Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 38

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 38
ÁRIÐ 2016 HÓF VIRK UNDIRBÚNING ÞRÓUNAR- VERKEFNIS SEM STEFNDI AÐ ÞVÍ, MEÐ MARKVISSUM STUÐNINGI FRÁ SÉRFRÆÐ- INGUM Í STARFSENDUR- HÆFINGU, AÐ AUKA LÍKUR EINSTAKLINGA SEM ERU Í STARFSENDURHÆFINGU Á ENDURKOMU INN Á VINNUMARKAÐINN ÞRÁTT FYRIR SKERTA STARFSGETU. VIRK ATVINNUTENGING Lögð var áhersla á að tengja einstaklinga inn á vinnumarkaðinn áður en starfsendurhæfingunni lauk. Þróunarverkefnið grundvallast á þeirri staðreynd að því fyrr sem einstaklingar reyna endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys, því líklegra er að þeir komist aftur út á vinnumarkaðinn. Mikilvægt er því að einstaklingum með vinnugetu sé gefið tækifæri til að komast í vinnu við hæfi snemma á starfsendurhæfingarferlinum. Til þess að auðvelda þetta ferli var ákveðið að ráða sérstaka atvinnulífstengla sem tóku við einstaklingunum þegar stutt var eftir af starfsendurhæfingunni og byrjuðu að vinna með þeim að áætlun um endurkomu inn á vinnumarkað. Þannig var aðlögun inn á vinnumarkaðinn tvinnuð markvisst inn í starfsendurhæfingu einstaklingsins og atvinnulífstenglarnir tengdu sig, og einstaklinginn í þjónustu, við stofnanir og fyrirtæki. Magnús Smári Snorrason, Ragnheiður Kristinsdóttir, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Hrönn Hinriksdóttir, Anna Lóa Ólafsdóttir, Jónína Waagfjörð, Líney Árnadóttir, Þóra Friðriksdóttir. 38 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.