Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Qupperneq 27
VIRK
með skerta starfsgetu geti tekið þátt á
vinnumarkaði5. Þá eykur aðlögun einnig
líkurnar á því að starfsmenn haldist í
vinnu, njóti starfsánægju og skili árangri á
vinnustað7,8. Vinnuveitendur hika oft við að
ráða einstaklinga með skerta starfsgetu af
því að þeir halda, meðal annars, að aðlögun
á vinnustað sé of dýr. Þessu viðhorfi hefur
reynst erfitt að breyta þó að rannsóknir sýni
að meirihluti aðgerða vegna aðlögunar á
vinnustað geta kostað vinnuveitandann
mjög lítið og stundum ekkert á meðan þær
hafa þau jákvæðu áhrif að auka framleiðni
og almenna velferð á vinnustaðnum7. Það
að koma inn á vinnustað og vera með skerta
starfsgetu er ekki einungis spurning um að
geta framkvæmt ákveðna vinnu eða verkefni
heldur varðar það einnig þá sem eru á
vinnustaðnum fyrir, hvernig félagslegum
tengslum er háttað milli samstarfsmanna
og að það sé litið á þetta vinnufyrirkomulag
sem mikilvægt fyrir vinnustaðinn og alla
starfsmenn.
Viðhorf og staðalímyndir
Ein af þeim hindrunum sem starfsmenn
með skerta starfsgetu mæta þegar þeir koma
inn á vinnustaði eru viðhorf og staðalímyndir
samstarfsmanna og yfirmanna9. Svo
virðist sem starfsmenn á vinnustöðum
hafi oft miklar áhyggjur af frammistöðu
samstarfsmanna með skerta starfsgetu og
telja að þeim geti fylgt aukið vinnuálag og
erfiðleikar. Jafnframt hafa þeir minni vænt-
ingar til þeirra sem leiðir til neikvæðra
viðbragða og viðhorfa gagnvart þeim10.
Vinnuveitendur gegna því mikilvægu hlut-
verki þegar kemur að því að aðstoða fólk
með skerta starfsgetu að komast inn á
vinnumarkaðinn. Margir vinnuveitendur
taka þá ákvörðun að ráða ekki til sín slíka
starfsmenn og eru ýmsar ástæður fyrir því.
Fyrir utan almennt þekkingarleysi á fötlun
og skertri starfsgetu þá eru vinnuveitendur
oft ekki meðvitaðir um þarfir starfsmanna
með skerta starfsgetu og ekki upplýstir um
hvað þeir þurfa að gera til að koma til móts
við þá á vinnustaðnum. Þeir hafa áhyggjur
af þeim kostnaði sem þeir geta orðið fyrir
vegna aðlögunar á vinnustað og einnig þeim
tíma sem getur farið í að þjálfa starfsmenn
með skerta starfsgetu til að þeir geti skilað
viðunandi starfi.
Rannsóknir sem skoða viðhorf vinnu-
veitenda til einstaklinga með skerta
starfsgetu greina frá bæði jákvæðum og
neikvæðum viðhorfum. Þeir sem hafa fyrri
reynslu af slíkum ráðningum greina frekar
frá jákvæðum viðhorfum gagnvart því að
gera slíkt aftur11,12. Þá hafa rannsóknir
einnig bent á að vinnuveitendur skortir helst
traust til einstaklinga með skerta starfsgetu
hvað varðar frammistöðu, framleiðni og
gæði ásamt getu þeirra til að laga sig að
þörfum og breytingum á vinnumarkaði, auk
þess að óttast tilheyrandi kostnað sem gæti
fylgt ráðningu slíkra starfsmanna13. Þeir
hafa jafnframt áhyggjur af takmörkuðum
sveigjanleika og mikilli fjarveru vegna veik-
inda. Auk þessa hafa atvinnurekendur
áhyggjur af því að einstaklingar með geðræn
vandamál séu ekki eins áhugasamir um
vinnu eða séu ekki færir um að stjórna skapi
sínu og fylgja leiðbeiningum14. Þá hefur líka
komið fram að vinnuveitendur hafa áhyggjur
af því að fyrirtækið líti verr út í augum
viðskiptavina ef þeir eru með starfsmenn
með skerta starfsgetu9 og getur það haft
áhrif á líkur þess að atvinnurekendur ráði til
sín fólk með skerta starfsgetu.
Hins vegar ef góð samsvörun er á milli
umsækjandans og starfsins sem ráða á í þá
getur það haft mikil áhrif á vinnuveitandann
og ákvörðun hans að ráða einstakling með
skerta starfsgetu í vinnu15. Vinnuveitendur
Rannsóknir
hafa sýnt að
aðlögun á
vinnustað eykur
líkurnar á því að
starfsmenn með
skerta starfsgetu
geti tekið þátt á
vinnumarkaði.
Þá eykur aðlögun
einnig líkurnar á
því að starfsmenn
haldist í vinnu,
njóti starfsánægju
og skili árangri
á vinnustað.“
Auk þessa gefur starf einstaklingunum
ákveðna stöðu í samfélaginu og eykur
almenna virkni þeirra sem síðan hefur áhrif
á að viðhalda andlegri heilsu og vellíðan1,2.
Það er kannski sérstaklega mikilvægt fyrir
einstaklinga með skerta starfsgetu að vera í
vinnu, því skertri starfsgetu fylgir oft félagsleg
einangrun sem vinnan getur bætt og um leið
er hún mikilvæg til að draga úr fátækt3.
Flest iðnríki í heiminum munu í framtíðinni
þurfa að mæta þörfum vinnuafls sem
er að eldast og mun það auka tíðni
skertrar starfsgetu meðal starfsmanna
vegna krónískra sjúkdóma4. Vinnustaðir
framtíðarinnar munu því, í auknum mæli,
þurfa að takast á við vandamál tengd
hækkandi meðalaldri vinnuaflsins. Auk
þessa gera áætlanir ráð fyrir fækkun á
vinnuafli í Evrópu þannig að líklegt er að
einstaklingar með skerta starfsgetu verði í
auknum mæli viðurkenndir sem verðmæt
auðlind á vinnumarkaðnum.
Það er þó mikilvægt að hafa í huga að vinnan
er ekki alltaf í eðli sínu til góðs. Sér í lagi
þegar ekki er til staðar eðlilegur stuðningur á
vinnustaðnum og kröfur starfsins passa ekki
við getu starfsmannsins, þá getur vinnan haft
neikvæð áhrif á heilsuna5. Á undanförnum
árum hafa kröfur á vinnustöðum aukist
eða breyst. Ýmsar skipulagsbreytingar hjá
fyrirtækjum í dag krefja starfsmenn um
aukinn sveigjanleika og aðlögunarhæfni og
krefjast færni sem þeir eiga oft erfitt með
að mæta. Sérstaklega hafa kröfur til vits-
munalegrar og félagslegrar færni aukist sem
getur skapað óyfirstíganlegar hindranir fyrir
einstaklinga með geðræn vandamál. Þá
hafa tæknilegar framfarir, eins og sjálfvirkir
vinnuferlar og vélmenni, sem eiga að flýta
fyrir og auðvelda vinnuna, oft komið í staðinn
fyrir verkefni sem eru sérstaklega hentug
fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu6.
Aðlögun á vinnustað
Almennt er talið að viðeigandi aðlögun fyrir
starfsmann á vinnustað felist í að breyta
verkefnum, vinnutíma eða vinnuaðstöðu
sem ekki eru þó talin of íþyngjandi fyrir hlut-
aðeigandi vinnuveitanda. Þessar aðlaganir
gera starfsmanni með skerta starfsgetu
mögulegt að framkvæma vinnu sína á
skilvirkan og afkastamikinn hátt og gefur
honum þannig tækifæri til að geta notið
sama ávinnings og forréttinda af vinnu sinni
og aðrir starfsmenn.
Rannsóknir hafa sýnt að aðlögun á vinnu-
stað eykur líkurnar á því að starfsmenn
27virk.is