Morgunblaðið - 23.11.2019, Side 8

Morgunblaðið - 23.11.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019 Andrés Magnússon blaðamaðurritar um skýrslu Ríkisendur- skoðunar um Rúv. í Viðskiptablað- ið í vikunni. Þar segir hann: „Óhætt er að segja að þetta sé svört skýrsla, veru- legur áfellisdómur bæði yfir stjórn- endum RÚV og um- gerð þess að lögum. Það er því nánast grátbroslegt að lesa þau viðbrögð stjórnar RÚV að skýrslan staðfesti stórfenglegan árangur liðinna ára.“ Þetta eru athyglisverð skrif um áfellisdóm og umhugsunarvert með hvaða hætti stjórnvöld hafa (ekki) brugðist við gagnvart þeim sem mesta ábyrgð bar. Um það segir Andrés: „Auðvitað væri rétt- ast að hlutaðeigandi starfsmenn væru allir látnir sæta ábyrgð, en það er víst ekki hægt að losa fleiri störf hjá Þjóðleikhúsinu, svo það er tómt mál að tala um.“    Andrés segir einnig: „Það semmest stingur í augu er sjálf- sagt sú staðreynd að Ríkisútvarpið hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðabrasks í Efsta- leiti.“    Þetta er auðvitað sérstakt, enverra er þó hve einbeittur brotavilji Rúv. hefur verið þegar kemur að lögum. Andrés rekur að Rúv. hafi ekki talið sig þurfa að fara að lögum um stofnun dóttur- félags þar sem aðgreining í bók- haldi sé skýr og að íslensku lögin gangi lengra en evrópskar reglur. „Þetta þykja ríkisendurskoðanda fáfengilegar viðbárur og bendir embættið þurrlega á að það sé ekki valkvætt að fara að lögum, RÚV beri sem öðrum að fara að lögum,“ segir Andrés.    Hvað veldur því að Rúv. telursig hafið yfir lög? Andrés Magnússon Svarta skýrslan um Ríkisútvarpið STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og samgönguráði hafa lagt fram tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg reisi minnisvarða um Auði Auðuns í borgarlandinu. Listasafni Reykjavíkur verði falið að velja listamann til að hanna minnis- varðann og umhverfis- og skipulags- sviði verði falið að finna honum stað í borgarlandinu. Tillögunni var vísað til menningar- og ferðamálasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs til meðferðar. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að víða í borgarland- inu megi finna höggmyndir eða minnisvarða um þekkta karlmenn úr sögunni. Þeirra kvenna sem lögðu mark sitt á söguna sé síð- ur minnst með þessum hætti. Lista- safn Reykjavíkur hafi tileinkað árið 2019 list í almannarými og því sé ekki úr vegi að leiðrétta þennan halla og minnast Auðar. „Auður fæddist 1911, árið sem ís- lenskar konur öðluðust rétt til skóla- göngu, námsstyrkja og embætta til jafns við karla. Fáar konur hagnýttu réttinn fyrst um sinn en 19 ár liðu þar til fyrsta konan hóf laganám við Háskóla Íslands. Sú var vitaskuld Auður Auðuns. Auður lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1929 og var semidúx við útskrift. Auður lauk fyrst kvenna embættis- prófi í lögfræði árið 1935. Hún varð fyrst kvenna til að gegna embætti borgarstjóra (1959-1960) og fyrst kvenna til að gegna embætti ráð- herra (1970-1971),“ segir í greinar- gerðinni. Auður Auðuns fæddist 18. febrúar 1911 á Ísafirði. Hún var varaþing- maður 1946 og 1947. Alþingismaður Reykvíkinga var hún 1959-1974 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Auður lést 19. október 1999. sisi@mbl.is Minnisvarði um Auði Auðuns Auður Auðuns Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 U Fallegar aðventuskreytingar Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is Við erum með tugi fyrirtækja á söluskrá Um er að ræða fyrirtæki í verslun, innflutningi, útflutningi, matvælaframleiðslu, iðnaði, ferðaþjónustu, skiltagerð, veitingarekstri, skyndibita og ísgerð Ráðgjafar / eigendur Haukur Þór Hauksson, Rekstrarhagfræðingur, MBA Gsm. 8939855 Thomas Möller, Hagverkfræðingur, MBA Gsm. 8939370 • Áhugaverður bar / klúbbur í 101 Rvík. • Þrjú mjög áhugaverð tækifæri í veitingarekstri. • Öflugt bílasprautunarverkstæði í góðu húsnæði. • Meðalstórt iðnfyrirtæki með góða afkomu. Ebitda um 20 milljónir. • Tvö áhugaverð tækifæri í ferðaþjónustu, á sviði afþreyingar og gistingar. • Tískuverslun sem er leiðandi á sínu sviði, mjög góð arðsemi. • Tvær sérverslanir á Laugaveginum, jöfn sala, góð afkoma. • Leitum að fjárfestum í tvö áhugaverð verkefni. • Sérhæft fyrirtæki sem vinnur aukaafurðir úr fiski og flytur út. • Innflutningsfyrirtæki með vörur til fyrirtækja, góð umboð og traust viðskipti. • Veitingarekstur á golfvelli á höfuðborgarsvæðinu. • Sérhæft iðnfyrirtæki sem meðhöndlar yfirborð málma, mjög öflugur rekstur. Meðal fyrirtækja á söluskrá eru þessi:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.