Morgunblaðið - 03.10.2019, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 03.10.2019, Qupperneq 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Mál mitt „Ingimund- ur Kjarval gegn Reykjavíkurborg“ verður tekið fyrir í vet- ur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Málið snýst um erfðamál Jó- hannesar Kjarval list- málara. Réttarhaldið um hvort skipa eigi matsmann til þess að meta dagbókarbrot Guðmundar Alfreðs- sonar sem segir frá meintum munn- legum leynilegum gjafagerningi Kjarvals á eignum sínum til Reykjavíkurborgar, þar á meðal meira en 5.000 listaverkum. Borgarlögmaður vill að málinu sé vísað frá vegna þess að ég sé einn fleiri erfingja. Ástæður eru fyrir því að ég er einn þó að aðrir í fjölskyld- unni hafi stundum verið með, skrifað undir og mætt í réttarsali. Móðir mín Guðrún Kjarval, tengdadóttir Kjarvals, í vitnatöku: Guðrún kveðst minnast þess eins að hún hafi hitt Baldur Guðlaugsson í Kaupmannahöfn. Hann hafi gert boð á undan sér og hafi hún hitt hann á veitingastað á Hótel Angleterre. Hún kveðst telja að þetta hafi verið í ágúst 1982. Hún kveðst hafa upplifað þennan fund sem fyrirmæli eða hót- un um að hún ætti ekkert að gera í málinu. Kolbrún systir í Héraðsdómi Reykjavíkur: Lögmaður: Manst þú eitthvað eftir því hvernig hún lýsti upplifun sinni af þeim fundi? Kolbrún: Ja, það er bara eina sem ég man að hún sagði: mér var hótað. Það er það sem ég man. Hrafnhildur systir í Héraðsdómi Reykjavíkur: „Vonleysi og fyrst og fremst fyrstu árin eftir að pabbi dó vorum við í sjokki því hann dó mjög skyndilega, hann hafði ekki legið lengi á spítala og svo var talað um að þetta væri fyrnt og við höfðum ekki bolmagn til þess að standa í því að fara í mál fyrr en svo að það er tekið upp af bróður mínum.“ Jóhannes bróðir starfaði hjá Reykjavíkurborg og ég tel að Reykjavíkurborg hafi haldið honum í gíslingu. Jóhannes átti við áfengis- vandamál að stríða um tíma sem hann náði svo tökum á og ég trúi því að Jóhannes hafi verið endurráðinn hjá borginni frá Hafnafjarðarbæ með þeim skilyrðum að þetta mál væri dautt, að hann hafi lofað því á fundi með Davíð Oddssyni þá borg- arstjóra, Hjörleifi Kvaran þá borg- arlögmanni og Vilhjálmi Þ. Vil- hjálmssyni seinna borgarstjóra. Vilhjálmur ónefndi maðurinn. Jóhannes bróðir í Héraðsdómi Reykjavíkur: „Ég fór á fund borg- arstjóra Davíðs, sem sagt niður í Austurstræti 16, þá voru borgar- skrifstofurnar þar og hann var þar við annan mann, Hjörleif Kvaran, sem sagt borgarlögmaður var á fund- inum og þriðji maður, allir löglærðir. Þar sagði ég af minni afstöðu til þessa eignarhalds en vildi fá ein- hverja samvinnu um að vinna að þessum málum.“ Jóhannes lagðist algjörlega gegn því að ég ræki þetta mál og þess vegna að móðir okkar neitaði að skrifa undir í upphafi, gerði það seinna, aðeins vegna þess að Ása dótt- ir afa skrifaði undir að ég gat haldið áfram. Ekki fullyrðingu út í hött að Reykjavíkur- borg hafi haldið bróður mínum í gíslingu og ætti að vera hægt að finna gögn um það. Baldur Guðlaugsson gerði skýrslu um þetta mál á vegum fjölskyldunnar árið 1982, bara að skýrslan fór aldrei til hennar heldur Davíðs Oddssonar þá borgarstjóra. Á hana er handskrifað „13.4. 2022 Trúnaðarmál“. Jóhannes bróðir kemst yfir skýrsluna hjá Reykjavíkurborg en stingur henni líka undir stól í mörg ár, lætur aðra í fjölskyldunni ekki sjá hana. Enn ein sönnunin að Jóhannes var gísl hjá Reykjavíkurborg. Svala Thorlacius, fyrsti lögmaður í málinu, fékk veður af skýrslunni og leitaði eftir henni hjá Hjörleifi Kvar- an þá borgarlögmanni. Hjörleifur í skýrslutöku í Héraðs- dómi Reykjavíkur: „Á þessum tíma þegar ég átti viðræður við Svölu sem þá var að vinna í þessu fyrir eitt af barnabörnum Jóhannesar að þá af þessu tilefni ræddi ég við Baldur og fór yfir málið með honum og hann hérna var nú ekki svona mjög fús til að rifja upp þau atriði við mig sem hann hafði verið að vinna fyrir sitt fólk þarna tíu árum áður. Ég ætlaði að fá hann til þess að staðfesta þetta minnisblað og hann óskaði eftir því að það væri ekki gert.“ Ekkert í skýrslu Baldurs segir að Guðmundur Alfreðsson hafi verið viðstaddur meintan munnlegan og leynilegan gjafagerning afa árið 1968. Farið var nákvæmlega yfir hverjir áttu að hafa verið viðstaddir. Ekkert í dagbókinni sjálfri um að Guðmundur hafi verið viðstaddur, dagbókin samt gerð að afgerandi samtíma sönnunargagni, dómsmorð var það. Í dag erum við Kolbrún og María systur mínar eftir af okkar kynslóð og svo Mette dóttir Ásu. En ég einn í þessari málsókn. Ástæðan er ekki að aðrir í fjölskyldunni trúi dagbókinni, móðir mín þekkti tengdaföður sinn, vissi og sagði oft að hann hefði aldrei gefið allt sitt frá sér eins og lýst er í dagbókinni. Reykjavíkurborg tæmdi vinnu- stofu afa 1968 stuttu áður en hann var sviptur sjálfræði og meira en 5.000 listaverk keyrð leynilega og án vitundar fjölskyldunnar í geymslu, falin þar í 17 ár þangað til faðir minn var látinn. Eina meinta samtíma skjalfesta heimildin að afi hefði gefið allt sitt munnlega og leynilega er þessi dag- bók. Þetta réttarhald í Héraðsdómi Reykjavíkur verður svo leikhús fá- ránleikans, leikararnir þeir löglærðu, vitandi að gróf dómsmorð voru fram- in, þeim, réttarkerfi Íslands og þjóð- inni allri til stórskammar sem verður munað eftir í aldir. Málið „Ingimundur Kjarval gegn Reykjavíkurborg“ í héraðsdómi Eftir Ingimund Sveinsson Kjarval » Þetta réttarhald í Héraðsdómi Reykjavíkur verður svo leikhús fáránleikans. Ingimundur Sveinsson Kjarval Höfundur er bóndi í Bandaríkunum. ikjarval@gmail.com Atvinna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.