Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 58

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 58
Í starfsendurhæfingu er unnið með styrk- leika einstaklingsins samhliða því að lögð er áhersla á að draga úr áhrifum hindrana sem skert geta starfshæfni hans. Hæfnirammi um íslenska menntun endurspeglar stigvaxandi hæfnikröfur í formlegu og óformlegu námi á Íslandi en upplýsingar um hæfni má meðal annars nýta í ferilskrár, við starfsþróun og í umsóknir um nám. Starfsendurhæfingarferlið hjá VIRK Áður en beiðni um starfsendurhæfingu er samþykkt, þarf einstaklingur að svara spurningum sem notaðar eru til að mynda persónusnið (prófíl) varðandi hæfni til vinnu. Persónusniðið byggir á fyrrgreindu ICF flokkunarkerfi og beiðni læknis. Með því að tengja saman atvinnu, nám, félagslega þætti, heilsuhegðun, líkamlega þætti, and- lega þætti og umhverfi einstaklingsins skapast ákveðin sýn á samspil heilsufars, færni og aðstæðna hvers og eins. Eftir að beiðni er samþykkt, hittir einstaklingur- inn ráðgjafa og í sameiningu eru styrkleikar og hindranir kortlögð og markmið í starfs- endurhæfingunni sett fram sem miða að endurkomu hans til vinnu eða í nám. Í sumum tilfellum er þörf á aðkomu sérfræðinga við frekari kortlagningu og markmiðasetningu og hittir einstaklingurinn þá sálfræðing, sjúkraþjálfara eða lækni. Til að gera það mögulegt að ná mark- miðum eru ákvörðuð sérstök inngrip fyrir einstaklinginn. Hvert inngrip í starfsendur- hæfingunni byggir á þörf einstaklingsins fyrir þjónustu og þeim heilsubresti/hindrunum til vinnu eða náms sem vinna á með hverju sinni. Inngripum er því næst raðað í þjónustuþrep. Þegar ákveðið er hvaða þjónustuþrep hentar hverjum einstaklingi er alltaf tekið mið af alvarleika einkenna við skimun, rýni og mat sérfræðinga og ráðgjafa VIRK. Fjölbreyttur hópur þjónustu- aðila í samstarfi við VIRK Ríflega 100 sálfræðingar störfuðu með VIRK á árinu og veita þeir einstaklingum með geðrænan vanda einstaklingsviðtöl og hópmeðferð sem byggja á gagnreyndum aðferðum. Með því að þrepaskipta þjónustu þar sem stuðst er við klínískar leiðbeiningar í meðferð er ætlunin að tryggja enn betur að einstaklingar í þjónustu VIRK fái sálfræðiþjónustu við hæfi. Með VIRK starfa um 200 sjúkraþjálfarar sem veita fjölbreytta einstaklings- og hópþjónustu fyrir einstaklinga með stoðkerfisraskanir. Þeir styðja auk þess einstaklinga sem eru að vinna að því að gera hreyfingu sem hluta af lífsstíl sínum. Um 100 þjónustuaðilar um land allt bjóða upp á ýmsa heilsueflandi þjónustu og má þar nefna líkamsrækt með stuðningi íþróttafræðings, þjálfara, vatnsleikfimi, jóga eða líkamsrækt án stuðnings. Lágmarks inngrip Enginn eða vægur vandi Fræðsla, ráðgjöf og sjálfshjálp Almennt inngrip Vægur til meðal vandi Greining þarf ekki að liggja fyrir Sérhæft inngrip Meðal til mikill vandi Greining liggur fyrir Sérhæft eða þverfaglegt inngrip Mikill/alvarlegur vandi Greining liggur fyrir Þrep 0 Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3 Þrep 4 Þjónusta á ekki við Mynd 1 58 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.