Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 13
VIRK
örorku orðið sú sama eða væru jafnvel enn
fleiri einstaklingar á örorku í dag ef þjónusta
VIRK hefði ekki verið til staðar? Þetta eru
spurningar sem við fáum ekki svör við þó
unnt sé að mæla ýmsa þætti sem tengjast
starfsemi VIRK eins og nánar verður gerð
grein fyrir hér á eftir.
Það eru margir þættir sem hafa áhrif á nýgengi
örorku og starfsemi og árangur VIRK er aðeins
einn af mörgum. Til að meta árangur VIRK þá
verður að meta þá þætti sem VIRK hefur stjórn
á og ber ábyrgð á. Þegar kemur hins vegar að
því markmiði að draga úr nýgengi örorku þá
eru til staðar aðrir mjög sterkir áhrifaþættir sem
VIRK hefur enga stjórn á. Þar má t.d. nefna
uppbyggingu bótakerfisins, barnalífeyriskerfi,
félagslega aðstoð, þjónustu heilbrigðiskerfisins
og margt fleira.
Áhrifaþættir á nýgengi örorku eru þannig
fjölmargir og flóknir og rannsóknir og reynsla
sýna að árangur næst yfirleitt ekki nema
tekið sé heildrænt á málum og reynt sé að
hafa áhrif á alla þá þætti sem skipta máli.
Frá upphafi var einnig litið svo á að stofnun
VIRK væri aðeins einn þáttur í miklum
kerfisbreytingum sem þyrftu að eiga sér
stað til að auka þátttöku á vinnumarkaði
og draga úr nýgengi örorku. Staðreyndin
er hins vegar sú að frá því að VIRK tók til
starfa fyrir 10 árum síðan hafa engar aðrar
kerfisbreytingar átt sér stað til að styðja við
það markmið að draga úr nýgengi örorku. Á
meðan slík staða er uppi er ekki sanngjarnt
eða raunhæft að meta árangur af starfsemi
VIRK út frá stærðum sem eiga sér fjölmarga
og sterka áhrifavalda aðra en þá sem snúa
að starfsendurhæfingu og skipulagningu
hennar. Til viðbótar við þetta má einnig
benda á að um helmingur einstaklinga
sem fer á örorku hjá TR hefur ekki verið í
starfsendurhæfingu hjá VIRK.
Góð starfsendurhæfing er vissulega mikilvæg
forsenda þess að unnt sé að draga úr nýgengi
örorku en hún dugar ein og sér ekki til. Aðrir
áhrifaþættir eru fjölmargir og oft mjög sterkir
og ef starfsendurhæfingarþjónusta á að hafa
áhrif í þá veru að draga úr nýgengi örorku þá
þurfa bæði framfærslukerfin sem og annar
stuðningur að vera þannig uppbyggð að þau
hvetji til aukinnar vinnumarkaðsþátttöku
einstaklinga.
Starfsendurhæfingarþjónusta er þannig
nauðsynlegt skilyrði þess að unnt sé að
draga úr nýgengi örorku og auka þátttöku
á vinnumarkaði en hún er engan veginn
nægjanlegt skilyrði ein og sér. Ef uppbygging
framfærslukerfa og annar stuðningur innan
þýðingarmikil þekking sem hægt er að nýta
til að bæta þjónustu velferðarkerfisins í heild
sinni um allt land.
Til framtíðar þá er mikilvægt að horfa til
þess sem hefur áunnist en það er líka jafn
mikilvægt að nálgast verkefnin með mikilli
auðmýkt og hafa það ávallt í huga að ein rétt
leið verður aldrei til. Starfsendurhæfing snýst
um að hafa áhrif á einstaklinga í síbreytilegu
umhverfi og í samfélagi sem verður aldrei
eins frá degi til dags. Besta leiðin í dag er því
ekki endilega sú besta á morgun auk þess
sem viðfangsefnið er flókið og því getur verið
erfitt að mæla árangur nema yfir langan tíma
og með aðferðum sem munu alltaf byggja
að hluta til á forsendum sem aldrei verða
óumdeildar.
Starfsendurhæfing krefst stöðugrar þróun-
ar og viðleitni til að skilja betur þarfir
einstaklinga og samfélagsins í heild sinni.
Því er mikilvægt að það viðhorf sé ávallt til
staðar innan VIRK að við getum alltaf gert
betur. Við þurfum ávallt að vera tilbúin til
að snúa speglinum við og vera gagnrýnin
á okkur sjálf en á uppbyggilegan máta.
Við þurfum að hafa kjark og þor bæði til að
fara nýjar leiðir og til að bakka út úr þeim
leiðum sem ekki gáfust vel. Aðeins á þann
hátt getum við lært og þróast til gagns fyrir
samfélagið og okkur sjálf.
Það hefur margt
áunnist á þeim
10 árum sem VIRK hefur
starfað. Það sem mestu
máli skiptir er að á sjötta
þúsund einstaklingar hafa
náð aukinni og oft fullri
vinnugetu með aðstoð frá
VIRK og flestir af þeim
7600 einstaklingum sem
hafa lokið þjónustu VIRK
hafa auk þess náð að
bæta heilsu og lífsgæði
sín verulega.“
velferðarkerfisins og vinnumarkaðarins
styður ekki við aukna vinnumarkaðsþátttöku
og jafnvel vinnur gegn henni eins og dæmin
sanna hér á landi þá mun starfsendurhæfing
ekki duga til að draga úr nýgengi örorku þrátt
fyrir að hún skili árangri í að auka vinnugetu
og bæta lífsgæði einstaklinga.
Breytilegar áskoranir og
næstu skref
Það hefur margt áunnist á þeim 10 árum
sem VIRK hefur starfað. Það sem mestu máli
skiptir er að á sjötta þúsund einstaklingar
hafa náð aukinni og oft fullri vinnugetu
með aðstoð frá VIRK og flestir af þeim 7600
einstaklingum sem hafa lokið þjónustu
VIRK hafa auk þess náð að bæta heilsu og
lífsgæði sín verulega. Þetta skilar sér ekki
bara til einstaklinganna sjálfra heldur einnig
til fjölskyldu og náinna vinna þeirra og til
samfélagsins t.d. í formi aukins vinnuafls og
meiri framleiðni. Auk þess er líklegt að aukin
vinnugeta og betri líðan dragi úr lyfjanotkun
og þörf fyrir ýmsa aðra þjónustu innan
velferðarkerfisins.
Starfsemi VIRK hefur ennfremur orðið til
þess að bæði reynsla og rannsóknir á sviði
starfsendurhæfingar hér á landi hafa eflst og
fleiri og fleiri fagaðilar hafa getað þróað ýmis
úrræði og þjónustu sem hafa aukið getu og
lífsgæði einstaklinga um allt land. Hjá VIRK
hafa auk þess orðið til mikilvæg gögn og
13virk.is