Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 55
Fagið02/02 Vakin Er athygli á breytingum á námskrá meistaranáms í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Frá og með hausti 2016 býðst hjúkrunarfræðingum með fyrstu einkunn á BS-prófi frá Háskóla Íslands og sambærilegu námi nám til MS-prófs þar sem metnar eru allt að 30 einingar úr BS-námi þeirra. Forsendur þessa eru að BS-nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands er fjögurra ára nám en BS- og BA-nám í öðrum greinum er að öllu jöfnu þriggja ára nám. Í endurskoðaðri námskrá BS-náms, sem tók gildi haustið 2015, eru 30 ECTS-einingar á meistarastigi á fjórða námsári og verður því um skörun á BS- og MS-námi að ræða í framtíðinni. Vonast er til að þessi breyting verði til hagsbóta fyrir hjúkrun og hjúkrunarfræðinga og til að efla þjónustu við sjúklinga. Með þessum breytingum geta nemendur nú lokið BS- og MS-námi á samtals fimm og hálfu ári í stað sex áður. Einnig er vakin athygli á fjölbreyttu framhaldsnámi í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Veturinn 2016-2017 er boðið upp á diplómanám í gjörgæslu- hjúkrun, hjúkrun aðgerðasjúklinga og í hjúkrunarstjórnun. Auk meistaranáms á fyrrgreindum sérsviðum er í boði meistaranám í heilsugæsluhjúkrun, geðhjúkrun, barnahjúkrun, hjúkrun í langvinn- um veikindum og á efri árum og öðrum klínískum sérsviðum. Eins og áður er áherslan í meistaranámi á hlutverk klínískra sérfræðinga, stjórnenda, leiðtoga eða rannsakenda. Auk þess er í boði grunn- og meistaranám í ljósmóðurfræði og þverfræðilegt diplómanám í kyn- fræði. Áfram verður boðið upp á einstök námskeið á meistarastigi í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Sífellt fleiri sækja um doktorsnám í Hjúkrunarfræðideild og eru hjúkrunarfræðingar hvattir til að kynna sér umsóknarferlið en tekið er við umsóknum allt árið. Þörfin fyrir vel menntaða hjúkrunarfræðinga fer vaxandi og annar framboð ekki eftirspurn. Metnaðarfullir hjúkrunarfræðingar eru hvatt- ir til að kynna sér námsframboðið á heimasíðu deildarinnar, hjukrun. hi.is. Frekari upplýsingar má fá hjá verkefnastjórum framhaldsnáms, Margréti Gunnarsdóttur maggagu@hi.is og Elínu Helgadóttur elinh@ hi.is. Sótt er um framhaldsnám tvisvar á ári, til 15. apríl og til 15. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.