Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 ráðherra að mögulegt væri að ljúka smíði Sundabrautar fyrir árið 2030. Hugmyndin væri sú að bjóða allt verkið út, frá hönnun til fram- kvæmda, og fjármagna verkið með veggjöldum. Jafnframt boðaði ráð- herrann að stefnt væri að því í 1. áfanga að byggja lágbrú yfir Kleppsvík, frá Sundahöfn yfir í Gufunes. Þetta er nokkuð á skjön við niðurstöðu starfshóps sem skil- aði áliti í sumar. Hann taldi jarð- göng úr Laugarnesi yfir í Gufunes fýsilegasta kostinn. Í þessari fréttaskýringu verður skoðað hvernig lágbrú yfir Klepps- vík getur tengst Sæbrautinni. Um tvær leiðir er að ræða, öðru hvoru megin við verslunarmiðstöðina Holtagarða. Land tekið frá við Holtagarða Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010- 2030, sem samþykkt var í borgar- stjórn í nóvember 2013 og staðfest var af Skipulagsstofnun í byrjun árs 2014, er gert ráð fyrir því að Sunda- braut muni liggja milli Kleppsspít- ala og Holtagarða. Var tekið frá land í þessu augnamiði. Vegagerðin vildi að Sundabraut lægi frá Gufu- nesi yfir að Gelgjutanga, en þeirri útfærslu, sem var sú langódýrasta, var hafnað af borginni. Á Gelgju- tanga hefur sem kunnugt er verið skipulögð íbúðarbyggð, svokölluð Vogabyggð. Annar möguleiki hefur verið nefndur. Hann er sá að Sundabraut- in verði framhald af Holtavegi og síðan á brú yfir Kleppsvíkina. Eins og sjá má á meðfylgjandi loftmynd er mjög þrengt að gatna- mótum Holtavegar og Sæbrautar með byggingum og erfitt að koma þar fyrir mislægum gatnamótum að óbreyttu. Ef Sæbrautin yrði lögð milli Holtagarða og Kleppsspítala er meira landrými fyrir gatnamót. Í minnisblaði verkfræðistofunnar Eflu frá því í febrúar 2019, sem birt er með skýrslu starfshópsins um Sundagöng, er einmitt sýnt hvernig mislæg gatnamót á þeim stað gætu litið út. Myndin er birt hér með greininni til upplýsingar fyrir les- endur. Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010- 2030 segir m.a: „Í skipulaginu eru þó lagðar til ákveðnar breytingar sem tengjast Sundabrautinni og umhverfisáhrifum sem hún gæti valdið. Lagt er til að mislæg gatna- mót á Sæbraut verði felld út en í stað þeirra komi afkastamikil ljósa- stýrð gatnamót. Slík lausn drægi ekki einvörðungu úr fram- kvæmdakostnaði heldur gæti verið mun ásættanlegri fyrir umhverfis- áhrif á aðliggjandi byggð.“ Í huga leikmanns er erfitt að átta sig á því hvað „afkastamikil ljósa- stýrð gatnamót“ þýða í raun. Mis- læg gatnamót anna meiri umferð eins og gefur að skilja enda lagðist Vegagerðin gegn því að mislæg gatnamót yrðu felld út úr skipulag- inu. Eins og vegfarendur vita af eigin reynslu er nú þegar þung umferð um Sæbraut á virkum dögum og umferðarteppur myndast á álags- tímum. Í skýrslu starfshóps undir forystu Hreins Haraldssonar, sem skilaði áliti í júlí í sumar, er fjallað um kosti og ókosti lágbrúar yfir Kleppsvík:  Helsti kostur lágbrúar er sá að miðað við fyrirliggjandi gögn er það líklega ódýrasti kosturinn við það að þvera Kleppsvík. Lágbrú er sömu- leiðis besti kosturinn ef horft er til umferðar gangandi og hjólandi veg- farenda.  Helsti ókosturinn er áhrif á skipaumferð en ljóst er að undir lágbrú, hvort sem hún er 21-26 metra há eða lægri, munu flutn- ingaskip ekki sigla. Alla uppskipun innan brúarinnar myndi því þurfa að leggja niður eða færa utar, þó að ekki sé útilokað að gáma- og geymslusvæði yrðu áfram starfhæf innan hennar. Stóra myndin sýnir vel hvernig Sundabraut og lágbrú munu skera í sundur hafnarsvæði Sundahafnar. Hvor kosturinn sem valinn verður mun koma í veg fyrir að flutninga- skip geti lagt að Vogabakka, at- hafnasvæði Samskipa. Að auki myndu 4-6 hektarar hafnarsvæð- isins fara undir vegamannvirkin. „Sundabraut er sérstakt verkefni en af hálfu Faxaflóahafna hefur ver- ið bent á vankanta þess fyrir flutn- ingastarfsemina að leggja hana í gegnum farmsvæðin í Sundahöfn,“ sagði Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna í samtali við Morgun- blaðið 24. september sl. Gísli er að taka saman minnisblað þar sem lagt er mat á áhrif þeirra tveggja kosta sem starfshópurinn telur raunhæfasta á hafnsækna starfsemi við Sundahöfn, þ.e. jarð- göng og lágbrú. Gísli vonast til að geta skilað minnisblaðinu fyrir næsta stjórnarfund Faxaflóahafna í lok október. Tvær mögulegar leiðir að lágbrú  Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur á Sundabrautin að liggja milli Holtagarða og Kleppsspítala Morgunblaðið/Hallur Már Tveir möguleikar Þessi drónamynd sýnir þær tvær leiðir sem koma til greina fyrir Sundabraut á lágbrú yfir Kleppsvík að Gufunesi. Fyrir miðri mynd er Holtavegurinn og til vinstri á myndinni má sjá svæðið milli Holtagarða og Kleppsspítala, sem er nú á aðalskipulagi. Hvor leiðin sem valin yrði myndi valda því að flutningaskip gæti ekki siglt að Vogabakka, athafnasvæði Samskipa. Slaufur Þessi mynd gefur hugmynd um það hvernig gatnamót milli Klepps og Holtagarða gætu litið út. Lega Sundabrautar með lágbrú yfi r Kleppsvík Tveir valkostir Grunnkort/Loftmyndir ehf. Lágbrú í fram- haldi af Holtavegi yfi r í Gufunes Lágbrú frá Vatnagörðum yfi r í Gufunes HAMRAR GufuneshöfðiHoltagarðar Holt aveg ur Kleppur Sundahöfn Eimskip Samskip Sæ braut S æ b ra u t Gufunes FOLDIR RIMAR Elliðaárvogur Grafarvogur Kleppsvík FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Sundabraut hefur verið til umræðu í næstum hálfa öld, eða frá árinu 1975, þegar hún var fyrst sett fram í tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir árin 1975-95. Þegar orðið Sundabraut er sett inn á leitarvél Vegagerðarinnar koma upp meira en 100 niðurstöður. Í hinum nýja samgöngusáttamála ríkis og sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu, sem nær fram til ársins 2034, er Sundabraut ekki nefnd á nafn. Hins vegar hefur komið fram að Sundabraut sé meðal þeirra stóru verkefna sem mætti framkvæma í „sértækri gjaldtöku“ eins og það er orðað, og þá mögu- lega í einkaframkvæmd. Í viðtali við Morgunblaðið laugar- daginn 21. september sl. sagði Sig- urður Ingi Jóhannsson samgöngu- N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Kragelund stólar K 406
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.