Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 19
Fólkið04/06 mynd dylst samt tákn um næsta skref, ef það er eitthvað athyglissjúkt í myndinni eins og til dæmis rauður blettur, þá segi ég: „Taktu þennan blett á næstu mynd.“ Svo það er einhver smágreining í gangi en samt dulin, fólk getur kafað dýpra og dýpra,“ segir hún hugsi. Uppbygging námskeiðsins „Ég læt fólkið mála þrisvar sinnum. Fyrsta lotan er í 20 mínútur þar sem fólk notar bara litina og svo er slökun. Síðan er málað tré, þú átt að hugsa um þig og þitt tré, en ekkert endilega að mála tré. Oftast gerir fólk bolinn og krónuna en gleymir rótunum. Oft eru trén alveg bein og krónan alveg greinalaus og stundum svo stór að bolurinn stendur ekki undir henni. Stundum setja sumir rætur eða eitthvað í huganum sem tengist rótunum. Síðast málar fólk gjöfina. En slökunin og hugleiðslan kemur frá hópnum. Það má enginn vera snillingur hér, þetta er ekki keppni í því að gera flottustu myndina,“ segir Gréta og hlær.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.