Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 20

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 20
Úrtakið í þjónustukönnun Gallup var valið með tilviljun úr hópi þeirra sem hafa leitað til VIRK og var könnunin send á tæplega 2500 netföng. Um var að ræða fólk sem var í þjónustu hjá VIRK eða hafði verið í þjónustu áður. Svarendur voru 880 talsins og þátttökuhlutfallið því um 36%. Aðspurður hafði langstærsti hlutinn heyrt fyrst af starfsemi VIRK hjá lækni (41%) eða öðru heilbrigðisstarfsfólki (12%). Tæplega fjórðungur (23%) heyrði fyrst af VIRK hjá ættingja, aðstandanda eða vini. Mikil ánægja með þjónustu VIRK Um 83% svarenda voru ánægð með þjónustu VIRK, 9% hvorki né, en 8% voru óánægð með þjónustuna eins og sjá má í mynd 1. Ánægjan eykst með aldrinum, þannig voru svarendur sem voru 35 ára eða eldri almennt ánægðari en hinir yngri, þó ánægjan sé vissulega mikil í öllum aldurshópum. Aukin starfsgeta og betri heilsa Svarendur voru beðnir um að meta þrjá þætti hjá sér í upphafi þjónustu hjá VIRK og sömu þætti „í dag“. Kvarðinn í þessum spurningum var 0 til 10. Þættirnir og niðurstöðurnar má sjá í mynd 2. Myndin sýnir að heilsa og starfsgeta þeirra sem eru (eða hafa verið) í þjónustu hjá VIRK hefur batnað umtalsvert frá upphafi þjónustu. Mikil ánægja með ráðgjafa Mikill meirihluti, eða 8-9 af hverjum 10, telja VIRK standa sig vel í eftirfarandi þáttum: • Að veita réttar upplýsingar • Lausn vandamála • Upplýsingagjöf þegar frávik í þjónustu koma upp • Ásættanlegur svartími við beiðnum eða erindum • Að uppfylla loforð og tímasetningar Svipað hlutfall, 8-9 af hverjum 10, taldi auk þess viðmót og framkomu ráðgjafa VIRK vera góða sem og upplýsingagjöf þeirra og hvatningu. Meðmælaeinkunn VIRK (NPS) afar há Þegar fólk var spurt hversu líklegt eða ólíklegt það væri til að mæla með VIRK við vini eða kunningja (0-10, NPS)1, gaf meirihlutinn (55%) hæstu einkunn eða 10. Meðmælaeinkunn VIRK er +47,6 og telst það afar há einkunn á íslenskan mælikvarða en meðal meðmælaeinkunn íslenskra fyrirtækja og stofnana er -15. Ánægja með úrræði þjónustuaðila Spurt var hvaða úrræði fólk hefði nýtt sér hjá VIRK og hversu vel eða illa fólk taldi þau hafa nýst til aukningar á starfsgetu. Sálfræðiviðtöl voru nefnd af flestum (81%) og fengu þau einnig hæstu einkunn allra úrræða (5,9 á kvarðanum 1-7). Næstflestir (78%) nefndu líkamsrækt með stuðningi sjúkraþjálfara eða íþróttafræðings og ÞJÓNUSTUKÖNNUN VIRK 2017 VIRK fékk Gallup til að gera umfangsmikla könnun á þjónustu VIRK í september og október 2017. Þessi þjónustukönnun var gerð til viðbótar við hefðbundna þjónustukönnun VIRK sem einstaklingar eru beðnir um að taka þátt í við lok þjónustu hjá VIRK. fékk hún einnig háa einkunn (5,4). Sjúkraþjálfun (72%) var í þriðja sæti, einkunnin 5,6. Önnur úrræði voru sjaldnar nefnd en fengu samt öll frekar góða einkunn, eða 5,1 til 5,4. Ríflega sex af hverjum tíu þeirra sem höfðu lokið við eða hætt í þjónustu hjá VIRK urðu vör við eftirfylgni af hálfu VIRK, langflest þeirra höfðu fengið könnun. Ánægja með eftirfylgnina var mikil (meðaleinkunnin 5,5 á kvarðanum 1-7). Hvað má betur fara? Þegar fólk var spurt hvað VIRK gæti gert til að bæta þjónustu sína, nefndi fólk aukinn sveigjanleika í þjónustu, persónulegri þjónustu, meiri kynningu á starfseminni, aukningu á þjónustuframboði og úrræðum. Eftirfylgni var einnig nefnd. 6,0 5,0 4,0 3,0 2,0 1,0 0 Hvernig var helsa þín og starfsgeta í upphafi þjónustu og hvernig er hún í dag? Ánægja með þjónustu VIRK Starfsgeta Andleg heilsa Líkamleg heilsa 2,2 2,9 3,2 4,3 5,6 4,9 Í upphafi þjónustu í dag Mynd 2 1Meðmælaeinkunn (NPS) er reiknuð þannig að prósentuhlutfall Detractors (þeirra sem gefa einkunn 0-6) er dregið frá prósentuhlutfalli Promoters (einkunn 9-10). Ef hærra hlutfall viðskiptavina mælir með þjónustunni er NPS jákvætt en ef lægra hlutfall mælir með þjónustunni er NPS neikvætt. NPS einkunnin getur því tekið gildi á bilinu -100 til 100. 83% 9% 8% Ánægðir Hvorki né Óánægðir Mynd 1 20 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.