starfsendurhæfingu hjá talsverðum hópi einstaklinga í þjónustu VIRK. Það er hins vegar ekkert sem segir að VIRK þurfi til framtíðar að fjármagna þessa þjónustu þar sem það er yfirlýst stefna stjórnvalda að efla sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun er núna meira niðurgreidd af hinu opinbera sem kallar á breyttar reglur varðandi kostnaðarþátttöku VIRK. Aukin sálfræðiþjónusta á vegum hins opinbera getur þar að auki komið í veg fyrir að hópur fólks þurfi á starfsendurhæfingarþjónustu að halda og getur þannig til framtíðar dregið úr eftirspurn eftir þjónustu VIRK. Í þessu samhengi er einnig rétt að benda á að þegar VIRK kaupir þjónustu af fagstéttum eins og sálfræðingum og sjúkraþjálfurum þá er ætíð miðað við að þjónustan hafi það að markmiði að vinna sérstaklega með þær hindranir sem eru til staðar gegn aukinni atvinnuþátttöku en ekki sé endilega unnið með öll þau vandamál sem hrjá viðkomandi einstakling. Annar þáttur sem hefur verið mikið í um- ræðunni bæði innan VIRK og utan er hversu margir einstaklingar leita til VIRK sem glíma við mjög þungan geðrænan vanda og hafa ekki fengið viðeigandi úrlausnir innan heilbrigðiskerfisins. VIRK þarf því miður að vísa mörgum einstaklingum aftur inn í heilbrigðiskerfið þar sem vandi þeirra er of mikill og hefur ekki verið meðhöndlaður tilhlýðilega þar. Þessir einstaklingar hafa ábyrgð á hverju. Þegar um er að ræða flókna og margþætta þjónustu við einstaklinga þá verða alltaf til grá svæði, það er óumflýjanlegt. Það er hins vegar mikilvægt að allar stofnanir velferðarkerfisins séu tilbúnar til að teygja sig inn á þessi svæði og byggja þannig upp öryggisnet sem tryggir einstaklingum samfellda og faglega þjónustu. Hér þurfa því allir að axla ábyrgð og vinna saman. Hlutverk og faglegar áherslur Mikil umræða hefur ávallt átt sér stað um áherslur í faglegu starfi VIRK og hvert hlut- verk VIRK á að vera í samhengi við hlutverk annarra aðila innan velferðarkerfisins. Mismunandi sjónarmið hafa verið uppi og svo mun áfram verða því starfsendurhæfing er í raun og veru tiltölulega ný faggrein þar sem menn eru bæði hérlendis og erlendis að feta sig áfram og finna bestu leiðir á hverjum tíma. Við þetta bætist að taka þarf tillit til ábyrgðar og hlutverka annarra stofnana og fagaðila innan velferðarkerfisins og tryggja góða samhæfingu og samfellu í þjónustu. Á þessum 10 árum sem liðin eru hefur innan VIRK átt sér stað mikil umræða um hlutverk VIRK varðandi mat á starfsgetu og hvernig þjónusta VIRK skarast við þjónustu ýmissa annarra stofnana velferðarkerfisins. Hér á eftir er fjallað nánar um þessi atriði. 8 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.