Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 71

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 71
AÐSEND GREIN sé um ræða neikvæða gerð hugsunar. Snýst gagnrýni ekki fyrst og fremst um að setja út á það sem aðrir segja og gera? Lýsingarorðið „gagnrýninn“ hefur ekki slíka neikvæða merkingu. Þvert á móti, merking þess er að vera athugull á allar hliðar máls. Gagnrýnin hugsun snýst um að tileinka sér ákveðinn hugsunarmáta. Hún gerir ráð fyrir samvinnu, hvetur fólk til að leita sannleikans, ber traust til skynseminnar, krefst víðsýni og fær fólk til að vera reiðubúið til að breyta eigin skoðunum2. Markmið hennar er ekki síst að leitast við að skilja hvernig ólíkar forsendur liggja niðurstöðu til grundvallar og að byggja ákvarðanir okkar að lokum á þeirri staðreynd. Við þurfum þó öll að sætta okkur við að ákvarðanir okkar – og þar af leiðandi athafnir – eru ekki alltaf röklegar. Þær ráðast oftar en ekki af flóknu samspili líkamlegra og félagslegra þátta sem stjórna athöfnum okkar. Okkur þurfa þó ekki að fallast hendur. Mögulegt er að þróa með sér framangreindan vilja og hæfni til þess að hlíta rökum. Vissulega er hægt að leggja meira upp úr því að treysta á reynslu eða innsæi – og það gera margir. Vandamálið er að þá erum við stöðugt og ómeðvitað undir áhrif frá öðrum, samstarfsmönnum eða hagsmunaaðilum. Gagnrýnin hugsun reynir að losa okkur undan slíkum áhrifum. Áhrifaþættir En hvernig getur gagnrýnin hugsun minnkað áhrif annarra á hugsun okkar? Svarið felst í að með beitingu hennar verðum við meðvitaðri um áhrifaþætti sem trufla ákvarðanir okkar. Sumt verður stöðugt hluti af skoðanamyndun okkar. Margræðni tungumálsins er dæmi um það. Jafnvel skynjun okkar á sömu hlutum er ekki laus við flækjustig; hver man ekki eftir kjólnum sem skipti fólki í tvær fylkingar eftir því hvaða lit það sá? Erfiðari viðfangs eru þau óteljandi mælskubrögð sem fólk getur gripið til ef það vill hafa áhrif á skoðanir annarra. Oft gengur fólk á lagið þegar það sér að þau sem áhrif á að hafa á eru undir mikilli tímapressu. Skoðanir verða ekki til í tómarúmi og gjarnan vilja margir vera með í að skapa þær. Allir hafa orðið fyrir því að láta skoðanir sínar litast af því að viðmælendur hafa fegrað eða skrumskælt hluti, gefið eitthvað í skyn, notað hlutdrægar spurningar, spilað á afbrýðisemi eða samviskubit, smjaðrað og fundið hentuga blóraböggla. Jafnvel sérfræðingar sem ættu að hafa fagleg sjónarmið að leiðarljósi eiga það til að gerast sekir um tungutak sem er frekar ætlað að slá ryki í augu fólks en að skýra málavöxtu og leiðbeina öðrum í skoðanamyndun. Málalengingar, stofnana- mál og innihaldslaust orðagjálfur er eitthvað sem sú sem ætlar sér að vera athugul á allar hliðar hvers máls þarf að gæta sín á. Raunar getur hver og einn gerst sekur um – á ógagnrýnin hátt – að gæta ekki að sér og taka þátt í þessum leik. Það er auðvelt að falla í þá gryfju sjálfur að fara rangt með, gefa eitthvað í skyn, beita óljósu orðalagi, vera með stanslausa útúrdúra, endurskilgreina hugtök sjálfum sér í hag og snúa út úr orðum viðmælanda. Rökvillur kallast þær villur hugsunarinnar sem láta okkur draga ályktanir á ógagnrýnin máta. Hlutverk gagnrýninnar hugsunar er því ekki síst að draga slíkar villur fram í dagsljósið. Ein ástæða þess er að rökvillur eru ekki einungis villur sem fólk gerir eitt með sjálfu sér heldur eru þær oft notaðar sem mælskubrögð af þeim sem kunna með þær að fara. Svokölluð svart-hvít villa er þannig oft notuð til að stilla fólki upp við vegg, persónurök eru notuð til að ráðast á einstaklinga fremur en að takast á við umræðuefni og fuglahræðurök er sköpuð til að þurfa ekki að bregðast við rökum viðmælanda3. Svona mætti lengi telja. Í opinberri umræðu má sjá tilraunir til að tengja saman fjölda slíkra rökvillna til að hafa áhrif á skoðanir almennings. Það sama á sér stað á stofnunum og vinnustöðum. Gagnrýnin hugsun er í raun eina vörn okkar gegn tilraunum af þessu tagi. Gagnrýnin hugsun snýst um að tileinka sér ákveðinn hugsunar- máta. Hún gerir ráð fyrir samvinnu, hvetur fólk til að leita sannleikans, ber traust til skynseminnar, krefst víðsýni og fær fólk til að vera reiðu- búið til að breyta eigin skoðunum.“ Fagmennska Hver kannast ekki við að hafa gerst sekur um óskynsama ákvarðanatöku í mismunandi aðstæðum? Á fyrsta vinnustaðnum féllum við fyrir hrekk samstarfsmanna sem spiluðu á trúgirni okkar. Síðar á lífsleiðinni treystum við liprum sölumanni gegn betri vitund vegna bráðskemmtilegrar sögu sem hann segir okkur. Ef hann er að selja okkur fasteign er eins víst að sagan sé hlýleg frásögn úr æsku hans og á rafmagnstækjum er oft liðkað fyrir sölu með dæmi af vandræðum tengdaföður með takka og snúrur. Einnig eigum við það öll til að fylgja stjórnmálamanni sem fellur okkur í geð í fjölmörgum málum sem við höfum svo sem ekkert kynnt okkur. Í vissum aðstæðum kann þetta að vera í lagi og oft er hlegið eftir á. En í öðrum aðstæðum höfum við ekki efni á að slaka á kröfum um að láta skynsemina leiðbeina okkur. Hér er fyrst og fremst átt við þær aðstæður sem faglegt hlutverk okkar leiðir okkur í. Slíkum hlutverkum fylgja oft töluverð réttindi um ákvarðanatöku fyrir okkur sjálf og aðra. Öllum réttindum fylgja mismunandi skyldur. Skyldurnar sem fylgja faglegum ákvörðunum eru rökræðuvilji og rökræðuhæfni. Páll Skúlason komst svo að orði að rökstudd afstaða væri „að geta gert sjálfum sér og öðrum grein fyrir forsendum þeirra ákvarðana sem maður tekur1.“ Líklega er ekki hægt að orða mikilvægustu skyldu hvers fagmanns á skýrari máta. Gagnrýnin hugsun Rökræða krefst gagnrýninnar hugsunar. Mikilvægi hennar kemur ekki síst í ljós við áföll, hvort sem þau eru persónuleg eða samfélagsleg. Rangar ákvarðanir hafa, að öllu jöfnu, slæmar afleiðingar. Við áföll, og stórvægileg afglöp, kemur iðulega fram krafa í samfélaginu um að efla skuli gagnrýna hugsun þeirra sem með ákvarðanir fara. Hugtakið „gagnrýni“ á það þó til að sitja í fólki. Þrátt fyrir að hafa óljósa hugmynd um mikilvægi hennar, telja margir að þarna 71virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.