Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 5
Formannspistill02/02 hjúkrunarfræðinga. Í umræðum sem skapast hafa í kringum verkfall okkar kemur glögglega í ljós að hjúkrunar fræðingar eru hryggjar- stykki í íslensku heilbrigðiskerfi. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmenn- asta heilbrigðisstéttin og verður heilbrigðiskerfið ekki rekið án okkar þátttöku. Ég hef orðið var við mikla samstöðu meðal hjúkrunarfræðinga. Við höfum staðið saman sem klettur og ekki látið deigan síga. Við gerum eðlilega kröfu um að laun hjúkrunarfræðinga séu í samræmi við laun annarra háskólamenntaðra starfsmanna og að tekin séu ákveðin skref í að útrýma kynbundnum launamuni hjá opinberum starfsmönnum. Slík krafa er eðlileg og hógvær. Ég vona að þegar þessi pistill birtist hafi þegar verið samið við okkur hjúkrunarfræðinga. Ef ekki þá skulum við halda áfram að standa við bakið hvert á öðru og krefjast þess sem réttmætt er og sanngjarnt. Ég óska ykkur gleðilegs sumars kæru hjúkrunarfræðingar. Ég vona að þið náið að slaka á og njóta tilverunnar með vinum og vanda- mönnum og komið endurnærð til starfa á ný að sumarleyfi loknu.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.