Morgunblaðið - 03.10.2019, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 03.10.2019, Qupperneq 56
56 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Sími 585 8300 | www.postdreifing.is VANTAR ÞIG AUKAPENING? Óskum eftir starfsfólki í dreifingu, skoðaðu málið á www.postdreifing.is stigunum og komst yfir, 68:67. KR svaraði því og komst í 71:68. Eftir æsispennu skoraði Sanja Orazovic fyrir KR og kom liðinu í 80:79, 13 sekúndum fyrir leikhlé. Keflavík fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn hinum megin. Það tókst ekki og KR-ingar fögnuðu vel.  Haukar unnu Skallagrím í Borg- arnesi eftir að hafa verið þremur stig- um undir þegar lokafjórðungurinn hófst, 56:53. Haukar náðu forystunni þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka og unnu að lokum 72:66, eft- ir að heimakonum mistókst að skora á síðustu fjórum mínútum leiksins. Lovísa Björt Henningsdóttir skoraði 18 stig fyrir Hauka og var stigahæst í sínum fyrsta leik eftir heimkomuna frá Bandaríkjunum. Sigrar Snæfells á Breiðabliki og Vals gegn nýliðum Grindavíkur voru mun öruggari. Snæfell vann 76:48- sigur, þar sem finnska landsliðskonan Veera Pirttinen skoraði 20 stig, og meistarar Vals 96:49 þar sem Kiana Johnson var stigahæst með 23 stig.  KR vann naum- an sigur á Keflavík Morgunblaðið/Hari Rimma Hildur Björg Kjartansdóttir er komin aftur í íslensku deildina og glímir hér við Daniela Wallen. Í VESTURBÆ Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is KR fer vel af stað í Dominos-deild kvenna í körfubolta. KR-ingar höfðu betur gegn Keflavík, 80:79 á heima- velli í gærkvöld í æsispennandi leik þegar fyrsta umferðin fór fram. Keflavík byrjaði ögn betur, en KR tókst að jafna fyrir hálfleik. KR komst svo tíu stigum yfir í seinni hálf- leik en Keflavík neitaði að gefast upp. Eftir spennandi lokamínútur höfðu KR-ingar að lokum betur. Keflavík var litlu skrefi á undan stærstan hluta fyrri hálfleiks, en munurinn varð aldrei meiri en fimm stig. KR skoraði fimm síðustu stigin í hálfleiknum og jafnaði í 37:37. Keflavík byrjaði ögn betur í seinni hálfleik og komst aftur fimm stigum yfir. Þá tók KR við sér og sérstaklega Sanja Orazovic sem skoraði hvert stigið á fætur öðru. KR var komið níu stigum yfir þegar þriðji leikhluti var hálfnaður, 56:47. Staðan fyrir fjórða og síðasta leik- hlutann var 65:54, KR í vil. Keflavík byrjaði fjórða leikhlutann með látum og skoraði fjórtán af fyrstu fimmtán Háspenna í Vesturbænum Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, vann öruggan 6:0-sigur gegn Grikklandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í Fossvogi í gær. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvívegis og Helena Ósk Hálfdán- ardóttir, Karólína Lea Vilhjálms- dóttir, Eva Rut Ásþórsdóttir og Linda Líf Boama skoruðu eitt hver. Var þetta fyrsti leikur Íslands í 7. riðli sem leikinn er hér á landi. Spánn og Kasaktstan eru einnig í riðlinum og vann Spánn þá viður- eign 14:0. sport@mbl.is Ísland burstaði Grikkland Morgunblaðið/Hari Markheppin Sveindís Jane Jóns- dóttir skoraði tvívegis. Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu- kylfingur úr Leyni, hóf í nótt leik á næstsíðasta móti sínu á þessu tíma- bili á Evrópumótaröðinni í golfi. Leikið er á Indlandi og vegna tíma- mismunarins má ætla að Valdís hafi lokið fyrsta hring þegar þetta er lesið, en lesa má um stöðu hennar á mbl.is/sport/golf. Valdís lék síðast á móti á Spáni um helgina þar sem hún komst í gegnum niðurskurðinn en endaði í 57. sæti eftir slæman lokahring. Lokamót tímabilsins verður einnig á Spáni, í lok nóvember. Valdís Þóra spilar á Indlandi Ljósmynd/LET Evrópumótaröðin Valdís Þóra Jónsdóttir er komin til Indlands. HANDBOLTI Þýskaland Bikarkeppni, 16-liða úrslit: RN Löwen – Göppingen ..................... 36:34  Alexander Petersson skoraði 5 mörk fyr- ir Löwen. Kristján Andrésson þjálfar liðið. Wetzlar – Kiel ...................................... 25:26  Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði ekki fyrir Kiel. Lemgo – Bergischer ........................... 27:24  Bjarki Már Elísson skoraði 8 mörk fyrir Lemgo.  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson skoraði ekki. Danmörk Skjern – Ribe-Esbjerg ........................ 27:29  Elvar Örn Jónsson skoraði 4 mörk fyrir Skjern en Björgvin Páll Gústavsson kom lítið eða ekkert við sögu. Patrekur Jóhann- esson þjálfar liðið.  Rúnar Kárason skoraði 7 mörk fyrir Ribe-Esbjerg, Daníel Þór Ingason 4 og Gunnar Steinn Jónsson 1. A-deild kvenna: Esbjerg – Köbenhavn ......................... 37:30  Rut Jónsdóttir var ekki á meðal marka- skorara Esbjerg. Svíþjóð Kristianstad – Ystad ........................... 25:24  Teitur Örn Einarsson skoraði 7 mörk fyrir Kristianstad og Ólafur Andrés Guð- mundsson 5. Sävehof – Hallby ..................................34:24  Ágúst Elí Björgvinsson varði 1 skot í marki Sävehof. Noregur Nærbö – Elverum ................................ 31:29  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 7 mörk fyrir Elverum. Drammen – St. Hallvard .................... 34:31  Óskar Ólafsson skoraði 2 mörk fyrir Drammen. Bikarkeppni, 16-liða úrslit: Oppsal – Storhamar............................ 24:27  Thea Imani Sturludóttir skoraði 3 mörk fyrir Oppsal. Dominos-deild kvenna Skallagrímur – Haukar........................ 66:72 Grindavík – Valur ................................. 49:96 Snæfell – Breiðablik............................. 76:48 KR – Keflavík ....................................... 80:79 Evrópubikarinn Brescia – UNICS Kazan ..................... 84:75  Haukur Helgi Pálsson skoraði 6 stig og tók 3 fráköst fyrir Kazan. Þýskaland Alba Berlín – Vechta......................... 101:78  Martin Hermannsson skoraði 10 stig fyrir Alba og gaf 11 stoðsendingar. KÖRFUBOLTI Albert Guðmundsson fær ekki tækifæri til að mæta Man- chester United með liði sínu AZ Alkmaar í dag, í Evr- ópudeildinni í fótbolta. Albert glímir við meiðsli en ekki er komið í ljós nákvæmlega hversu alvarleg þau eru. Hann meiddist í ökkla í fyrri hálfleik gegn Heracles á sunnudaginn, í fyrsta leik sínum í byrjunarliði AZ á þess- ari leiktíð. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, kvartaði á blaðamannafundi í gær undan gervigrasinu sem leikið verður á í dag og sagði völlinn einn þann versta sem hann hefði séð í mörg ár. AZ leikur heima- leiki sína á Cars Jeans Stadion, heimavelli ADO Den Haag, eftir að þakið á heimavelli AZ hrundi að hluta í ágúst. Fimm íslenskir landsliðsmenn gætu verið á ferðinni í Evrópudeildinni í dag. Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson mæta Espanyol, lið- inu sem sló út Stjörnuna, með CSKA Moskvu. Lið Rúnars Más Sigurjóns- sonar, Jóns Guðna Fjólusonar og Arnórs Ingva Traustasonar spila einnig. Albert mætir ekki Man. Utd Albert Guðmundsson Skagamenn unnu frábæran 4:0- sigur á Levadia Tallinn frá Eist- landi í fyrri leik liðanna í 1. umferð unglingadeildar UEFA í fótbolta á Akranesi í gær. Sigurður Hrannar Þorsteinsson skoraði tvö mörk og þeir Marteinn Theodórsson og Brynjar Snær Pálsson eitt mark hvor. Liðin mætast í seinni leik sín- um í Eistlandi 23. október. Sigurliðið mætir Derby frá Eng- landi eða Minsk frá Hvíta-Rússlandi í 2. umferð, en Derby vann fyrri leik liðanna 2:0 á útivelli í gær. ÍA nær einvígi við Derby Ljósmynd/@sigurdurhrannaar Tvenna Sigurður Hrannar Þorsteinsson skoraði tvisvar í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.