Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 11
Fagið04/07 Sótthreinsa þarf stungustað bæði fyrir ísetningu á miðbláæðalegg og við umbúðaskipti. Mörg sótthreinsiefni eru til en rannsóknir hafa sýnt að klórhexidín-lausn virkar best til að sótthreinsa stungustað. Hún kemur þannig í veg fyrir að miðbláæðaleggur sýkist (Mimoz o.fl., 2007). Mikilvægt er að sótthreinsa öll samskeyti á miðbláæðaleggnum áður en þau eru rofin. Það hefur ekki verið sýnt fram á að eitt sótthreinsiefni sé betra en annað til þess og því er hægt að nota það sótthreinsiefni sem til er á deildinni. Með þessu móti er komið í veg fyrir að bakteríur sem eru utan á samskeytunum komist í gegnum legginn og inn í blóðrásina. Þá er einnig mikilvægt að nota einungis dauðhreinsaðar sprautur og tappa. Það þýðir að ávallt skal setja nýjan tappa þegar samskeyti eru rofin (CDC, 2011). Margar tegundir eru til af umbúðum sem hægt er að nota yfir stungustað á miðbláæðalegg og fer það eftir tegund hversu oft þarf Sýking á stungustað.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.