Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 27
Fagið02/09 grEin þEssi byggist á erindi sem ég hélt á málþingi um kennslu og rannsóknir í hjúkrunarfræði sem haldið var til heiðurs Mörgu Thome við starfslok hennar í Háskóla Íslands. Þar fjallaði ég um breytingar á hjúkrunarmenntun á Vesturlöndum og lagði áherslu á flutning hjúkrunarmenntunar á háskólastig í Evrópu og Norður-Ameríku, og hin ólíku sjónarmið sem tekist var á um. Einnig leitaðist ég við að skýra stöðu hjúkrunarmenntunar á Vesturlöndum nú við upphaf tuttugustu og fyrstu aldar. Umbætur í hjúkrunarmenntun voru eitt helsta baráttumál forsvarsmanna hjúkrunarstéttarinnar alla tuttugustu öldina. Við stofnun Alþjóðasambands hjúkrunarfræðinga (ICN) árið 1899 töldu stofnendur þess mikilvægt að þeir sem störfuðu við hjúkrun hefðu hlotið starfsleyfi. Að þeirra mati var þriggja ára hjúkrunarnám forsenda starfsleyfis (Bursh o.fl., 1999). Þessi krafa var eitt af baráttu- málum hjúkrunarkvenna, meðal annars á Norðurlöndunum á fyrstu árum síðustu aldar. Hún var sett fram af danska hjúkrunarfélaginu sem var stofnað árið 1899 (Petersen, 1998) og af norska hjúkrunar- félaginu sem stofnað var 1912 (Narvik, 2005). Við stofnun Félags íslenskra hjúkrunarkvenna árið 1919 var eitt af meginmarkmiðum félagsins að styðja stúlkur til hjúkrunarnáms. Hér á landi varð hin þriggja ára námskrá fyrirmynd, líkt og í mörgum öðrum löndum (Kristín Björnsdóttir, 2005; María Pétursdóttir, 1969; Margrét Guðmundsdóttir, 2010). Hugmyndin um að nám í hjúkrunarfræði ætti heima á háskólastigi á sér einnig langa sögu. Í Norður-Ameríku hófst háskólakennsla í hjúkrunarfræði um aldamótin 1900 og um miðja öldina var háskóla- nám orðið nokkuð útbreitt, bæði í Bandaríkjunum og Kanada, þótt hefðbundið hjúkrunarnám, sem fór fram í hjúkrunarskólum tengdum sjúkrahúsum, væri enn algengast (Lynaugh, 2008). Í Evrópu komst hins vegar ekki hreyfing á slík mál fyrr enn eftir miðja tuttugustu öld þótt hugmyndin hafi átt áhrifamikla talsmenn alla öldina (Brooks og Rafferty, 2010). Staðan breyttist þó hratt og er leið að lokum aldar- innar og við upphaf tuttugustu og fyrstu aldar var hjúkrunarnám víða í heiminum komið á háskólastig. Á Íslandi hófst nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 1973 og frá 1986 hefur allt nám í hjúkrunarfræði verið í háskólum hér á landi. Fyrsti fastráðni kennarinn við námsbraut í hjúkrunarfræði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.