Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 48

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 48
þakklát fyrir að hafa fengið að starfa með öllu því góða fólki sem að þessari starfsemi hefur komið á hinni tíu ára vegferð VIRK. Ég vann mjög mikið fyrstu árin hjá VIRK en svo áttaði ég mig á að ég yrði líka að fá að vera til sem manneskja og setti mér mörk.“ Hvað telur þú helst hafa skapað þá manneskju sem þú ert núna? „Svo margt. Ég er fædd og uppalin í Hafnar- firði og hef alltaf búið hér utan tvö ár sem ég var, sem fyrr greinir, við nám í Danmörku. Ég er gift Daníel Helgasyni húsasmíða- meistara. Við kynntumst í Flensborg sem unglingar, giftum okkur í Garðakirkju á Álfta- nesi 1987 og eigum tvo syni og eina dóttur. Foreldrar mínir eru báðir aldir upp í Hafnar- firði. Faðir minn, Jón Vignir Karlsson lést á síðasta ári. Hann var sonur útgerðarmanns hér í Hafnarfirði og ætlaði sér að fara á sjó. Hann sá hins vegar svo illa að hann gat ekki farið í Stýrimannaskólann og fór því í upplýsingageirann. Hann varð einn af framkvæmdastjórum Nýherja og rak seinna Nýja tölvu- og viðskiptaskólann.“ „Gat hann orðið frumkvöðull á þeim vettvangi þegar hann sá svona illa? „Hann fékk sér bara gleraugu,“ svarar Vigdís og hlær. „Móðir mín, Hjördís Edda Ingvarsdóttir, var lengi heima við og sinnti okkur börnunum. Seinna fór hún í Flensborg. Við vorum þar við nám á sama tíma mæðgurnar. Hún varð síðar skrifstofustjóri hjá sjúkraþjálfunardeild Háskóla Íslands. Pabbi minn var duglegur maður og móðir mín er það líka. Ég er elst barna þeirra og á þrjá bræður.“ Þú ert sem sagt „væske ekte“ Hafnfirðingur? „Já – nema hvað ég var í sveit frá sex ára aldri að Bessastöðum í Húnavatnssýslu. Þar bjó frændfólk mitt. Ég var hjá Birni Einarssyni og Ólöfu Pálsdóttur – Bjössa og Lóu – og byrjaði á að passa börnin þeirra. Ég var mörg sumur á Bessastöðum og gekk í allskyns störf. Þetta var margmennt heimili og oft mikið að gera. Ég man eftir að hafa gripið í að elda ofan í mannskapinn tólf ára gömul og líka bakað.“ Kynntist þú samhjálp í æsku? „Þessu hef ég ekki velt sérstaklega fyrir mér. Ég var félagslega sterk strax sem barn, átti auðvelt með að eignast vini þótt ég hefði mig ekki mikið í frammi. Líklega var ég fremur rólynd og þæg stelpa. Fljótlega fann ég að nám lá vel fyrir mér og var því dugleg að læra. Fyrir það fékk ég heilmikla viðurkenningu sem var gott fyrir sjálfsmyndina. Ég dúxaði á stúdentsprófi og fékk fyrstu einkunn í Háskóla Íslands. Þetta er samt ekki það sem mér finnst sérstaklega varið í núna. Þrátt fyrir allt er ég dálítill „bóhem“ í mér. Ég get til dæmis ekki gengið í drögtum. Ég fékk mér einu sinni eina slíka en fann að hún átti ekki við mig svo ég gaf hana í Rauða krossinn. Ég er sem sagt ekki mjög formleg og kann best við mig í mínum skrautlegu og litglöðu kjólum.“ Harmónikan og hamingjan Hvað finnst þér mest varið í núna? „Með árunum hef ég orðið meðvitaðri um, að eins gott og það er að standa sig vel, þá þarf maður líka að leyfa öðrum þáttum persónuleikans að njóta sín. Ég hef Ég get til dæmis ekki gengið í drögtum. Ég fékk mér einu sinni eina slíka en fann að hún átti ekki við mig svo ég gaf hana í Rauða krossinn. Ég er sem sagt ekki mjög formleg og kann best við mig í mínum skrautlegu og litglöðu kjólum.“ 48 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.