Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 12
Fagið05/07 að skipta. Lykilatriði er að umbúðirnar séu dauðhreinsaðar og það sé ávallt skipt á þeim ef þær losna, verða blautar eða sjáanlega óhreinar. Annars skal skipta á umbúðum sem hér segir: Umbúðir sem eru ekki gegnsæjar skal skipta um á tveggja daga fresti. Umbúðir sem eru gegnsæjar skal skipta um á sjö daga fresti. (CDC, 2011; Timsit o.fl., 2009). Skipta þarf reglulega á settum sem notuð eru til innrennslis í miðbláæðalegg sem og krönum og öðrum tengjum sem tengd eru við miðbláæðalegg. Það fer eftir vökvainnihaldi hversu oft þarf að skipta. „ Sett sem notuð eru til gjafa á glærum vökvum og lyfjum sem innihalda ekki fitu og eru gefin í sírennsli þarf ekki skipta oftar um en á þriggja til fjögurra daga fresti, en aldrei sjaldnar en á sjö daga fresti. „ Sett sem notuð eru til að gefa blóð eða lausnir sem inni- halda fitu, svo sem næringarblöndur, skal skipta um á sólahringsfresti. „ Sett sem notuð eru til gjafar á svæfingarlyfinu Propofol, sem er mikið notað á gjörgæsludeildum og skurðstofum, skal skipta um á sex til tólf klukkustunda fresti. „ Skipta skal á krönum og öðrum tengjum um leið og skipt er um sett en annars skal skipta um á þriggja daga fresti. (Raad o.fl., 2001; CDC, 2011). Öll þessi atriði, sem nefnd hafa verið hér, eru mikilvæg til að koma í veg fyrir blóðsýkingar af völdum miðbláæðaleggja en ekki má gleyma að fylgjast vel með stungustað með tilliti til roða og bólgu. Jafnframt skal fjarlægja þá miðbláæðaleggi sem eru óþarfir því ekki getur komið sýking í legg sem ekki er til staðar. Lokaorð Blóðsýking er ein af fylgikvillum notkunar á miðbláæðaleggjum og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga. Þeir sjúklingar sem eru í mestri hættu á að fá blóðsýkingu eru sjúklingar sem glíma við alvarleg veikindi, en þeir sjúklingar eru oft líka viðkvæmari og þola sýkingar verr. Það er því mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðinga sem sinna sjúklingum með miðbláæðaleggi að kynna sér vel hvernig eigi að meðhöndla þá og fylgjast vel með einkennum um sýkingu svo hægt sé að greina hana sem fyrst og veita viðeigandi meðferð.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.