Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 51
Fólkið03/06 getur valið hjá hverjum hann sækir þjónustu en í raun er það oft heimilislæknirinn eða sjúkrahúsið sem velur fyrir hönd sjúklingsins. Buurtzorg hefur vaxið hratt vegna orðspors síns. Fyrirtækið hefur nú 9.300 starfsmenn og sinnir 12% af þeim sem fá heimahjúkrun. Þó er það talsvert svæðisbundið og í sumum sveitarfélögum eru yfir 90% heimahjúkrunarsjúklingar hjá Buurtzorg. Í Hollandi eru yfir 700 aðilar sem bjóða heimahjúkrun, sum þessara fyrirtækja bjóða ekki upp á góða þjónustu en eru samt dýr í rekstri. Tryggingafélögin vilja gjarnan sjá þeim fækka. Nánast daglega hætta hjúkrunarfræðingar hjá núverandi vinnuveitendum og sækja í staðinn um hjá Buurtzorg. Jos segir að fyrirtækið hafi ekki vaxið með því að kaupa upp samkeppn- isaðila. „Við erum ekki þannig fyrirtæki og vinnum ekki þannig. Það sem hefur gerst er að hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun hafa allir fundið fyrir þessari þróun að umönnunin hafi orðið brotakennd og frá upphafi fengum við góða umfjöllun í fjölmiðlum þannig að hjúkr- unarfræðingar hafa streymt til okkar. Þetta hefur nánast verið eins og faraldur og er enn þá að gerast og við sjáum ekki fyrir endann á því. Við munum því halda áfram að vaxa en vöxtur er í sjálfu sér ekkert markmið hjá okkur,“ segir hann. Fyrirtækið var kosið vinnuveitandi ársins í Hollandi 2011 og 2012. Það hefur hlotið alþjóðlega athygli og starfa nú hjúkrunarfræðingar undir fána þess í Bandaríkjunum og Svíþjóð og bráðum einnig í Kína og Japan. Útibú í Bandaríkjunum Michelle Michels er heilsugæslu- hjúkrunarfræðingur og heillaðist af hugmyndum Buurtzorg við heim- sókn í Hollandi á vegum háskólans í Minnesota. „Það sem laðaði mig að Buurtzorg var tækifærið til að vera í teymi þar sem hægt var að vinna saman fyrir alvöru. Á þessum tíma vann ég í heimahjúkrun með eldri sjúklinga og þar var aldrei hægt að ræða heilstætt um hjúkrunina við þá sem sinntu sjúklingun- um. Stjórnendur gerðu hjúkrunaráætlanir og við hin framkvæmdum þær en hittumst aðeins við vaktaskipti. Ég sá fyrir mér hversu mikið væri hægt að bæta hjúkrunina ef við fengjum tækifæri til að vinna „Stjórnendur gerðu hjúkrunaráætlanir og við hin framkvæmdum þær en hittumst aðeins við vaktaskipti.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.