Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 62
Fagið04/14 búseta skiptir ekki máli. Beiðnir koma frá öllum landshlutum og sýnir mynd 1 dreifingu sjúklinga árið 2014 miðað við búsetu. Hlutverk hjúkrunarfræðinga í lungnaendurhæfingu Hjúkrunarfræðingar skipuleggja innlagnarferli sjúklinga í samvinnu við lækna og hitta flesta sem kallaðir eru inn í forviðtal á göngudeild. Allir sem koma í endurhæfingarmat og eða innskrift hitta hjúkrunar- fræðing sem aflar upplýsinga hjúkrunar, metur hjúkrunarþörf og skrá- ir hjúkrunargreiningar. Sérstakt skráningarform fyrir hjúkrunarferli er í sjúkraskrárkerfi Reykjalundar (DIANA). Hjúkrunarmeðferðin er einstaklingsmiðuð og eru markmiðin skilgreind í samvinnu við sjúkling (Jester, 2007). Áhugahvetjandi vinna hefst, sem er einstak- lings- og hópmeðferð, með hvatningu, fræðslu, stuðningi og eftirliti. Hjúkrunarfræðingar bóka skipulagða meðferð sína í stundaskrá sjúklings sem þarf að vera virkur þátttakandi í endurhæfingarferlinu og reiðubúinn að leggja á sig tímafreka og erfiða vinnu. Mikilvægt er að vinna heildrænt með sjúklingi og fjölskyldu hans, fjölskyldufundir eru haldnir ef þörf er á því. mynd 1. Hlutfall sjúklinga eftir búsetu árið 2014.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.