Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 21
Fólkið06/06
ónæmiskerfið styrkist. Líkamsfrumur hafa minni og þú getur treyst
á hvaða tilfinningar innsæið vill nota þótt þú skiljir það ekki fyrr en
seinna,“ útskýrir hún.
„Auðvitað er hægt að komast þangað eftir öðrum leiðum sem
hjúkrunarfræðingar beita. Það er til dæmis dáleiðsla hér og svo auð-
vitað hreyfingin, við hreyfingu batnar til dæmis þunglyndið. Það er
sjúkraþjálfun til staðar og svo öll umhyggjan og samskiptin. Útiveran,
staðurinn, friðurinn, trén og gróðurinn: Móðir Jörð. Hjúkrunin er
virðingin fyrir sjúklingnum, það að gefa af sér, vera hlýr og láta fólk
ekki finna að það sé byrði heldur að það sem við gerum fyrir fólk sé
sjálfsagt. Svo er það félagsskapurinn, skemmtanirnar, sundlaugin,
maturinn – allt er þetta jákvætt hér. Vinnuandinn er mjög góður hér á
Heilsustofnun, allir svo viljugir, glaðir og góðir,“ segir hún og brosir út
að eyrum.
dásamlegt starf
„Ég er orðin sextíu og sex ára og heppin að vera heilbrigð. Ég á fjögur
börn og fjögur ömmubörn. Ég man þegar ég var að byrja að læra, þá
fór ég fyrst í Myndlistar- og handíðarskólann. Svo fór ég í hjúkrunina,
þetta var lífsmottó að geta unnið fyrir mér, myndlistarmenn gátu það
ekki á þeim tíma. Þetta var dásamlegur tími, ég vann á geðdeild og
bæklunardeild, vann mikið á kvöldvöktum enda komin með fjöl-
skyldu,“ segir hún og útskýrir að þá þurfti ekki eins mikla pössun.
„Ég bið með fólki ef mér finnst að ég eigi að gera það, ég sé blikið.
Ég tók allt inn á mig hér áður fyrr, en er búin að læra að loka á það
núna. Ég elska það að hjúkra, finnst það yndislegt að geta hjálpað
einhverri manneskju og slegið á óöryggi hennar. Mér gengur vel að
nálgast fólk. Það dásamlegasta sem ég get gert er að hjálpa fólki að
ná í sig og tilfinningar sínar aftur. Hjálpa fólki að ná í tilfinninguna
um góða tíma og gleði og geta nálgast hana þegar það þarf á að
halda. Það er ofboðslega gaman að finna það að maður er stundum
að gera kraftaverk og fólk ljómar á ný,“ segir hún.