Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 60
Fagið02/14 Hjúkrun gegnir mikilvægu hlutverki í þverfaglegri endurhæfingu. Lungnasjúklingar eru langveikt fólk og er hjúkrunarmeðferð þeirra sinnt í heilsugæslu, heimahjúkrun, á sjúkrahúsum, í endurhæfingu og á dvalarheimilum aldraðra. tilEFni grEinarinnar er fræðslufundur um hjúkrun lungnasjúklinga sem boðað var til af fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga vorið 2015. Í greininni er lögð áhersla á endurhæfingarhjúkrun fólks með langvinna lungnasjúkdóma sem oft er fast í vítahring hreyfingarleysis og mæði. Hlutverk hjúkrunarfræðinga í endurhæfingu er að vinna með sjúklingum í að rjúfa þennan vítahring. Í því felst meðal annars að kveikja von um bata, veita stuðning og efla trú á betri heilsu. Reykjalundur er eina endurhæfingarstofnun sinnar tegundar á Íslandi sem býður upp á þverfaglega endurhæfingarmeðferð fyrir lungnasjúklinga árið um kring. Markmið slíkrar endurhæfingar er að bæta færni lungnasjúklinga, daglega virkni þeirra og lífsánægju, ásamt því að draga úr samfélagslegum kostnaði. endurhæfingarhjúkrun Endurhæfingarhjúkrun er sérhæfð grein innan hjúkrunar sem byggist á viðurkenndum alþjóðlegum rannsóknum (Hoeman, 2009). Hugmyndafræðin er heildræn, einstaklingshæfð, teymismiðuð og tekur mið af kenningum um umhyggju og siðfræði. Markmiðið er að koma til móts við þarfir sjúklinga með fötlun og langvarandi veikindi og veita stuðning, fræðslu og sérhæfða hjúkrun. Hjúkrunin byggist á gagn- reyndri þekkingu á meðferð sjúklinga sem glíma við flókna sjúkdóma og hafa margvíslegar þarfir (Jónína Sigurgeirsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir, 2008). Leitast er við að hindra aukaverkanir sem gætu hlotist af veikindum, bæta aðlögunarhæfni og viðhalda heilsueflandi lífsvenjum. Eitt af hlutverkum hjúkrunarfræðings í endurhæfingu er að vera málsvari sjúklinga og samhæfa vinnu þeirra og fagaðila sem koma að meðferðinni. Sjúklingur í endurhæfingu tekur þátt í að skipuleggja meðferð sína og er virkur innan teymisins. Einnig þarf að huga að fjöl- skyldunni, samsetningu hennar og virkni (Association of Rehabilitation Nurses, 2014). Hjúkrunarfræðingar á Reykjalundi hafa tekið virkan þátt í að efla þessa sérfræðigrein innan hjúkrunar, meðal annars með rannsóknum, kennslu, námskeiðum og lengra framhaldsnámi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.