Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 31
Fagið06/09 bæta hjúkrunarmenntun í Bandaríkjunum verulega. Þó að þessar hugmyndir Benner og félaga hennar séu vissulega mikilvægar get ég ekki stillt mig um að benda á samanburð Scharton (2013) á þeim og hugmyndum leiðtoga í hjúkrun í Bandaríkjunum við upphaf tuttug- ustu aldar. Í honum kemur fram að þessi skilningur á eðli þekkingar í hjúkrun var áberandi í skrifum hjúkrunarfræðinga fyrir rúmri öld og því má taka undir með þeim Nelson og Gordon (2004) sem hvetja hjúkrunarfræðinga til að meta sögu fagsins að verðleikum. Nú stendur yfir endurskoðun á námskrá í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og í þeirri vinnu hefur verið tek- ið mið af tillögum Benner og samstarfsmanna hennar. Að vissu leyti stöndum við þó betur en hjúkrunarfræðingar í Bandaríkjunum að því leyti að BS-prófið er eini möguleikinn til að ljúka hjúkrunarnámi. Alvarlegar brotalamir í heilbrigðisþjónustu og hjúkrunarmenntun Á liðnum árum hafa alvarlegar siðfræðilegar spurningar vaknað í tengslum við öryggi og gæði í heilbrigðisþjónustunni. Það er útbreitt álit að kröfur um hagræðingu og sparnað hafi komið niður á gæðum þjónustunnar og ógni öryggismörkum. Á þetta hafa fjölmargir hjúkrunarfræðingar margsinnis bent og í Tímariti hjúkrunarfræðinga hefur verið kallað eftir viðbrögðum stjórnenda heilbrigðisstofnana og stjórnvalda. Eitt alvarlegasta dæmið um brotalamir í heil- brigðisþjónustu kom fram í Francis-skýrslunni í Bretlandi en þar var fjallað um opinberu heilbrigðisþjónustuna í Staffordshire á Englandi (Aðalbjörg Finnbogadóttir og Christer Magnusson, 2014; Francis, 2013). Skýrsluhöfundar lýsa skelfilegum vinnubrögðum heilbrigðisstarfsmanna sem einkennast af skeytingarleysi og skorti á umhyggju í garð sjúklinga. Niðurstöður skýrslunnar vöktu hávær viðbrögð sem beindust bæði að skipulagi starfsemi heilbrigðisþjón- ustunnar og menntun heilbrigðisstarfsmanna. Því var haldið fram að innleiðing á tæknilegri rökhyggju í nafni hagræðingar, sem felur í sér að starfsmenn fylgi verklagsreglum stofnunar nánast blint, hafi dregið úr gagnrýnni hugsun og siðfræðilegri greiningu á aðstæðum (Roberts og Ion, 2014). Til að bregðast við því hvöttu Roberts og Ion til aukinnar áherslu á gagnrýna hugsun og siðfræðilegan skilning í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.