Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Hjólastillingar Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is SAMEINUÐ GÆÐI „Umferðaröngþveitið á höfuð- borgarsvæðinu er að verða óbærilegt fyrir íbúa þessa svæðis. Snemma á morgnana og síðdegis er umferðin svo gríðarleg að fólk kemst lítið áfram. Þessi staða mála er ákaflega þreytandi fyrir þá, sem á annað borð eru á ferðinni á þessum tímum. Það liggur í augum uppi að samgöngu- kerfi höfuðborgarsvæðisins er ekki hannað fyrir þessa miklu umferð og sjálfsagt hefur fjölgun bíla orðið langt umfram það, sem reiknað var með. Öngþveitið er eftir sem áður staðreynd.“ Nú gætu lesendur haldið að þessi orð hefðu verið sett á blað í gær. Svo er nú ekki, heldur birtust þau í for- ystugrein Morgunblaðsins 1. nóvem- ber 2006. Fyrir 13 árum. Já, fyrir 13 árum! Grein sinni lýkur höfundur á þessa leið: „Þetta er mesti vandi íbúa höfuð- borgarsvæðisins.“ Einhvern tíma hefði þetta verið kallað neyðarástand. En er svarið við því meiri steypa, stál og malbik? Orsakir og afleiðingar Við Íslendingar erum sífellt að glíma við afleiðingar af öllum sköp- uðum hlutum. En allt of oft dettur engum heilvita manni í hug að takast á við orsök vandamálanna. Skáldið okkar sagði sem svo að í hvert sinn sem komið væri að kjarna máls hlypu Íslendingar út og suður. Hver kann- ast ekki við það? Okkur spekingum hér vestra renn- ur til rifja að fylgjast með þessum ógöngum Sæluborgar okkar allra, eins og Bjössi á Ósi kallar Reykjavík- ina. Hún er nefnilega höfuðborg allra Íslendinga. Ein geggjuð hugmynd að vestan Og er nú komið að erindinu: Á Íslandi eru í dag rúmlega 300 þúsund bifreiðar og önnur ökutæki á skrá. Sem sagt upp undir eitt stykki á mann. Okkur finnst að í stað þess að byggja endalaus samgöngu- mannvirki ætti að snarfækka öku- tækjum í umferðinni strax. Þá væri tekið á raunverulegri orsök vandans. Einkum á þetta við um Sæluborgina okkar. En á landsbyggðinni þurfum við fyrst og síðast að komast upp úr moldarvegunum og huga sérstaklega að þungaflutningum á landi með tilliti til sjóflutninga. Lýsingarorðið geggjaður er mjög vinsælt um þessar mundir. Og er rétt að spekingarnir að vestan slái nú fram rétt einni geggjaðri hugmynd- inni til umhugsunar fyrir landsmenn og ráðamenn þeirra. Við höfum nokkra reynslu af slíkri hugmynda- vinnu og er alveg ókeypis hjá okkur! Menn fái greitt fyrir minni akstur í stað steinsteypu Við leggjum til að ríkissjóður borgi mönnum fyrir að minnka akstur einkabíla eða aka þeim alls ekki. Með nútímarafrænni tækni ætti að vera hægt að framkvæma þetta auðveld- lega. Það er nú fylgst með öðru eins þessa dagana. Hver bíll fengi upp- hafskvóta um áramót, t. d. 20 þús. km miðað við meðalakstur einhver ár aft- ur í tímann. Síðan keyrði hann aðeins 10 þús. km á árinu. Ríkiskassinn myndi þá greiða fyrir 10 þúsund km sem ekki voru eknir. Til dæmis 50-75 kr. pr. kílómetra. Þeir peningar myndu fara beint út í hagkerfið í stað þess að festast í steypu, stáli og mal- biki og hvaðeina því tilheyrandi. Þetta eru að sjálfsögðu frum- hugmyndir til umræðu. Á þeim geta verið ýmsar útfærslur með skynsem- ina að leiðarljósi. Þjóðhagslegur sparnaður yrði væntanlega ómetanlegur! Þjóðhagslegur sparnaður yrði væntanlega gífurlegur af slíkum að- gerðum. Almenningur fengi mikla peninga í hendurnar í staðinn fyrir hrikalega kostnaðarsöm umferðar- mannvirki sem áður segir. Margt mundi breytast til batnaðar ef að lík- um lætur. Þörfin fyrir ný samgöngu- mannvirki myndi snarminnka. Kannski upp á nokkur hundruð millj- arða króna til lengri tíma litið. En viðhaldi núverandi vega mætti ekki gleyma og byggja vegi upp úr mold- inni í sveitinni. Umferðarslysum fækkaði væntanlega verulega. Sér- fræðingar spá að þau muni kosta allt að 50-60 milljarða á þessu ári. Og var einhver að tala um bílakjallara upp á tugi milljarða. Skotheld neðanjarðar- byrgi? Svo má hugsa sér eftirtaldar hliðarráðstafanir sem kallaðar eru: Sæluborgin mundi fjölga strætis- vögnum og hafa ókeypis í strætó fyrir alla. Fjölga ferðum um að minnsta kosti helming eða eins og til þarf. Borg og ríki í sameiningu hefðu sam- vinnu um að gera leigubíla eins ódýr- an og hagkvæman kost og hægt er svo almenningur sjái sér hag í að nota þá. Og svo auðvitað allir út að hjóla eins og þar stendur! Fella niður öll gjöld af reiðhjólum. En mesti ávinningurinn af þessari geggjuðu hugmynd er rúsínan í pylsuendanum: Það er auðvitað að- lögunin gegn komandi hörmungum sem allir vita hverjar eru. Um 95% sérfræðinga um heim allan eru sam- mála um að við séum á beinni leið til glötunar að óbreyttu. Ef unga fólkið fattar það ekki er vá fyrir dyrum, hvernig sem á er litið. Neyðarástandið í Sæluborginni: Er svarið við því meiri steinsteypa, stál og malbik? Eftir Hallgrím Sveinsson, Guðmund Ingvarsson og Bjarna G. Einarsson » Við leggjum til að ríkissjóður borgi mönnum fyrir að minnka akstur einkabíla eða aka þeim alls ekki. Með nútímatækni má framkvæma þetta auð- veldlega. Guðmundur Ingvarsson Hallgrímur er bókaútgefandi, Guð- mundur fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma á Þingeyri og Bjarni fyrrverandi útgerðarstjóri K.D. á Þingeyri. Hallgrímur Sveinsson Bjarni G. Einarsson Áður fyrr fóru Reyk- víkingar á bílum sínum í miðborgina, löbbuðu þar um og einnig Laugaveginn, sér til gamans. Nú er nánast búið að loka fyrir þessa skemmtigöngu borgar- búa. Þetta var reyndar á meðan Ísland var fyr- ir Íslendinga. Nú eru aftur á móti ferðamenn þeir mikilvægustu og Íslendingar þjónustulið þeirra og eiga að láta sem minnst fyrir sér fara svo þeir trufli ekki um of eðlilegt streymi ferða- manna um borgina og helst ekki fara um á einkabílnum svo menn tefji ekki bílaleigubíla ferðamanna. Engin áform eru um að fækka bíl- um ferðamanna í borginni, þó að þeir séu um ein og hálf milljón á ári. Átroðninginn eiga íbúarnir að taka á sig með því að greiða veggjöld í borginni, þó að Reykvíkingar hafi borgað gatnakerfið með útsvarinu og tekju- skattskerfinu þá eiga þeir að borga gatna- framkvæmdir aftur með veggjöldum vegna ofurálags ferðamanna. Þetta er ekki mikið mál fyrir alþingismenn og aðra hátekjumenn því þeir eru yfirleitt á bílum sem ríkið rekur eða fyrirtækin sem hálaunamenn vinna hjá. Það eru því verkamenn sem verða verst úti vegna þessa skattstofns Framsóknarflokksins og Samfylkingar í borginni með stuðn- ingi frá Vinstri grænum. Ég tel að heppilegri leið væri að banna bíla- leigubíla ferðamanna í borginni og hafa strætó sem gengi á ákveðna staði fyrir ferðamenn, að minnsta kosti þar til gatnakerfið væri tilbúið að taka á móti allri þeirri umferð og álagi sem ferðamönnum fylgir. Það er ekki eðlilegt að átroðningur ferða- manna sé svo mikill að þjóðin bogni undan álaginu. Neyðist jafnvel til að yfirgefa svæðið og eftir verði þeir ein- ir sem hafa aðeins einn hæfileika, kunna að eyða peningum. Veggjaldakerfið þarf nauðsynlega að taka til skoðunar hjá stéttarfélög- unum því þarna er um verulega tekju- skerðingu að ræða umfram það sem var til staðar þegar kjarasamningar voru gerðir og eyða upp skattalækk- unum sem lofað var í síðustu kjara- samningum. Þarna er ráðherra að læðast ofan í vasa manna og ná sér í peninga til framkvæmda. Veggjöld koma einnig mjög illa niður á eldri borgurum sem enn búa á eigin heim- ili, þeir eru hreinlega háðir því að nota bílinn til að sækja þá þjónustu sem þeir þurfa. Mér finnst að við kjósendur höfum verið óheppnir með töluverðan hluta þess hóps sem okkur var boðið upp á að kjósa í síðustu kosningum. Sumir starfa eins og allt eigi að snúast um þá og þeir séu allt of fínir til að vinna með sumum þingmönnum. Þingmenn eru kosnir af þjóðinni og þeir eiga allir að vinna saman að málum þjóðarinnar, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Verði þingstörfin þingmanni of- viða vegna andúðar á samstarfs- mönnum á hann þann kost að víkja af þingi og varamaður taki við. Við kjós- endur ættum ekki þurfa að hlusta endalaust á eineltisröfl gagnvart ákveðnum þingmönnum. Tíma þings- ins væri betur varið í þarfari umræðu. Eru verkefnin þingmönnum og borgarstjórn ofviða? Eftir Guðvarð Jónsson » Veggjaldakerfið þarf nauðsynlega að taka til skoðunar hjá stétt- arfélögunum því þarna er um verulega tekju- skerðingu að ræða um- fram það sem var til staðar þegar kjara- samningar voru gerðir. Guðvarður Jónsson Höfundur er eldri borgari. Það var athygl- isvert að fylgjast með umræðu á hinu háa Alþingi okkar að kvöldi hins 11. sept- ember sl. Þar tóku þeir til máls þing- menn okkar hver af öðrum og í fram- söguræðu sinni ræddi forsætisráðherra okk- ar, Katrín Jakobs- dóttir, af miklum myndugleika um hin ýmsu mál sem liggja fyrir þingi okkar að leysa úr sem og þau sem helst og fremst hvíla þungt á okkur jarðarbúum, nefni- lega umhverfismálin. Þar fór hún skörpum orðum um þann vanda sem að okkur Íslendingum sem og öllum jarðarbúum steðjar með ógnvænlegum áhrifum hlýnunar á jörð okkar. Þurfum við ekki að leita langt til að sjá með eigin aug- um þau skelfilegu áhrif sem hin miklu hlýindi hafa á plánetu okkar. Skoðum árið sem er að líða: Hin miklu hlýindi suður um alla Evr- ópu og ekki bara suður um álfuna heldur einnig í austri, í Rússlandi, hjá þjóð sem hefur í gegnum ald- irnar treyst á siglingar á stór- fljótum sínum vítt og breitt um hið mikla land sem þeir búa í. Fréttamiðlar heimsins voru ekki bara fullir af fréttum af því að siglingar stöðvuðust víða á stór- fljótum þessa stóra lands vegna þess að þær voru vatnslitlar eða vatnslausar vegna hinna miklu þurrka sem gengið hafa í landinu, en Rússar hafa í þúsundir ára get- að treyst á siglingar á stórám sín- um og það var ekki bara að sigl- ingar stöðvuðust vegna þurrka, heldur barðist rússneska þjóðin við mikla þurrka og skógarelda í norð- urhéruðum sinum og það í norð- anverðri Síberíu sem þekkt er fyr- ir sína köldu veðráttu. Það liggur við að menn skjálfi af kulda þegar minnst er á Síberíu en þar hafa svo miklir skógareldar geisað að ekki dugði að slökkvilið Rússana berðust við eldana heldur varð að kalla á aðstoð rússneska hers- ins til aðstoðar við slökkvistörf. Hugsið ykkur, þetta var norð- an heimskautsbaugs, hafa einhverjum dottið í hug skógareldar norðan baugs- ins? Reyndar börðust Kan- adamenn einnig við skógarelda í sínum heimskautahéruðum. Dettur virkilega einhverjum í hug að forsætisráðherra okkar sé að fara með rangt mál þegar hún varar við hinum ógnandi áhrifum mengunar á jörð vora. Stöldrum við og leggjum vandlega við hlust- ir. Föllum ekki sjálf í hina válegu gildru að horfa fram hjá þeim áhrifum sem alls staðar blasa við á jörð okkar og hrópum húrra fyrir forsætisráðherra okkar. Hún lengi lifi og megi góður guð vera með henni á hennar ferli. Áfram Katr- ín, hvikaðu hvergi frá þinni heil- næmu braut og skoðunum. Það kann að muna um rödd okkar þó að ekki séum við stór þjóð. Við er- um þó á norðurslóð þar sem þess- ara áhrifa kann að gæta fyrr og meir en í öðrum hlutum heimsins. Samanber bráðnun hafíssins og opnun siglingaleiða um norðurhvel jarðarinnar. Eldhúsdags- umræður þing- manna okkar Eftir Hjálmar Magnússon Hjálmar Magnússon » Föllum ekki sjálf í hina válegu gildru að horfa fram hjá þeim áhrifum sem alls staðar blasa við á jörð okkar. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.