Morgunblaðið - 23.11.2019, Page 22

Morgunblaðið - 23.11.2019, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019 V E R S L U N S N O R R A B R A U T 5 6 · 1 0 5 R E Y K J A V Í K · F E L D U R . I S Ágúst Ingi Jónson aij@mbl.is Framkvæmdir ganga vel við Vífils- búð, nýjan skála skátafélagsins Víf- ils í Garðabæ við Grunnuvötn í Heiðmörk, og er fyrirhugað að taka skálann í gagnið næsta vor en skóflustunga var tekin í sumar. Samkvæmt samningi milli Garða- bæjar og Skátafélagsins Vífils legg- ur sveitarfélagið 150 milljónir króna til verkefnisins sem greiðast á þremur árum og er miðað við að heildarkostnaður fari ekki umfram þá upphæð. Stendur hátt í Heiðmörkinni Björn Hilmarsson er formaður húsnefndar skátafélagsins sem hef- ur jafnframt umsjón með fram- kvæmdum við Grunnuvötn. Hann segir að nú sé búið að steypa sökkla og fljótlega verði platan steypt. Í vetur verði húsið, sem verður úr timbri, byggt á staðnum að mestu. Eftir nokkra yfirlegu var sú leið metin heppilegri en að ráð- ast í innflutning, að sögn Björns. Björn segir að húsið muni standa í um 130 metra hæð yfir sjávarmáli og verði hugsanlega það hús á höfuðborgarsvæðinu sem standi hæst. Aðkoma að svæðinu er eftir gömlum línuvegi frá Heiðmerk- urvegi upp Vífilsstaðahlíð og vinnur skátafélagið að endurbótum á hon- um í samvinnu við Landsnet sem á veginn. Lögð hefur verið inn beiðni til Veitna um heimtaug að húsinu fyrir rafmagn. Þá er unnið að frá- veitu- og vatnsveitumálum fyrir skálann. Starfsemi í anda skátastarfs Með tilkomu útilífsmiðstöðvar- innar skapast betri möguleikar á að efla áhuga barna og unglinga á starfsemi skátafélagsins og verður húsnæðið notað til að starfrækja fjölbreytta uppeldisstarfsemi í anda skátahreyfingarinnar. Garðabær getur jafnframt notað húsnæðið fyrir tómstunda- og fræðslu- starfsemi á vegum leik- og grunn- skóla bæjarins. Við undirskrift samnings um framkvæmdir lýstu samningsaðilar yfir áhuga á að húsnæðið verði nýtt sem áningarstaður í útivist al- mennings t.d. í skipulögðum úti- vistarviðburðum í Heiðmörk á veg- um bæjarfélagsins og skáta- félagsins. Björn segir að til lengri tíma sé draumur skáta að þarna verði tjaldstæði og hægt verði að halda þar skátamót. Sama afmælisgjöfin tvisvar Björn rifjar upp forsögu skála- byggingarinnar sem spannar meira en áratug. Árið 2007 hafi Vífill fengið í 40 ára afmælisgjöf frá Garðabæ samning um að byggður yrði nýr skátaskáli. Þá hafi verið á áætlun að hann yrði við Hjallaflatir fyrir ofan göngu- leiðina að Búrfellsgjá. Við banka- hrunið hafi allt frosið og einnig hafi komið í ljós að Hjallaflatir voru á vatnsverndarsvæði Hafn- firðinga. Ný staðsetning hafi fundist við Grunnuvötn í Heiðmörk, en nokk- ur sveitarfélög eigi land að Heið- mörk og hafi framkvæmdin því þurft að fara í aðalskipulag hjá viðkomandi sveitarfélögum. Árin liðu og 2017 átti félagið 50 ára af- mæli og á þeim tímapunkti var ákveðið að setja kraft í verkefnið og nú sé miðað við að miðstöðin verði tilbúin næsta vor. Hugur í fólki Björn segir að bæjarfélagið hafi nýverið hóað saman fulltrúum fé- lagasamtaka sem eru með starf- semi á þessum slóðum. Þar hafi mætt fulltrúar skáta, skógræktar- félagsins og hestamannafélaga, en nýlega hafi verið tekinn í notkun nýr reiðvegar um svonefnda Grunnuvatnaleið. „Það var hugur í fólki á fundinum og tilhlökkun að efla samstarfið á þessum slóðum,“ segir Björn. Skátar í Garðabæ eiga eldri skála, gamla Vífilsbúð, og er hann rétt fyrir ofan golfvöll Odds. Stefnt mun að því að gamli skálinn verði seldur. Vífilsbúð rís við Grunnuvötn  Útilífsmiðstöð skáta í Garðabæ í Heiðmörk  Tilbúin næsta vor  Afmælisgjöfin tafðist í meira en áratug Vífilsbúð Nýi skátaskálinn verður myndarleg bygging sem stendur hátt á fallegum stað í Heiðmörk. Heiðm erkurvegur Arnarnesrvegur Ellið ava tns veg ur Elliðavatnsve gur Vífi ls- staða- vatn Urriða- vatn Útilífsmiðstöð skáta við Grunnuvötn í Heiðmörk Urriðavöllur Vatnsenda- hæð Vífi ls- staðir H E I Ð M Ö R K H E I Ð M Ö R K K Ó P A V O G U R R E Y K J A V Í K G A R Ð A B Æ R Rey kjan esb rau t Útilífsmið- stöð skáta Grunnkort/Loftmyndir ehf. Grunnu- vötn Framkvæmdir Búið er að steypa sökkla og næst á dagskrá er að steypa plötu. Skátastarf er öflugt í Garðabæ, að sögn Björns, og segir hann að það megi þakka nokkrum þáttum. Hann nefnir að lengi hafi skátar í Garðabæ haft öfluga foringja í sínum röðum, skátafélagið eigi einnig sterkan hóp eldri skáta sem komi að starfinu á ýmsan hátt og þjónustusamningur við bæinn sé félaginu dýrmætur, en með honum hafi m.a. verið hægt að ráða starfsmann í hlutastarf. Garðabær úthlutaði skátunum þrjú þúsund fermetra lóð við Grunnuvötn fyrir útilífsmiðstöðina og er gert ráð fyrir að húsið sjálft verði um 200 fermetrar að gólffleti og þar að auki um 100 fermetra svefnloft. Skátafélagið Vífill stendur að byggingu hússins og ber ábyrgð á framkvæmdum. Húsnefnd nýja skálans fékk Jónatan Smára Svavarsson frá Þró- unarfélagi Íslands til að leiða verk- efnið við Grunnuvötn áfram fyrir hönd skátafélagins. Sigurður Hallgrímsson hjá Ark- þingi arkitektum, er hönnuður skátamiðstöðvarinnar, verkfræði- stofan VerkÍs sér um verkfræðilega hönnun og ráðgjöf en Hnullungur sér um jarðvegsvinnu og vegagerð. Verktaki við sjálfa bygginguna er fyrirtækið Hagsmiður en B.B.- rafverktakar sjá um raflagnir og Heimir og Jens ehf. sjá um pípu- lagnir. Öflugt skátastarf í Garðabæ NÝR SKÁLI 200 FERMETRAR AÐ GRUNNFLETI Vaskur hópur Í húsnefnd skátafélagsins Vífils eru Atli B. Bachmann, Jóhann S. Erlendsson, Björn Hilmarsson og Brynjar Hólm Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.