Morgunblaðið - 23.11.2019, Page 20

Morgunblaðið - 23.11.2019, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is EIGUM GOTT ÚRVAL AF „PLUG IN HYBRID“ BÍLUM VW GOLF GTE PREMIUM Nýskráður 05/2018, ekinn 20 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Glerþak, stafræntmælaborð, leður o.fl. Verð 4.790.000 kr. Raðnúmer 259860 BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 / l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 S V E F N S Ó F I o s v a l d Stærð 200x102 cm / Extra þykk og góð springdýna / Svefnflötur 150x200 cm / stór rúmfatageymsla í sökkli KR. 199.800 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin hefur kynnt nýtt stefnuskjal fyrir árin 2020 til 2025. Skjalið er afrakstur stefnumót- unarvinnu, sem stofnunin lét fram- kvæma veturinn 2018-2019. Í nýútkomnum Framkvæmda- fréttum Vegagerðarinnar er grein eftir forstjórann, Bergþóru Þor- kelsdóttur, þar sem skjalið er kynnt. Einnig er kynnt nýtt skipu- rit fyrir Vegagerðina. Þar segir m.a.: „Meðal breytinga má nefna að deildir sem tilheyrðu siglingasviði falla nú undir önnur svið. Þá lítur nýtt þjónustusvið dagsins ljós en samhliða stofnun þess var ákveðið að þjónusta yrði nú fjórða gildi stofnunarinnar ásamt öryggi, framsýni og fag- mennsku.“ Með því að leggja niður sigl- ingasviðið er ekki vera að fella út hinn gömlu og rótgrónu orð vitar og hafnir, segir G. Pétur Matthías- son, upplýsingafulltrúi Vegagerð- arinnar, aðspurður. Hinn 1. júlí 2013 gekk í gildi sameining fjögurra ríkisstofnana í tvær, Vegagerðina og Samgöngu- stofu. Til Vegagerðarinnar kom sá hluti Siglingastofnunar er sneri að vitum og höfnum. „Við samein- inguna árið 2013 var sett á lagg- irnar siglingasvið hér hjá Vega- gerðinni og í því voru tvær deildir, hafnadeild og vitadeild. Nú renna þær sem sé inn í aðra starfsemi Vegagerðarinnar þannig að það verður til hafnadeild undir mann- virkjasviði en vitadeildin fer að hluta undir þjónustusvið (sem er nýtt svið) og undir mannvirkja- sviðið. Viðhald vita og slíkt verður undir mannvirkjasviðinu, undir framkvæmdadeildinni þar, en það sem snýr að þjónustu vitanna og rekstri dufla og slíkt fer undir þjónustusviðið,“ segir G. Pétur. Siglingastofnun tók til starfa árið 1996 samkvæmt lögum frá Alþingi. Öll störf hjá Siglingamálastofnun ríkisins og Vita- og hafnamála- stofnun ríkisins (Hafnamálastofnun ríkisins og Vitastofnun Íslands) voru samhliða lögð niður frá 30. september 1996. „Á tímum þar sem heimurinn stendur frammi fyrir gríðarlegri upplýsingatæknibyltingu þarf Vegagerðin bæði að hlúa að þeim verðmætum sem fyrir eru í stofn- uninni og opna gáttir sínar fyrir nýjungum sem gera henni kleift að taka utan um þau tækifæri sem ný- ir tímar bera með sér. Þetta ætlar Vegagerðin að gera með þeim breytingum sem kynntar eru í nýrri stefnu,“ segir Bergþóra Þor- kelsdóttir m.a. í grein sinni í Fram- kvæmdafréttum. Siglingasvið Vegagerðar lagt niður  Nýtt skipurit kynnt  Málefni vita og hafna verða færð undir mannvirkjasvið og þjónustusvið Morgunblaðið/Hari Stykkishólmshöfn Málefni hafna og vita í landinu hafa verið undir siglingasviði. Þau fara nú undir önnur svið. Mannauðsráðgjafi umhverfisráðu- neytisins tók 14 af 37 umsækjendum í viðtal vegna starfs sérfræðings í loftslagsmálum. Umsækjandi um starfið furðaði sig á umfangi ráðn- ingarferlisins. Það hlyti að kosta ráðuneytið mikla fjármuni. Um var að ræða starf merkt 201805/1121 á Starfatorgi. Þær upplýsingar fengust frá ráðu- neytinu að 37 hefðu sótt um starfið en einn þeirra svo dregið umsóknina til baka. Þar af hefðu 14 umsækjend- ur komið í viðtal vegna stöðunnar. Tóku ekki saman fjölda viðtala Vegna ábendingar til blaðsins var sérstaklega spurt um fjölda með- mælenda sem rætt var við. „Rætt var við meðmælendur vegna 5 umsækjenda [en] ekki liggur fyrir samantekt um hversu marga meðmælendur var rætt við í hverju tilfelli,“ sagði í svari ráðuneytisins. Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að ráðuneytið keypti þjón- ustu af fyrirtækinu Attentus – mann- auði og ráðgjöf fyrir 16,3 milljónir króna á tímabilinu frá september 2018 til 31. október 2019. Það svar fékkst frá ráðuneytinu föstudaginn 8. nóvember að ekki hefði verið leitað tilboða í þessa þjón- ustu heldur byggði hún á gildandi þjónustusamningi við Attentus. Hafa ekki sérfræðing Núverandi þjónustusamningur feli annars vegar í sér leigu á mann- auðsstjóra. „Í því felst að sérfræð- ingur í mannauðsmálum hjá Atten- tus sinnir verkefnum og þjónustu á sviði mannauðsmála fyrir ráðuneytið þar sem ekki er starfandi sérfræð- ingur í mannauðsmálum í ráðuneyt- inu,“ sagði í svari ráðuneytisins. Hins vegar sé um að ræða tilfall- andi verkefni. Þá m.a. stjórnenda- þjálfun og eftirfylgni við gerð jafn- launastaðals. baldura@mbl.is Tóku ekki saman fjölda meðmæla  Ráðuneyti fól Attentus atvinnuviðtöl Morgunblaðið/Eggert Attentus Fyrirtækið hefur selt stofnunum ráðgjöf og þjónustu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.