Morgunblaðið - 03.10.2019, Side 56
56 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019
Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
VANTAR ÞIG
AUKAPENING?
Óskum eftir starfsfólki í
dreifingu, skoðaðu málið á
www.postdreifing.is
stigunum og komst yfir, 68:67. KR
svaraði því og komst í 71:68.
Eftir æsispennu skoraði Sanja
Orazovic fyrir KR og kom liðinu í
80:79, 13 sekúndum fyrir leikhlé.
Keflavík fékk tækifæri til að tryggja
sér sigurinn hinum megin. Það tókst
ekki og KR-ingar fögnuðu vel.
Haukar unnu Skallagrím í Borg-
arnesi eftir að hafa verið þremur stig-
um undir þegar lokafjórðungurinn
hófst, 56:53. Haukar náðu forystunni
þegar rúmar tvær mínútur voru til
leiksloka og unnu að lokum 72:66, eft-
ir að heimakonum mistókst að skora
á síðustu fjórum mínútum leiksins.
Lovísa Björt Henningsdóttir skoraði
18 stig fyrir Hauka og var stigahæst í
sínum fyrsta leik eftir heimkomuna
frá Bandaríkjunum.
Sigrar Snæfells á Breiðabliki og
Vals gegn nýliðum Grindavíkur voru
mun öruggari. Snæfell vann 76:48-
sigur, þar sem finnska landsliðskonan
Veera Pirttinen skoraði 20 stig, og
meistarar Vals 96:49 þar sem Kiana
Johnson var stigahæst með 23 stig.
KR vann naum-
an sigur á Keflavík
Morgunblaðið/Hari
Rimma Hildur Björg Kjartansdóttir er komin aftur í íslensku deildina og glímir hér við Daniela Wallen.
Í VESTURBÆ
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
KR fer vel af stað í Dominos-deild
kvenna í körfubolta. KR-ingar höfðu
betur gegn Keflavík, 80:79 á heima-
velli í gærkvöld í æsispennandi leik
þegar fyrsta umferðin fór fram.
Keflavík byrjaði ögn betur, en KR
tókst að jafna fyrir hálfleik. KR
komst svo tíu stigum yfir í seinni hálf-
leik en Keflavík neitaði að gefast upp.
Eftir spennandi lokamínútur höfðu
KR-ingar að lokum betur.
Keflavík var litlu skrefi á undan
stærstan hluta fyrri hálfleiks, en
munurinn varð aldrei meiri en fimm
stig. KR skoraði fimm síðustu stigin í
hálfleiknum og jafnaði í 37:37.
Keflavík byrjaði ögn betur í seinni
hálfleik og komst aftur fimm stigum
yfir. Þá tók KR við sér og sérstaklega
Sanja Orazovic sem skoraði hvert
stigið á fætur öðru. KR var komið níu
stigum yfir þegar þriðji leikhluti var
hálfnaður, 56:47.
Staðan fyrir fjórða og síðasta leik-
hlutann var 65:54, KR í vil. Keflavík
byrjaði fjórða leikhlutann með látum
og skoraði fjórtán af fyrstu fimmtán
Háspenna í Vesturbænum
Íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu, skipað leikmönnum 19 ára
og yngri, vann öruggan 6:0-sigur
gegn Grikklandi í fyrsta leik sínum
í undankeppni EM í Fossvogi í gær.
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði
tvívegis og Helena Ósk Hálfdán-
ardóttir, Karólína Lea Vilhjálms-
dóttir, Eva Rut Ásþórsdóttir og
Linda Líf Boama skoruðu eitt hver.
Var þetta fyrsti leikur Íslands í 7.
riðli sem leikinn er hér á landi.
Spánn og Kasaktstan eru einnig í
riðlinum og vann Spánn þá viður-
eign 14:0. sport@mbl.is
Ísland burstaði
Grikkland
Morgunblaðið/Hari
Markheppin Sveindís Jane Jóns-
dóttir skoraði tvívegis.
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu-
kylfingur úr Leyni, hóf í nótt leik á
næstsíðasta móti sínu á þessu tíma-
bili á Evrópumótaröðinni í golfi.
Leikið er á Indlandi og vegna tíma-
mismunarins má ætla að Valdís hafi
lokið fyrsta hring þegar þetta er
lesið, en lesa má um stöðu hennar á
mbl.is/sport/golf.
Valdís lék síðast á móti á Spáni
um helgina þar sem hún komst í
gegnum niðurskurðinn en endaði í
57. sæti eftir slæman lokahring.
Lokamót tímabilsins verður einnig
á Spáni, í lok nóvember.
Valdís Þóra spilar
á Indlandi
Ljósmynd/LET
Evrópumótaröðin Valdís Þóra
Jónsdóttir er komin til Indlands.
HANDBOLTI
Þýskaland
Bikarkeppni, 16-liða úrslit:
RN Löwen – Göppingen ..................... 36:34
Alexander Petersson skoraði 5 mörk fyr-
ir Löwen. Kristján Andrésson þjálfar liðið.
Wetzlar – Kiel ...................................... 25:26
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði ekki
fyrir Kiel.
Lemgo – Bergischer ........................... 27:24
Bjarki Már Elísson skoraði 8 mörk fyrir
Lemgo.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 4 mörk
fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson
skoraði ekki.
Danmörk
Skjern – Ribe-Esbjerg ........................ 27:29
Elvar Örn Jónsson skoraði 4 mörk fyrir
Skjern en Björgvin Páll Gústavsson kom
lítið eða ekkert við sögu. Patrekur Jóhann-
esson þjálfar liðið.
Rúnar Kárason skoraði 7 mörk fyrir
Ribe-Esbjerg, Daníel Þór Ingason 4 og
Gunnar Steinn Jónsson 1.
A-deild kvenna:
Esbjerg – Köbenhavn ......................... 37:30
Rut Jónsdóttir var ekki á meðal marka-
skorara Esbjerg.
Svíþjóð
Kristianstad – Ystad ........................... 25:24
Teitur Örn Einarsson skoraði 7 mörk
fyrir Kristianstad og Ólafur Andrés Guð-
mundsson 5.
Sävehof – Hallby ..................................34:24
Ágúst Elí Björgvinsson varði 1 skot í
marki Sävehof.
Noregur
Nærbö – Elverum ................................ 31:29
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 7
mörk fyrir Elverum.
Drammen – St. Hallvard .................... 34:31
Óskar Ólafsson skoraði 2 mörk fyrir
Drammen.
Bikarkeppni, 16-liða úrslit:
Oppsal – Storhamar............................ 24:27
Thea Imani Sturludóttir skoraði 3 mörk
fyrir Oppsal.
Dominos-deild kvenna
Skallagrímur – Haukar........................ 66:72
Grindavík – Valur ................................. 49:96
Snæfell – Breiðablik............................. 76:48
KR – Keflavík ....................................... 80:79
Evrópubikarinn
Brescia – UNICS Kazan ..................... 84:75
Haukur Helgi Pálsson skoraði 6 stig og
tók 3 fráköst fyrir Kazan.
Þýskaland
Alba Berlín – Vechta......................... 101:78
Martin Hermannsson skoraði 10 stig
fyrir Alba og gaf 11 stoðsendingar.
KÖRFUBOLTI
Albert Guðmundsson fær ekki tækifæri til að mæta Man-
chester United með liði sínu AZ Alkmaar í dag, í Evr-
ópudeildinni í fótbolta. Albert glímir við meiðsli en ekki
er komið í ljós nákvæmlega hversu alvarleg þau eru.
Hann meiddist í ökkla í fyrri hálfleik gegn Heracles á
sunnudaginn, í fyrsta leik sínum í byrjunarliði AZ á þess-
ari leiktíð.
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United,
kvartaði á blaðamannafundi í gær undan gervigrasinu
sem leikið verður á í dag og sagði völlinn einn þann
versta sem hann hefði séð í mörg ár. AZ leikur heima-
leiki sína á Cars Jeans Stadion, heimavelli ADO Den
Haag, eftir að þakið á heimavelli AZ hrundi að hluta í ágúst.
Fimm íslenskir landsliðsmenn gætu verið á ferðinni í Evrópudeildinni í
dag. Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson mæta Espanyol, lið-
inu sem sló út Stjörnuna, með CSKA Moskvu. Lið Rúnars Más Sigurjóns-
sonar, Jóns Guðna Fjólusonar og Arnórs Ingva Traustasonar spila einnig.
Albert mætir ekki Man. Utd
Albert
Guðmundsson
Skagamenn unnu frábæran 4:0-
sigur á Levadia Tallinn frá Eist-
landi í fyrri leik liðanna í 1. umferð
unglingadeildar UEFA í fótbolta á
Akranesi í gær. Sigurður Hrannar
Þorsteinsson skoraði tvö mörk og
þeir Marteinn Theodórsson og
Brynjar Snær Pálsson eitt mark
hvor. Liðin mætast í seinni leik sín-
um í Eistlandi 23. október.
Sigurliðið mætir Derby frá Eng-
landi eða Minsk frá Hvíta-Rússlandi
í 2. umferð, en Derby vann fyrri
leik liðanna 2:0 á útivelli í gær.
ÍA nær einvígi
við Derby
Ljósmynd/@sigurdurhrannaar
Tvenna Sigurður Hrannar
Þorsteinsson skoraði tvisvar í gær.