Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 28
Fólkið02/03 það Eru vafalaust ekki margir feðgar sem hafa lagt fyrir sig hjúkrun- arfræði hér á landi, en þeir fyrirfinnast þó – að minnsta kosti á það við um feðgana Vilhjálm Eldjárn Sigurlinnason og son hans Tómas Eldjárn, sem hóf nám í hjúkrunarfræði síðastliðið haust. Það kemur ekki á óvart að ástríða Vilhjálms fyrir hjúkrun hafi haft áhrif, en Tómas á þó ekki langt að sækja fyrirmyndir þar sem móðir hans er einnig hjúkrunarfræðingur og kærastan samnemandi hans í hjúkrun. „Hann hefur eflaust eitthvað smitast af mér,“ segir Vilhjálmur um þá ákvörðun Tómasar sonar síns að leggja fyrir sig hjúkrun. „Það er oft skemmtilegt hvernig lífið þróast,“ segir Vilhjálmur en það var í raun alger tilviljun að hann sjálfur lagði fyrir sig hjúkrun. Hann og konan hans fyrrverandi höfðu farið til Svíþjóðar í langt frí og líkað svo vel að þau ákváðu að setjast þar að um óákveðinn tíma. Eins og ævintýri að hefja nám í hjúkrun 34 ára gamall Eftir að hann réð sig í vinnu á geðdeild á sjúkrahúsi í Jönköping, tók líf hans skyndilega breytta stefnu í kjölfar þess að yfirmaður hans á deildinni hafði hvatt hann til að sækja um nám í hjúkrun með þessum orðum: „Þér fellur afar vel að umgangast skjólstæðinga okkar hér.“ Áður en hann vissi af hafði hann fyllt út og sent inn umsókn um hjúkrunarfræðinám. Það var svo ekki fyrr en rúmu ári síðar, þegar hann var í fríi í Danmörku, að hann fékk símhringingu frá Íslandi um að hafa samband við framkvæmdastjóra geðsviðs í Jönköping. „Þar sem ekki hafði náðst samband við mig í síma eða bréfleiðis í Jönköping, hafði hann haft samband við íslenskan lækni sem þar starfaði og beðið hann að reyna að hafa uppi á mér svo að hann gæti látið mig vita að ég hefði fengið inngöngu í námið. Honum tókst það með því að hafa samband heim til Íslands.“ Skömmu síðar var Vilhjálmur sestur á skólabekk, 34 ára gamall, og aldrei verið eins Það er ekki laust við að það gæti saknaðar þegar Vilhjálmur rifjar upp starfsævi sín: „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Að vinna við hjúkrun laðar fram það besta í manni sjálfum – hvatann til að hafa jákvæð áhrif og hjálpa öðrum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.