Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 68

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 68
Fagið10/14 Hjúkrunarfræðingar í lungnateymi Reykjalundar sjá um næringar- stuðning fyrir of létta og of þunga lungnasjúklinga. Könnun sem gerð var á árangri meðferðarinnar árið 2013 benti til að sex vikna næringarstuðningur bætti þyngd hjá báðum hópunum. Einn kostur fyrir þá sem voru of þungir var að halda matardagbók og þeir sem gerðu það markvisst léttust meira en þeir sem ekki skráðu neitt. Flestir þátttakenda tileinkuðu sér breyttan lífsmáta og voru ánægðir með árangur meðferðarinnar. Þannig má telja að hjúkrunarmeðferðin hafi stuðlað að bættri líðan. innöndunarlyf Regluleg notkun innöndunarlyfja og rétt notkun innöndunartækja eru lykilatriði til að bæta öndunargetu og líðan þeirra sem eru með langvinna lungnasjúkdóma. Markmið með slíkri fræðslu er að sjúklingurinn noti lyfin rétt, tileinki sér þá fræðslu sem í boði er og geti nýtt sér hana á sem áhrifaríkastan hátt. Tækni við notkun inn- öndunarlyfja felst í því að: „ Slaka á öxlum og koma sér vel fyrir „ Anda vel frá sér en ekki í gegnum tækið „ Anda djúpt og kröftuglega að sér lyfinu til að nýta lyfið sem best „ Halda að sér andanum í stutta stund og anda rólega frá sér. Gæðakönnun sem gerð var á Reykjalundi árið 2009 sýndi að flestir höfðu áður fengið góða fræðslu og tileinkað sér hana. Hópurinn sem var með sæmilega eða litla tækni, innsog eða hreinsun tækja fékk endurtekna fræðslu sem skilaði sér í bættri tækni, nýtingu lyfjanna og líðan og öryggi í sambandi við inntöku lyfjanna. Atriði sem skipta máli við notkun innöndunarlyfja eru að: „ Skola muninn með vatni eftir notkun til að minnka hættuna á sveppasýkingu í munni og koki og draga úr hæsi „ Þrífa úðatæki „ Nota lyfin reglulega til að ná hámarksárangri þótt einkenni séu ekki til staðar. Tóbaksneysla og lungnasjúkdómar Tóbaksreykingar eiga stærstan þátt í þeim vítahring sem LLT veldur og þess vegna er meðferð við tóbaksfíkn mikilvægur þáttur af

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.