Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 60
Útdráttur Tilgangur: Sykursýki af tegund 2 hefur hingað til verið algengari meðal aldraðra heldur en ungra, en á undanförnum árum hefur sjúk- dómurinn greinst mun oftar hjá ungu fólki en áður var. Með því að skima eftir áhættu á sykursýki 2 samhliða fræðslu um lífsstílsbreyt- ingar má draga úr tíðni á sykursýki 2. Mats tækið „The Finnish Diabe- tes Risk Score“ (FINDRISK) greinir hættuna á að fá sykursýki 2 á næstu 10 árum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna: a) hve stórt hlutfall af ákveðnu úrtaki er í hættu á að fá sykur sýki 2, b) að fá upplýsingar um hagnýtt notagildi FINDRISK-matstækisins. Aðferð: Aðferðin var lýsandi þversniðsrannsókn. Starfsmenn ákveð - ins fyrirtækis (n=150) fengu boð um að taka þátt í rannsókninni, ski- lyrði úrtaksins uppfylltu 117 einstaklingar, 82 þeirra samþykktu þátttöku, svarhlutfall var 70%. Matstækið FINDRISK var lagt fyrir og mælingar á hæð, þyngd, ummáli mittis, blóðsykri og blóðþrýstingi voru framkvæmdar og líkamsþyngdarstuðull reiknaður. FINDRISK- matstækið samanstendur af 8 spurningum og stigafjölda frá 0 til 21. Fleiri stig þýða aukna áhættu, viðmiðunargildið ≥9 stig gefur til kynna aukna áhættu á að fá sykursýki af tegund 2. Lýsandi tölfræði og álykt- unartölfræði var notuð við úrvinnslu gagna. Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda var 42,6 (sf 15,0) ár og 27 einstak- lingar (32,9%) voru með ≥9 stig á FINDRISK-matstækinu og teljast því í aukinni hættu á að fá sykursýki af tegund 2 á næstu 10 árum. Marktækt fleiri konur (42,2%) en karlar (18,9%) reyndust vera í aukinni hættu á að fá sykursýki af tegund 2 (p=0,03). Meðalaldur þeirra sem voru með ≥9 stig var 50,8 (sf 14,3) ár en þeirra sem voru með ≤8 stig var 38,7 (sf 13,4) ár (p>0,001). Aðhvarfsgreining sýndi að hærri blóð sykur og hærri slagbilsþrýstingur hafa marktæk áhrif á heildarstigafjölda. Ályktanir: FINDRISK-matstækið er hentugt til að skima eftir hættu á að fá sykursýki 2 og er auðvelt í notkun. Þörf er á reglulegri skimun og faglegri ráðgjöf frá hjúkrunarfræðingum til þeirra sem eiga á hættu að fá sykursýki 2. Lykilorð: Sykursýki af tegund 2 — FINDRISK-matstækið — Skimun — Forvarnir — Fræðsla Inngangur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) áætlar að 422 millj- ónir manna séu með sykursýki (WHO, 2016) og Alþjóðlegu sykur sýkissamtökin (IDF) áætla að 179 milljónir séu með ógreinda sykursýki. Sykursýki verður æ algengari og er algeng- ast að fólk 40 til 59 ára greinist með sykursýki (IDF diabetes - atlas, 2016). Sykursýki af tegund 2 hefur verið algengari meðal aldraðra en á undanförnum árum hefur sjúkdómurinn greinst mun oftar en áður hjá ungu fólki og hjá fólki sem er enn á vinnu markaði. Með auknum fólksfjölda, bættum lífslíkum, breyttum lífsstíl, offitu og aukinni kyrrsetu er talið líklegt að einstaklingum með sykursýki 2 fjölgi um helming (IDF, 2016; Makrilakis o.fl., 2011). Framvinda sykursýki 2 tekur venjulega nokkur ár og er að mestu án einkenna (Lindström o.fl., 2010). Í Reykjavíkurrannsókninni var fylgst með 2251 einstaklingi í 26 ár og gerð afturskyggn greining á áhættuþáttum. Fram kom að ef miðaldra einstaklingur á ættingja með sykursýki 2 og hefur háan líkamsþyngdarstuðul (LÞS), háan blóðþrýsting og háar blóðfitur tengdist það þróun á sykursýki 2 (Olafsdottir o.fl., 2009). Það gefur til kynna að hægt sé að meta hættuna á að einhver fái sykursýki 2 löngu áður en sjúkdómurinn kemur fram. Besta forvörnin er að greina einstaklinga sem eru í áhættu - hóp á að fá sykursýki 2 áður en sykurþol þeirra skerðist (Lind - ström og Tuomilehto, 2003) og áður en fylgikvillar sykur sýk- innar koma fram (Simmons o.fl., 2010). Lífsstílsbreytingar Slembaðar samanburðarrannsóknir meðal einstaklinga með skert sykurþol hafa sýnt að koma megi í veg fyrir eða seinka því að sykursýki 2 komi fram með lífsstílsbreytingum (Diabetes Prevention Program Research Group, 2002, 2009, 2015). Þar eru þrjú atriði talin mikilvæg: a) þyngdartap, upp á fimm til sjö prósent af núverandi líkamsþyngd, b) dagleg hreyfing í að minnsta kosti 30 mínútur og c) mataræði, mikilvægt er að auka 60 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 Nýjungar: Þetta er í fyrsta skipti sem FINDRISK-matstækið er lagt fyrir á Íslandi. Hagnýting: Rannsóknin sýndi að FINDRISK-matstækið hentar vel til skimunar innan vinnustaða. Það er einfalt í notkun og tekur stuttan tíma að svara. Þekking: Leggja þarf meiri áherslu á skimun, forvarnir og fræðslu til einstaklinga sem greinast í áhættuhóp fyrir að fá sykursýki 2. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: FINDRISK-matstækið er hægt að leggja fram án flókinna inngripa, niðurstöður fást strax og það getur gert vinnubrögð hjúkrunarfræðinga markvissari. Jóhanna Margrét Ingvadóttir, Háskólanum á Akureyri • Árún K. Sigurðardóttir, Háskólanum á Akureyri Notkun FINDRISK-matstækisins til að meta hættu á sykursýki af tegund 2: Megindleg rannsókn Hagnýting rannsóknarniðurstaðna:

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.