Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 77

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 77
 VIRK líkama. Kínverskir málshættir sögðu m.a.: „sá er heppinn sem getur borðað“, „hepp- inn er sá maður sem getur þyngst“, „það að þyngjast þýðir jákvæð örlög“, „feitt fólk er heppnara“. Hann skoðaði einnig hvort það væri verndandi þáttur að stúlkur í Kína verða seinna kynþroska en stöllur þeirra í vestri, að þau eitt eða tvö ár sem munaði í tilfinningaþroska yllu því að kynþroski væri minni streituvaldur þegar hann gengi í garð. Þó litið væri til þessa munar gat Lee ekki skilið hvers vegna ekki var meira um þessa hegðun meðal unglinga í Hong Kong. Í raun væri grundvöllur fyrir hana mjög góður því að á árum breskra yfirráða þar hafði fólk tileinkað sér mikið af vestrænum gildum m.a. í tísku og matarhefðum auk þess sem mikil aðdáun var á grönnu frægu fólki, bæði vestrænu og kínversku. Allt sem talið var kveikja lystarstol í vestrænum samfélögum var því til staðar en átröskun þó mjög sjaldgæf. Niðurstöður rannsókna hans gáfu til kynna að birtingarmynd einkenna lystarstols eins og það þekkist í vestrænum heimi má rekja til áfalla og erfiðleika í lífi fólksins í Kína og líkamsþyngd og/eða líkamsímynd spila þar ekkert inn í. Í öðrum kafla (The Wave That Brought PTSD to Sri Lanka) skrifar Watters um það þegar vestrænir sérfræðingar í geðröskunum flykktust til Sri Lanka til að veita áfallahjálp í kjölfar Tsunami flóðbylgjunnar þar sem þúsundir fólks létu lífið og milljónir manns urði vitni að dauðsföllum og þeirri eyðingu sem bylgjan olli. Sérfræðingarnir ganga að því vísu að önnur fljóðbylgja, flóðbylgja áfallastreituröskunar, muni ganga yfir landið og það komi til með að taka íbúana áratugi að jafna sig. Í kaflanum talar Watters við Dr. Fernando sem segir að sá herskari hjálparfólks sem streymdi inn í landið í kjölfar flóðbylgjunnar og aðfarir hans (sem voru ekki til eftirbreytni) hafi haft jafn mikið áhrifavald til að breyta menningu eyjunnar og flóðbylgjan sjálf hafði. Niðurstöður rann- sókna Fernando fyrir tíma bylgjunnar hafi gefið til kynna einstaka sálræna seiglu íbúanna, að þrátt fyrir stríð og fátækt hafi þeir sjaldan þurft utanaðkomandi hvatningu eða ráðgjöf til að komast í gegnum erfiðleika. Fernando segir að fólk sem búi á Sri Lanka búi að ríkulegum menningarlegum hefðum og trú þeirra sé hornsteinn þeirra hefða. Trúnni séu oft tengdir ýmsir heilandi/læknandi siðir og heilsugæsla sé mjög fjölþætt. Hún nefnir s.s. Ayurvedic sérfræðinga sem meti heilsu fólks með almennri líkamsskoðun, snertingu og spurningum og einnig lækna, stjörnuspekinga, trúarleiðtoga, miðla og andalækna af ýmsum toga. Skilin milli þessara sérfræðinga séu ekki skýr og fólk á Sri Lanka fari oft til tveggja eða fleiri aðila í leit að líkamlegri- og/eða andlegri lækningu. Í þriðja kafla (The Shifting Mask of Schizo- phrenia in Zanzibar) heimsækir Watters Dr. McGruder sem er m.a. mannfræðingur og kynnir sér hve ólík einkenni geðklofa geta verið eftir því í hvaða menningu fólk lifir og hrærist í. Með hve ólíkum hætti ættingjar og vinir umgangast einstakling með geðklofa frá því sem þekkt er í vestrænum heimi einstaklingshyggju. Þar er talað um innri- og ytri stjórnrót (Locus of control), tjáningu tilfinninga almennt og hvaða áhrif þetta getur haft á umburðarlyndi gagnvart veiku fólki og sjálfsmynd þeirra sem annast það. Fjórði kafli (The Mega-Marketing of Depress- ion in Japan) lýsir markaðssetningu lyfja- fyrirtækis á þunglyndi í Japan. Watters hittir Dr. Kirmayer sem boðinn hafði verið á ráðstefnu á Kyoto á vegum lyfjafyrirtækisins GlaxoSmithKline til að miðla öllu sem hann vissi um þunglyndi og hvernig ólíkir menningarheimar geta haft áhrif á upplifun geðsjúkdóma. Tilgangur ráðstefnunnar, sem svo reyndist vera lokaður fundur, var að koma þunglyndislyfi á markað í Japan. Þar sem þunglyndi var með öllu óþekkt þar þurfti fyrst að telja Japönum trú um að þeir væru þunglyndir og þegar því var lokið gat lyfjafyrirtækið boðið upp á lyfið sem þurfti til að lækna sjúkdóminn. Hagnaður GlaxoSmithKline af þessum gjörðum taldi milljarða á milljarða ofan. Efni bókarinnar á erindi til allra sem að starfsendurhæfingu koma á Íslandi, ekki síst vegna mikillar fjölgunar fólks af erlendu bergi brotið sem þarfnast þjónustunnar. Það er mikilvægt að muna að mæta fólki af ólíkum uppruna með opnum huga, m.a. varðandi geðraskanir vegna þess að það eru ekki allir „Crazy like Us“. 77virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.