Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 25
FÉlagið04/04 fjallaði um nýsköpunarverkefni hjúkrunarfræðinganna Sigþrúðar Ingimundardóttur og Sólfríðar Guðmundsdóttur í öldrunarhjúkrun. Nýsköpun er nú lykilhugtak sem horft er til sem ein af mörgum leiðum til að efla þjónustu við aldraða. Að lokum voru styrkir B-hluta vísindasjóðs afhentir styrkhöfum. Sjóðurinn styrkti að þessu sinni vísindarannsóknir 14 hjúkrunar- fræðinga og hefur sú skemmtilega venja skapast að afhenda styrkina á þessum hátíðardegi. Stefna FÍH er að styrkja rannsóknir í hjúkrun og er ein leiðin til þess að veita styrki til rannsókna og fræðiskrifa úr vísindasjóði félagsins. Eydís K. Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnar vísindasjóðs FÍH, afhenti styrkina. Alls hlutu 16 rannsóknarverkefni styrki úr sjóðnum. Styrktar voru 8 meistararannsóknir, ein doktorsrannsókn og 7 vísindarannsóknir. Tæplega 9 milljónum króna var úthlutað.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.