Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 17
Til að skilja sjálfsmynd hjúkrunarstéttarinnar verðum við að þekkja sögu hennar Þú ert nú líklega að velta fyrir þér af hverju í veröldinni ég hef ákveðið að kynna fyrir þér þessa baráttusögu formæðra okkar. Ástæðan er sú að til þess að skilja sjálfsmynd hjúkrunarstéttarinnar verðum við að þekkja sögu hennar. Við verðum að vita af hvaða rótum við sprettum, hvaða baráttu við höfum tekist á hendur, hvaða sigra við höfum unnið og hverju við höfum tapað — við verðum að horfast í augu við sögu hjúkrunar til að geta skapað skýra framtíðarsýn hjúkrunar. Það hefur sjaldan verið mikilvægara en einmitt í dag þegar hjúkrunarfræðingar eru að kikna undan álagi í starfi — meðal annars vegna ónógrar mönnunar — einkenni kulnunar hafa náð hæstu hæðum, tengsl milli stjórnenda og hjúkrunarfræðinga eru að veikjast og laun hjúkrunar fræð inga eru 20% lægri en laun sambærilegra stétta (Guðbjörg Pálsdóttir o.fl., 2017; Jana Katrín Knútsdóttir, 2016). Ef við rýnum í íslenskt samfélag árið 2017 eiga aðstæður okkar harla fátt sameiginlegt með ungu hjónunum sem bjuggu í loftlausum og rakamettuðum bæ ásamt fárveikum börnum sínum eftir miðja nítjándu öld nema ef vera kynni rakinn í nútímabyggingum sem umbreytist í myglu og veldur illviðráðanlegum veikindum með flensulíkum ein- kennum, vanlíðan og verkjum. Í dag höfum við almennt þokkalegt aðgengi að heil- brigðisþjónustu, börnin okkar eru bólusett gegn farsóttum sem áður ollu ótímabærum dauða, aukin þekking hefur gert okkur kleift að veita meðferð við áður óþekktum sjúk- dómum og gríðarlega hröð tækniþróun nútímans setur okkur varla nokkrar skorður við að LÍKNA OG LÆKNA. Vandinn, sem blasir þó við okkur hjúkrunarfræðingum, er kerfið sem skapar umgjörðina um heilbrigðisþjónustuna. Kerfið eykur stöðugt flækjustig þjónustunnar og gerir bæði samfélagsþegnum erfitt um vik að sækja sér heilbrigðisþjónustu og fagfólki — okkur — erfitt að starfa innan hennar. Þættirnir, sem Nightingale sagði árið 1859 að stæðu í vegi fyrir möguleikum okkar til að veita hjúkrun, skort ur á hreinlæti, óhagkvæmt byggingaskipulag og ófullnægjandi stjórn- unarhættir, eru nefnilega enn til staðar. Birtingarmynd þeirra er einungis breytt vegna þess að samfélagið hefur breyst og þróast. Enn er til staðar skortur á hreinlæti, megin - orsök myglu í húsum er til dæmis ónóg loftun, við fáum fréttir af því á hverjum degi að byggingaskipulag Landspítalans sé óhagkvæmt og það eru ófullnægjandi stjórnun- arhættir sem valda því að tengsl stjórnenda við hjúkrunarfræðinga eru að veikjast og að hjúkrunarfræðingar láta unnvörpum af störfum vegna kulnunar og álags. Hvað getum við gert til að sporna við þessari þróun? Við þurfum að horfast í augu við sögu okkar, sögu hjúkrunar. Það þurfti faglega þekk- ingu og færni, heildræna yfirsýn, brennandi hugsjónir og baráttuanda eins hjúkr - unar fræðings, Florence Nightingale, til að leggja drög að sjálfstæði fagstéttar hjúkr unar. Einn hjúkrunarfræðingur getur áorkað miklu, en saman erum við sterkari líkt og kom berlega í ljós þegar samstaða áhugafólks um bætta heilbrigðis þjónustu á Íslandi byggði Landspítalann og lagði einnig grunninn að heilsugæslunni. samstaða og samkennd tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 17 „Sterk og fagleg sjálfsmynd leiðir til þess að við efumst ekki andar- tak um gildi fagsins, við búum yfir sjálfsþekkingu og trú á eigin getu, við gerum okkur skýra grein fyrir í hverju styrkur fagsins og sérhæfing liggur og síðast en ekki síst, þá höfum við skýra fram - tíðarsýn varðandi markmið hjúkrunar innan heilbrigðisþjónust- unnar.“ Florence Nightingale (1820–1910). Florence Nightingale lagði drög að sjálfstæði fagstéttar hjúkr unar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.