Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 ✝ Sigríður AnnaLilja Jóhanns- dóttir fæddist í Gröf á Höfðaströnd 7. september 1929. Hún lést á Grund, dvalar- og hjúkrun- arheimili, 14. sept- ember 2019. Sigríður var dóttir hjónanna Ólafíu Sigurðar- dóttur húsmóður og Jóhanns Sigfússonar, útgerðarmanns í Vest- mannaeyjum og síðar báta- og skipasala Í Reykjavík. Bræður Sigríðar eru Haukur, f. 18. nóv- ember 1932, maki Emma Krist- jánsdóttir, Birgir, f. 5. desember 1938, maki Kolbrún Stella Karlsdóttir, og Garðar, f. 17. ágúst 1943, maki Svanhvít Árnadóttir. Sigríður bjó í foreldrahúsum í Vestmannaeyjum fram að tví- tugu en þá fluttist hún til Reykjavíkur. Hún giftist Pálma S. Rögnvaldssyni rafvirkja- meistara, f. á Ak- ureyri 12. október 1928, d. 4. janúar 2014, árið 1952. Sigríður og Pálmi voru meðal frumbýlinga í Kópavogi og héldu heimili þar meðan heilsan leyfði. Auk húsmóðurstarfa sinnti Sigríður verslunarstörfum um árabil. Sigríður og Pálmi eignuðust fjögur börn: 1) Óli Jóhann, f. 8. júlí 1952, d. 2. febrúar 2010, 2) Hrönn, f. 14. nóvember 1954, maki Sævar Guðbjörnsson, 3) Rögnvaldur, f. 5. júní 1960, maki Ágústa G. Sigurbjörnsdóttir, og 4) Örn, f. 11. júní 1962, maki Anna Karen Káradóttir. Ömmu- börnin eru 12 og langömmu- börnin 18. Útför Sigríðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 3. októ- ber 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Ég naut þeirrar gæfu að vera uppáhaldstengdasonur hennar Siggu, enda sá eini. Þeirra for- réttinda naut ég ríkulega því hún vildi allt fyrir þennan eina gera. Ósjaldan hóaði þessi glaðlynda kona í mig og mína til að halda mér brauðsúpuveislu, allt frá því hún komst að því að mér finnst brauðsúpa lostæti. „Má ekki bjóða þér meira?“ var oft við- kvæði hjá henni, einkum þegar hún var nýbúin að bæta aftur hressilega á diskinn. Sigga veitti ætíð vel, hvort sem það var brauðsúpa eða annað lostæti sem hún galdraði fram af natni. Hún veitti einnig vel af væntumþykju og hlýju, en bón- betri manneskja var vandfundin. Sama hvort það snerist um að stytta buxur, baka fyrir veislur eða gæta barna, alltaf var hægt að leita til hennar í þeirri full- vissu að vel yrði tekið í bónina og allt leyst vel af hendi. Vænst þótti mér um hversu umhugað Siggu var um velferð barnabarna sinna, en hún var amma af bestu gerð. Hún fylgdist vel með uppvexti þeirra og líðan frá degi til dags, alltaf boðin og búin að sinna þeim og veita þeim andlega og líkamlega næringu. Þau voru lánsöm að eiga að ömmu Siggu og afa Pálma og að fara til afa og mömmu í Kópavogi var alltaf tilhlökkunarefni. Sigga og Pálmi kynntust í Vestmannaeyjum, heimabæ hennar, og stofnuðu heimili í Kópavogi, þar sem þau bjuggu allar götur síðan. Það reyndist gæfuspor að gerast frumbýlingar í þessum vaxandi bæ en þar bundust þau vináttuböndum mörgu góðu fólki sem stóð í sama uppbyggingarbasli og þau. Sigga sinnti húsmóðurhlut- verkinu af kostgæfni: Saumaði og prjónaði föt á börnin og tók að sér uppeldi sonardóttur sinnar. Með- fram því sinnti hún verslunar- störfum og vann um árabil við góðan orðstír í versluninni Drangey við Laugaveg. Sigga var einstaklega söngelsk og snerist tilveran mikið um kórastarf, þar sem hún eignaðist góðar vinkonur fyrir lífstíð. Tengdamamma var mikil fjöl- skyldumanneskja og átti í góðu sambandi við foreldra sína og sinnti þeim af alúð á efri árum þeirra. Einnig áttu bræður og mágkonur stóran sess í huga hennar og voru samverustundir með þeim yfir kaffibolla eða á ferðalögum henni dýrmætar. Vestmannaeyjar voru æsku- stöðvarnar en þangað leitaði hug- ur Siggu alla tíð. Hún ræktaði samband sitt við vinkonur úr Eyjum og hitti fermingasystkin sín reglulega. Eyjafjöllin og fólk- ið þar var heldur aldrei langt undan. Þar átti hún stóran frændgarð sem hún sinnti af sinni alkunnu alúð. Nú hefur Sigga fengið hvíldina og kvatt södd lífdaga, en minn- ingarnar um einstaka og yndis- lega konu lifa áfram hjá uppá- haldstengdasyninum og öllu hans fólki. Sævar Guðbjörnsson. Amma Sigga var besta amma sem nokkur gat eignast og með henni er fallin frá ein af stóru manneskjunum í lífi okkar. Hún hafði mikla trú á barnabörnunum eins og öllu sínu fólki. Hún var alltaf til í að hlusta og fylgdist vel með því sem við vorum að bralla. Það stafaði af henni jákvæðri orku og gleði sem hún varðveitti alveg fram í það síðasta. Það má nánast halda því fram að hún hafi kvatt þennan heim með bros á vör. Amma var hláturmild og mús- íkölsk. Hún fór létt með að stilla gítar eftir eyranu og spilaði undir söng í veislum. Hún var iðulega raulandi, átti plötusafn með meisturum klassíkurinnar og fót- stigið orgel. Aldrei byrsti amma sig þótt við fiktuðum í orgelinu og vissum ekki hvaða tilgangi vox humana-stöngin þjónaði. Svo rík var þolinmæði hennar og skiln- ingur á þörf barna fyrir leik. Amma var nýtin og hjá henni léku þrjár kynslóðir með sömu leikföngin. Diskarnir sem við ól- umst upp við voru síðar notaðir af börnum okkar sjálfra undir skonsur, ristað brauð eða köku- sneið. Við höfðum á ömmu mikla matarást. Hunangskakan hennar var best og mömmukökur hefðu betur heitið „ömmukökur“. Það var lýsandi fyrir ömmu að hún eldaði gjarnan grjónagraut ofan í okkur þrátt fyrir að henni fyndist hann ekki góður sjálfri. Hún nostraði við grautinn, sem var nokkuð þunnur, og sauð hann vel svo grjónin urðu mjög mjúk. Fyr- ir börn útivinnandi fólks var það fádæma lúxus. Það var gaman að heimsækja ömmu Siggu í Drangey á Lauga- vegi. Kaffistofan með kassastæð- um sem teygðu sig nánast upp í loft var sveipuð ævintýraljóma. Slæðu- og hanskasafnið var upp- spretta ótal leikja. Amma var brú yfir í fortíðina. Hún fæddist í torfbæ í Gröf á Höfðaströnd, hún upplifði gamla tímann og komu nútímans í Vestmannaeyjar. Í gegnum sögurnar af því þegar henni var hent í land í brimróti, um vatnsskort í Eyjum, hvernig afi hennar bjó í kamersi á Núpi, fræddumst við um líf forfeðra okkar og -mæðra. Fyrir tilstuðl- an ömmu erum við tengd Eyja- fjöllum sterkri taug því hún ræktaði ævilangt vináttu við frændfólk okkar þar. Það var varla hægt að heim- sækja ömmu án þess að Vest- mannaeyjar bæri á góma. Hún hafði á þeim ótrúlegt dálæti og sem afkomandi hennar er ekki hægt að upplifa Eyjar án þess að hafa hana í huga. Óskrifuð regla var meðal okkar barnabarna hennar að í hvert skipti sem farið var til Eyja hringdi maður í ömmu og lét hana vita. Henni þótti vænt um að fá póstkort frá hinum ýmsu stöðum í heiminum og átti hún mikið safn korta frá ferðalögum sem oftar en ekki prýddu ísskápinn í Gullsmáran- um. Af prjónum ömmu streymdi hver flíkin á fætur annarri enda var hún bæði iðin og flink í hönd- unum. Amma vílaði heldur ekki fyrir sér að sauma dúkkuföt, apaskinnsbuxur og jafnvel stór- svigsgalla. Þeir hlutir eru löngu týndir en peysurnar hennar munu ylja okkur um ókomna tíð rétt eins og minningin um hina lífsglöðu, barngóðu og söngelsku ömmu. Amma Sigga skilur eftir sig stórt skarð en við kveðjum hana með hlýju í hjörtum. Kári Jóhann Sævarsson Arna Ýr Sævarsdóttir Ívar Sævarsson. Amma Sigga var ekki aðeins móðir föður míns, hún var líka vinkona mín og sannkallaður klettur í fjölskyldunni. Alltaf brosandi, alltaf létt og kát og raulandi lag fyrir munni sér. Hún var baklandið sem aldrei brast. Baklandið hans afa, barnanna sinna og okkar barnabarnanna og loks barnanna okkar. Það gengur ýmislegt á í lífi okkar allra, en ég held að mér sé óhætt að lýsa ömmu Siggu þannig að hún hafi átt farsælt líf. Til hennar var gott að koma og átti hún ráð undir rifi hverju. Þannig var amma að allt sem hún gerði þótti okkur barnabörnunum best í heimi og allt sem hún gerði, gerði hún svo vel. Hún gleymdi aldrei afmælisdegi fólksins síns og prjónaði á alla nýja afkomendur eins lengi og hún gat og bauð alla velkomna sem að hennar borði komu. Hún var einstaklega já- kvæð og góð kona, sannkölluð ættmóðir. Ég er þakklát fyrir að börnin mín hafi fengið að kynnast ömmu Siggu. Hin síðari ár var konan sem við elskuðum svo heitt orðin fjarlægari okkur og andinn að hverfa í aðrar lendur. Aldurinn færðist allt í einu hratt yfir og loks kom að hún sjálf varð eflaust hvíldinni fegin. Það er falleg til- hugsun að afi Pálmi og Óli frændi hafi verið fremstir í móttöku- nefndinni á himnum að taka á móti söngdísinni miklu. Mikið held ég að sé gaman hjá þeim öll- um nú. Hvíl í friði, elsku besta amma mín og takk fyrir allt. Minning þín lifir í hjörtum okkar allra. Þín Kolfinna Von. Ég kveð með söknuði mína yndislegu vinkonu, hana Siggu. Hún lést þann 14. september sl. á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, þar sem hún dvaldi síð- ustu 15 mánuðina. Við Hreiðar hittum hana á 90 ára afmælisdegi hennar, 7. sept- ember, og ég fann svo vel að ég var að kveðja mína kæru vinkonu í síðasta sinn. Hún var þá hætt að geta talað en fannst mér ég sjá bros úr augum hennar til mín. Við Sigga vorum búnar að þekkj- ast í 50 ár og áttum mikið saman að sælda. Söngur var okkar sam- eiginlega áhugamál og vorum við saman í hinum ýmsu kórum, síð- ast í Senjorítunum. Sigga hafði bjarta og létta rödd og var sér- lega músíkölsk. Við tengdumst enn sterkari böndum er við bjuggum í návígi hvor við aðra hér í Kópavogi. Í mörg ár fórum við í gönguferðir, þá aðallega um dalinn okkar góða, og var Sigga mín frá á fæti og ég, 14 árum yngri, mátti hafa mig alla við að halda í við hana. Aldrei fann ég fyrir þessum ald- ursmun á okkur og betri og tryggari vinkonu hef ég aldrei átt, við gátum hlegið svo mikið og spjallað saman um allt á milli himins og jarðar. Sigga var mörgum góðum kostum búin, var flink að sauma og þá ekki síður að prjóna, en peysurnar hennar voru algjört listaverk. Alltaf þótti mér gott að leita til hennar ef ég var strand í prjónaskapnum, þá reddaði hún málunum auðveldlega. Við vorum duglegar að heimsækja hvor aðra og fastur liður í fjölda ára hjá okkur var að fara í Bónus á föstu- dögum og versla. Eftir hverja verslunarferð var einnig fastur liður, hreinlega skylda, að enda ferðina heima hjá Siggu og fá kaffi og meðlæti. Hún var sífellt bakandi, hunangskakan hennar var algjört lostæti. Einnig gerði hún gott rúgbrauð sem hún gaf mér oft góðan bita af, svo gjaf- mild var hún. Sigga var mikill vinur vina sinna og lifði fyrir fjöl- skyldu sína og sinnti henni af al- úð. Eiginmaður hennar, Pálmi, hafði dvalið á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í nokkur ár áður en hann lést 2014, en þau hjón voru sérlega samhent og náin. Gott fannst mér að geta lagt Siggu lið og gerði ég það m.a. með því að vera bílstjóri hennar þegar á þurfti að halda eins og t.d. á kór- æfingar. Við Sigga mín vorum nánar og reyndi ég að fara eins oft til hennar á Grund og ég gat, oft Hreiðar líka. Í heimsókn minni sungum við mörg lög sam- an, því mín kona mundi alla texta og hafði unun af söng. Hreiðar hlustaði á og sagðist vera bestur í klappliðinu. Söngurinn gaf okkur svo mikið og sameinaði og virðist hann vera það síðasta sem er tek- ið af fólki sem fær þennan skelfi- lega sjúkdóm, alzheimer. Líkt og við Sigga töluðum oft um, ætlum við að halda áfram að syngja saman í Sumarlandinu góða, þeg- ar minn tími kemur. Kæra Hrönn, Rögnvaldur, Örn og fjölskyldur, við Hreiðar vottum ykkur öllum innilega samúð, minning um yndislega konu lifir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín söngsystir og kær vinkona, Ragna. Í nýlegum sunnudagsbíltúr á Þingvöllum þar sem haustlaufin skörtuðu sínum fegursta lit rifj- aðist upp atvik frá sama árstíma 1995. Þá söfnuðum við saman fal- legum birkigreinum til að nota til útstillingar í versluninni Drang- ey á Laugavegi. Mikill spenning- ur var í loftinu hjá mér og mínum manni, búið var að endurnýja verslunarhúsnæðið, kaupa inn nýjar vörur og framtíðin í versl- unarrekstri óskrifað blað hjá okkur. Við tókum við rótgrónu far- sælu fyrirtæki úr höndum sömu fjölskyldunnar og nú þurfti að sanna sig. Ein farsælasta ákvörð- unin var að ráða áfram í vinnu hana Siggu, sem hafði unnið ár- um saman í versluninni. Hún var ekkert unglamb heldur lífsreynd, hæfileikarík og umfram allt af- brags starfsmaður. Kvik á fæti og með bros á vör leysti hún vanda viðskiptavina og kenndi mér öll sölutrixin. Hún gekk í öll verk óbeðin, hvatti okkur áfram og átti ríkan þátt í daglegum rekstri. Sigga varð okkur sannur vinur. Hún fylgdist vel með stækkun fjöl- skyldunnar í gegnum árin og nutu barnabörnin mín þess að fá fallega prjónaðar flíkur frá henni þegar þau fæddust, jafnvel eftir að hún lét af störfum. Þegar Sigga varð sjötug þótti henni nóg komið og ákvað að hætta að vinna. Þá bjó hún í stuttu færi við Drangey í Smára- lind og reglulega leit hún við, skoðaði vöruúrvalið og gjarnan með eitthvað nýbakað með kaffinu. Við þökkum henni samfylgd- ina og vottum fjölskyldu hennar samúð við fráfall þessarar mætu konu. María Maríusdóttir. Ekki man ég hvenær ég hitti heiðurskonuna Sigríði Jóhanns- dóttur fyrst en hún og samstarfs- konur okkar í versluninni Drang- ey voru órjúfanlegur og dýrmætur hluti af lífi mínu og fjölskyldu minnar í áratugi. Sigga var einstök manneskja sem mér þótti óskaplega vænt um og er þakklát fyrir að hafa kynnst. Hún var hlý og góð, heilsteypt, glögg og mikill dugnaðarforkur. Hún var óvenju snögg að öllu, miklaði ekkert fyrir sér og var svo létt í lund að eftir var tekið – brosið hennar náði svo sannar- lega til augnanna. Það var virki- lega gott og gefandi að ræða við Siggu, hún var ráðagóð, víðsýn og einstaklega lausnamiðuð. Sigga var sérlega tápmikil, létt í spori og gekk óvenju hratt. Hún var búin að öllu sem fyrir lá á mettíma og bætti í frekar en hitt. Sem unglingur var ég oft gáttuð á því hve atorkusöm hún var og leit á hana sem fyrirmynd í dugnaði þó að ég ætti ekki möguleika á að ná henni. Hún var sannur Vestmannaey- ingur og hélt tryggð við Eyjarn- ar, afar músíkölsk eins og margir sem þaðan koma og söng lengi í kór. Það er óhætt að segja að and- inn í Drangey hafi verið einstak- ur og ógleymanlegur. Þegar við hjónin fluttum á efstu hæðina á Laugavegi 58 urðu samskiptin enn meiri og aldrei bar skugga á. Kaffistofan í Drangey var mitt annað heimili í mörg ár og þang- að var yndislegt að koma. Það var engin lognmolla í partíum þegar Sigga mætti með gítarinn og vel var tekið undir og hlegið út í eitt að fádæma skondnum atvikum sem upp komu í versluninni í gegnum árin. Þó að söngurinn sé þagnaður lifir dýrmæt og falleg minning um Siggu sem aldrei gleymist þeim sem henni kynntust. Börnum hennar og fjölskyld- um þeirra sendum við Óli inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigríðar Önnu Jóhannsdóttur. María Ammendrup. Sigríður Anna Jóhannsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, SJÖFN ÍSAKSDÓTTIR Lækjasmára 2, Kópavogi, lést á Hrafnistu Boðaþingi föstudaginn 27. september. Hún verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 9. október klukkan 14. Þórður Magnússon Haukur V. Gunnarsson Halla B. Harðardóttir Ísak Þórðarson Steinunn Sigurðardóttir Harpa Þórðardóttir Ingibjörg Þórðardóttir Gylfi Hauksson barnabörn og barnabarnabörn Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar og ömmu, ÞURÍÐAR ELÍNBORGAR HARALDSDÓTTUR, áður Fosstúni 6, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Áss í Hveragerði fyrir kærleiksríka umönnun. Haraldur Snorrason Ingólfur Snorrason og barnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.