Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 13
Fólkið02/07 Ungir karlmenn óttast við að vera öðruvísi „Við Erum ekki enn komin á þann stað að allir séu á eitt sáttir að karlmenn hjúkri. Staðalmyndin um hjúkrunarfræðinga sem kvenna- stétt er enn svo sterk í samfélaginu, en þegar á reynir, þá þykir fólki þetta ekkert tiltökumál,“ segir Tryggvi Hjörtur Oddson, nemandi á lokaári í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tryggvi bendir á að margir ungir menn víli það frekar fyrir sig að leggja fyrir sig hjúkrun þar sem svo fáir karlmenn séu í stéttinni. „Óttinn við að vera öðruvísi er meiri hjá mönnum á aldrinum 20-25 ára, en hjá þeim eldri. Ungir menn setja það kannski líka fyrir sig að fara að vinna á vinnustað þar sem meðalaldurinn er 35-40 ára, og konur í meirihluta. Það vantar að brúa þetta bil. Það þarf að koma því á framfæri að það séu karlmenn í hjúkrun, að það sé valmöguleiki að fara í hjúkrun,“ segir hann. Ástæðan fyrir því að hjúkrun varð fyrir valinu hjá Tryggva er að hann langar að starfa í bráða- og utanspítalaþjónustu og hjúkrunin býður upp á flesta möguleika á því sviði, auk þess að nýtast hvar sem hann býr. Tryggvi hefur unnið undanfarin þrjú ár á bráðamóttökunni í Fossvogi en námið hefur hann tekið í fjarnámi. „Þetta hentar mér mjög vel. Ég er ekki þessi átta-til-fjögur týpa, og með þessu móti get ég ákveðið hvar og hvenær ég læri. Flest verkefnin vinn ég í Reykjavík en fer norður einu sinni á ári,“ segir hann, en hann býr með fjölskyldu sinni í Hveragerði. Karlmönnum fer hægt fjölgandi í stéttinni en betur má ef duga skal. Þannig hafa karlmenn í stéttinni verið óspart nýttir til að kynna hjúkrun, til að mynda á Háskóladeginum. Mikilvægt sé að kynna hjúkrunarfræðina sem spennandi valmöguleika fyrir karlmenn og koma því á framfæri að það séu karlmenn í stéttinni að sögn Tryggva.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.