Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 83

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 83
lagaHornið02/02 í októbEr sl. gaf velferðarráðuneytið út reglugerð sem lengi hefur verið beðið eftir. Hún byggist á tilskipun Evrópusambandsins nr. 32/2010 um forvarnir gegn áverkum af völdum beittra og oddhvassra áhalda. Hefur meðal annarra Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lengi barist fyrir því að hún verði lögleidd hér á Íslandi. Nauðsynlegt er fyrir alla hjúkrunarfræðinga að kynna sér reglugerðina og stuðla að því að vinnuveitendur þeirra fylgi ákvæði hennar. Í 2. kafla er farið yfir skyldur atvinnurekenda, til dæmis hvað varðar að gera hættumat og áætlun um heilsuvernd, sinna forvörnum og bjóða upp á bólusetningar. Þá skal atvinnurekandi halda skrá yfir sjúkdóma og slys sem rekja má til notkunar beittra og oddhvassra áhalda. Hann þarf líka að upplýsa starfsmenn sína um þessa reglugerð og um reglur vinnustaðarins um oddhvöss áhöld. Hann skal líka tryggja að starfsmenn fái viðeigandi þjálfun um hættu við notkun slíkra áhalda, hvað viðkemur forvörnum, verklagsreglum og viðbragðsáætlunum ef stunguóhapp á sér stað. Ef starfsmaður telur að vinnustaðurinn uppfylli ekki ákvæði í reglugerðinni er hægt að hafa samband við Vinnueftirlit ríkisins. Einnig skal atvinnurekandi tilkynna öll óhöpp til Vinnueftirlitsins.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.