Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 13
Fólkið02/07 Ungir karlmenn óttast við að vera öðruvísi „Við Erum ekki enn komin á þann stað að allir séu á eitt sáttir að karlmenn hjúkri. Staðalmyndin um hjúkrunarfræðinga sem kvenna- stétt er enn svo sterk í samfélaginu, en þegar á reynir, þá þykir fólki þetta ekkert tiltökumál,“ segir Tryggvi Hjörtur Oddson, nemandi á lokaári í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tryggvi bendir á að margir ungir menn víli það frekar fyrir sig að leggja fyrir sig hjúkrun þar sem svo fáir karlmenn séu í stéttinni. „Óttinn við að vera öðruvísi er meiri hjá mönnum á aldrinum 20-25 ára, en hjá þeim eldri. Ungir menn setja það kannski líka fyrir sig að fara að vinna á vinnustað þar sem meðalaldurinn er 35-40 ára, og konur í meirihluta. Það vantar að brúa þetta bil. Það þarf að koma því á framfæri að það séu karlmenn í hjúkrun, að það sé valmöguleiki að fara í hjúkrun,“ segir hann. Ástæðan fyrir því að hjúkrun varð fyrir valinu hjá Tryggva er að hann langar að starfa í bráða- og utanspítalaþjónustu og hjúkrunin býður upp á flesta möguleika á því sviði, auk þess að nýtast hvar sem hann býr. Tryggvi hefur unnið undanfarin þrjú ár á bráðamóttökunni í Fossvogi en námið hefur hann tekið í fjarnámi. „Þetta hentar mér mjög vel. Ég er ekki þessi átta-til-fjögur týpa, og með þessu móti get ég ákveðið hvar og hvenær ég læri. Flest verkefnin vinn ég í Reykjavík en fer norður einu sinni á ári,“ segir hann, en hann býr með fjölskyldu sinni í Hveragerði. Karlmönnum fer hægt fjölgandi í stéttinni en betur má ef duga skal. Þannig hafa karlmenn í stéttinni verið óspart nýttir til að kynna hjúkrun, til að mynda á Háskóladeginum. Mikilvægt sé að kynna hjúkrunarfræðina sem spennandi valmöguleika fyrir karlmenn og koma því á framfæri að það séu karlmenn í stéttinni að sögn Tryggva.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.