Morgunblaðið - 03.10.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.10.2019, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 ASKJA · Krókhálsi 11–13 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi. Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland Rúmgóður og fjölskylduvænn tengiltvinnbíll á mögnuðu verði Kia Optima Plug-in Hybrid er vel búinn og sparneytinn tengiltvinnbíll með allt að 64 km rafdrægi og yfir 1.000 km heildardrægi. Þessi vinsæli fjölskyldubíll er bæði fáanlegur sem Sportswagon með 440 lítra skotti og Sedan með 307 lítra skotti. Hann fæst nú á einstökum sérkjörum, með innifalinni hágæða lakkvörn sem verndar ytra byrði bílsins ásamt fyrstu þjónustuskoðun hjá Kia. Einnig bjóðum við hagstæða fjármögnunarmöguleika í samvinnu við Ergo. Komdu og reynsluaktu Kia Optima Plug-in Hybrid. Við tökum vel á móti þér. 34.777 kr.50% fjármögnun til 84 mánaða. Vextir6,85%. Heildargreiðsla vegna bifreiðarer 5.141.863 kr. Árleg hlutfallstalakostnaðar er 7,69%. Afborgun á mánuði: *F or se nd ur áb yr gð ar er u re gl ul eg t þj ón us tu ef tir lit se m ka up an di be r ko st na ð af .L es tu m ei ra um áb yr gð in a á w w w .k ia .c om /a by rg d. Kia Optima PHEV á sérkjörum frá: Rafmagnaður Kia Optima með veglegum kaupauka Orkupakki sem allir tengja við! 4.490.777 kr. Verð áður: 4.850.777 kr. 50% afsláttur af lántökugjöldum 7 ára ábyrgð framleiðanda á öllum nýjum Kia bílum Afbragðsgóður gangur hefur ver- ið í framkvæmdum við Hús ís- lenskunnar á Melunum í Reykja- vík. Tugir starfsmanna hafa keppst við að slá upp fyrir undir- stöðum hússins og bílakjallara við það. Fram kemur í frétt á heimasíðu Framkvæmdasýslunnar að „hola íslenskra fræða“ eins og hún var gjarnan kölluð, sé óðum að fyllast af fagurlega mótaðri steinsteypu. Góð tíð undanfarið hafi gert starfsfólki á svæðinu mögulegt að komast ögn á undan áætlun. Búast megi við að botnplata húss- ins verði steypt að fullu í febrúar 2020, hamli vetrarveður ekki framkvæmdum úr hófi. Lilja Alfreðsdóttir menntamála- ráðherra og Guðrún Ingvars- dóttir, forstjóri Framkvæmda- sýslunnar, undirrituðu 30. ágúst síðastliðinn samning við Ístak um byggingu Húss íslenskunnar. Karl Andreassen, forstjóri verktakafyrirtækisins, undirritaði samninginn fyrir þess hönd. Framkvæmdir hafa því staðið yfir í rúman mánuð. sisi@mbl.is „Hola íslenskra fræða“ er nú óðum að fyllast Mynd/Framkvæmdasýslan „Holan fræga“ Steinsteyptir veggir fylla nú upp í grunninn á Melunum sem staðið hafði óhreyfður árum saman. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Vesturlands þess efnis að karlmaður skuli sæta nálg- unarbanni gagnvart ólögráða pilti næstu þrjá mánuði. Báðir foreldrar piltsins óskuðu eftir því við lög- reglu að maðurinn yrði settur í nálgunarbann gagnvart syni þeirra snemma í septembermánuði, en kynni tókust með manninum og piltinum er maðurinn dvaldi um skeið á lögheimili piltsins. Samkvæmt því sem fram kemur í greinargerð lögreglustjóra, sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms, hafði pilturinn lýst því að í fyrstu hefði honum liðið vel í samskiptum við manninn, en að undanförnu hefði hann orðið fyrir skömmum og aðkasti af hans hálfu, sem væru meðal annars þess efnis að pilt- urinn ætti að segja tiltekna hluti við barnaverndaryfirvöld sem eru með málefni og aðstæður piltsins til meðferðar. Úrskurðaður í nálg- unarbann gagnvart ólögráða pilti Fuglavernd hefur tekið saman upp- lýsingar á vef sínum, fuglavernd.is, um 37 sjófuglabyggðir við Ísland. Sjófuglabyggðir hér við land eru með þeim stærstu í heiminum og áætlar Náttúrufræðistofnun Ís- lands á vef sínum að á Íslandi verpi um 10 milljónir fuglapara og að 7,5 milljónir þeirra séu sjófuglar. Í tilkynningu frá Fuglavernd seg- ir m.a. að þessar sjófuglabyggðir séu allar alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði, svonefnd IBA-svæði, oftast vegna fjölda þeirra sjófugla sem reiða sig á þau. Eru 99 slík svæði skráð í heiminum í dag. Vefur um sjófugla- byggðir landsins Ljósmynd/Fuglavernd Langanes Sjófuglar á Stóra-Karli. Eignarhaldsfélagið Festi hf. og dótturfélögin N1, Krónan, Bakkans og ELKO skrifuðu í gær undir samning við Kolvið sem felur í sér að útreiknuð losun gróðurhúsa- lofttegunda vegna beinna áhrifa frá rekstri Festar og dótturfyrirtækj- anna verður kolefnisjöfnuð. Samn- ingurinn gildir fyrir tímabilið 2018 til 2019. Rúmlega 5.000 tré verða gróðursett til að framkvæma kol- efnisbindinguna, en það jafngildir um hektara af skóglendi árlega á þeim svæðum sem Kolviður hefur umsjón með. Áður hafa fyrirtæki í eigu Festar innleitt hugbúnaðar- lausn til að kortleggja og reikna út losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni. Kolefnisjafna starf- semi með trjám
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.