Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 44
Fagið05/11 Stafurinn (e. contraceptive implants) Hormónastafurinn er langtímagetnaðarvörn sem inniheldur aðeins prógestín (etónógestrel). Honum er komið fyrir undir húð á upphand- legg. Lyfið er markaðsett á Íslandi undir sérlyfjaheitinu Implanon NXT®. Virkni stafsins byggist á þéttni lyfsins í blóði en þéttnin minnkar með hverju ári og er lægst á þriðja ári. Styrkur hormónanna í blóði er því nægilegur til að veita henni vernd í þrjú ár, sé konan í kjörþyngd, en ekki má búast við því að styrkurinn sé nægilegur nema í 2 ár hjá konum með háan líkams-þyngdarstuðul (Sérlyfjaskrá, 2014b). Heilbrigðisstarfsfólk skal því hafa í huga að ráðleggja þessum konum að skipta um vefjalyf eða getnaðarvörn eftir um það bil tvö ár í stað þriggja. Forðalyf í vöðva (e. injectable contraception) Medroxýprógesterón-asetat (DMPA) er gefið í vöðva og veitir vörn í u.þ.b. 3 mánuði (Robinson og Burke, 2013). Lyfið er markaðsett á Íslandi undir sérlyfjaheitinu Depo-Provera® (Sérlyfjaskrá, 2011). Rannsóknir hafa sýnt að meðalstyrkur DMPA í blóði helst yfir nauðsynlegri blóðþéttni hjá konum í yfirþyngd og veitir því nægilega vernd til að koma í veg fyrir egglos. Rannsóknir sýna hins vegar að þetta lyf geti stuðlað að þyngdaraukningu og það telst ekki gott fyrir konur sem þegar eru of þungar (McNicholas o.fl., 2015). Hringurinn (e. contraceptive ring) Á Íslandi er markaðsleyfi fyrir NuvaRing®, þ.e. hormónahring sem losar stöðugt magn tveggja hormóna, etónógestrel og etinýlestradíól. Hringnum er komið fyrir í leggöngum konunnar. Varúðar þarf að gæta hjá þeim konum sem hafa hækkaða blóðfitu (þríglýseríða) í blóði eða eiga ættingja sem glíma við þann vanda. Jafnframt hefur verið greint frá blóðþrýstingshækkun hjá konum, sem nota hringinn, við notkun hringsins. Konur í yfirþyngd eru líklegri en konur í kjörþyngd til að þjást af háþrýsting og of hárri blóðfitu og því þarf að fylgjast reglulega með þeim konum sem nota þetta lyf (Brache o.fl., 2013). Engar stórar rannsóknir hafa verið framkvæmdar sem meta áhrif estrógen-prógestín-hringsins á konur með háan líkamsþyngdarstuðul. Verkunarmáti hringsins byggist þó á staðbundinni verkun sem er kostur fyrir þær konur sem eru í yfirþyngd (McNicholas o.fl., 2015).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.