Morgunblaðið - 23.11.2019, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 23.11.2019, Qupperneq 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019 Jón L. Árnason lék fyrsta leik-inn á Ísey-skyrs-skákhátíð-inni sem hófst á Hótel Sel-fossi sl. mánudag og er haldin í tilefni 30 ára afmælis SSON, Skákfélags Selfoss og nágrennis. Af nokkrum skákviðburðum sem efnt hefur verið til af þessu tilefni ber hæst lokað mót 10 skákmanna sem eiga það sameiginlegt að hafa á ein- hverjum tímapunkti fagnað heims- meistaratitli ungmenna í sínum ald- ursflokki. Jón L. var fyrstur Íslendinga til að vinna þetta afrek í Cagnes sur mer við frönsku rivíeruna haustið 1977. Meðal keppenda þar var hinn 14 ára gamli Garrí Kasparov. Tíu ár- um síðar endurtók Hannes Hlífar Stefánsson afrek Jóns og sama ár vann Héðinn Steingrímsson heims- meistaratitilinn í flokki barna 12 ára og yngri. Helgi Áss Grétarsson varð svo heimsmeistari unglinga 20 ára og yngri árið 1994. Vel hefur tekist til með þá kepp- endur sem þarna tefla. Jón L. kom því ekki við að tefla á mótinu en þarna eru tvær ungar stúlkur, önnur frá Íran og hin frá Kasakstan, báðar fyrrverandi heimsmeistarar í stúlknaflokki. Eftir þriðju umferð á fimmtu- dagskvöldið var staðan þessi: 1. Antipov (Rússland) 2½ v. 2.-3. Lomason (Rússland) og Leitao (Brasilía) 2 v. 4.-6. Hannes Hlífar Stefánsson, Zhigalko (Hvíta- Rússland) og Adly (Egyptaland) 1½ v. 7.-10. Helgi Áss Grétarsson, Héð- inn Steingrímsson, Sadukassova (Kasakstan) og Khademalsharieh (Íran) 1 v. Rússnesku skákmennirnir, Anti- pov og Lomasov, komu skemmtilega fyrir. Þegar þeir voru nýlentir seinni part mánudags eftir langt ferðalag frá Moskvu litu þeir við í Stúkunni á Kópavogsvelli og tefldu við unga skákmenn sem voru mættir á æf- ingu. Búast má við þeim í baráttunni um sigurinn enda taktarnir skemmtilegir sbr. eftirfarandi skák sem tefld var í fyrstu umferð: Ísey-skyr-skákhátíðin; 1. umferð: Dinara Sadukassova – Mikhail Antipov Grunfelds-vörn 1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. h4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. h5 Gallinn við þessa leið er kannski sá að það vantar smá kraft til að fylgja henni eftir. En bjartsýnin er ósvikin. 7. … c5 8. e4 Rc6 9. Bb5 Bg4 10. Db3 Bxh5 11. Rg5?! Annar möguleiki og ekki síðri var 11. Rh2 sem hótar 12. g4. Svartur getur svarað því með 11. … g5. 11. … 0-0 12. Rxh7 Lítur vel út en í meðförum Anti- povs virkar atlagan eins og vind- gustur á þakskeggi. 12. … Kxh7 13. g4 Rd4! Snarplega leikið og upphafið að magnaðri gagnsókn. 14. cxd4 er svarað með 14. … Dxd4 sem hótar hróknum á a1 og 15. … Dxe4+. 14. Db1 Rf3+ 15. Ke2 Dc8! 16. gxh5 Dg4 17. hxg6+ Kg8 18. Kf1 Rh4 19. Ke1. (Skárra var 19. Hxh4 Dxg4 20. Bc4 e6 21. Dd3 en svarta staðan er léttunnin eftir 21. … Had8 o.s.frv.) 19. … Rg2+ 20. Kf1 fxg6 21. Be2 21. … Hxf2+! 22. Kf2 Hf8+ 23. Kg1 Re3+! – Glæsilegur lokahnykkur. Hvítur gafst upp því að mát er óumflýj- anlegt: 23. Bxg4 Hf1+ 24. Kh2 Be5+ 25. Kh3 Hxh1 mát. Keppni í opnum flokki mótsins hófst á fimmtudaginn. Tefldar verða sjö umferðir. Þar eru meðal 19 kepp- enda Hjörvar Steinn Grétarsson, Guðmundur Kjartansson, Jón Vikt- or Gunnarsson, Bragi Þorfinnsson og Björn Þorfinnsson. Umgjörð mótsins er með miklum ágætum og er heimasíðan, sson.is/ selfoss-chess-festival/, t.a.m. afar vel heppnuð. Heimsmeistara- þema á Selfossi Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Páll Jökull. Fyrsti leikurinn Jón L. Árnason leikur riddaranum fram fyrir Sadukassovu. Nú þegar aðventan nálgast óð- fluga fá mörg okkar fiðring af spenn- ingi fyrir því sem fram undan er; gleðinni í augum barnanna, jóla- bakstri og tónleikum, samveru með fjölskyldu og vinum svo ekki sé minnst á jólagjafirnar. Á sama tíma sækir einmanaleikinn að mörgum. Það hlakka ekki allir til jólanna eða gleðjast á þessum dimmustu dögum ársins. Við hjá Rauða krossinum leggjum okkur fram, nú sem á öðrum tíma ársins, að veita stuðning og félagsskap þeim sem á þurfa að halda. Rauði krossinn starfrækir fjölmörg vinaverkefni um allt land. Á ýmsum stöðum koma hópar saman til að spjalla og vera sam- an, grípa jafnvel í prjóna eða smíða. Í mörgum bæjarfélögum starfa sjálfboðaliðar sem heimsóknarvinir og kíkja í kaffi og njóta samvista við gestgjafa sem oft og tíðum eru fé- lagslega einangraðir af ýmsum ástæðum eða vantar einfaldlega meiri félagsskap. Hundavinir eru senni- legast krúttlegasti „sjálfboðaliðahópur“ Rauða krossins, en það eru hundar sem staðist hafa stranga þjálfun og heimsækja ýmsar stofnanir, s.s. öldrunarheimili og sjúkrastofnanir, sem og einka- heimili, og veita félagsskap, nærveru og hlýju. Áætlað er að heimsókn- arvinir á öllum aldri, þar á meðal hundavinir, heimsæki á annað þús- und manns í hverri viku. Sjálfboðaliðinn Ólafur fer í heim- sóknir á stofnanir með tíkina Emblu þar sem þau hitta fjölda fólks en að- spurður segir Ólafur: „Það er af- skaplega gefandi að taka þátt í þessu stórmerka framtaki Rauða krossins enda er Embla einstakur gleðigjafi með fallega sál og hefur eignast marga vini sem bíða þess með óþreyju að hún birtist.“ Við erum af- skaplega stolt af öllum okkar vinaverkefnum og getum alltaf bætt við okkur sjálfboðaliðum sem og gestgjöfum. Hundarnir prýða jólamerkimiða Rauða krossins í ár, en þeir hafa verið gefnir út og bornir í hús frá árinu 1996. Við vonum að þeir hafi nýst vel síðastliðin 23 ár, skreytt pakka í gegnum tíðina og muni gera svo áfram, en við hvetjum þau sem geta til að greiða fyrir mið- ana og styðja þannig innanlandsstarf Rauða krossins með SMS-inu JOL í 1900, í netbank- anum eða með gíróseðli sem fylgir jólamerki- miðunum. Rauði krossinn vill einnig minna á hjálparsímann 1717 og netspjallið, sem er opið allan sólarhringinn, allan ársins hring – líka þegar klukkan slær sex á að- fangadag. Sjálfboðaliðar hlusta og veita stuðning. Ekkert er hjálpar- símanum óviðkomandi og ekkert vandamál of stórt eða lítið. Njótum aðventunnar saman og hugsum ekki aðeins til þeirra sem minna mega sín heldur heimsækjum þau, hlustum og styðjum og eflum öflugt starf Rauða krossins um allt land. Samvera og stuðn- ingur á aðventu Eftir Brynhildi Bolladóttur »Rauði kross- inn á Íslandi minnir á mik- ilvægi samveru og stuðnings á aðventu. Heimsóknarvinir Sjálfboðaliðinn Ólafur og tíkin Embla. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins. brynhildur@redcross.is Brynhildur Bolladóttir Ljósmynd/Margrét Lúthersdóttir Halldór Kristján Friðriksson fæddist á Stað í Grunnavík 19. eða 27. nóvember 1819. For- eldrar hans voru hjónin Friðrik Kristján Eyjólfsson og Sigríð- ur Ólafsdóttir. Halldór varð stúdent frá Bessastöðum 1842 og las guð- fræði í Hafnarháskóla en tók ekki próf. Hann var kennari við Lærða skólann í Reykjavík 1848–1895 og yfirkennari frá 1874. Hann var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1854–1861, 1873– 1879 og 1880–1900, formaður stifts-, síðar landsbókasafns- nefndarinnar 1874–1899 og for- seti Húss- og bústjórnarfélags suðuramtsins (Búnaðarfélags Íslands) 1868–1896. Halldór var alþingismaður Reykvíkinga 1855–1864 (vara- þingmaður 1855 og 1857), 1869–1885 og 1892–1893, kon- ungkjörinn alþingismaður 1865–1867. Hann seldi Alþingi kálgarð sinn, þar sem Alþingis- húsið var byggt, fyrir 2.500 kr. sem þótti óheyrileg upphæð. Halldór samdi kennslubæk- ur, þar á meðal stafrófskver, um réttritunarreglur, íslenska málmyndalýsingu og danska málfræði. Hann var ritstjóri Fjölnis 1846–1847. Eiginkona Halldórs var Charlotte Caroline Leopoldine, fædd Degen. Þau eignuðust sjö börn. Halldór lést 23. mars 1902. Merkir Íslendingar Halldór Kr. Friðriksson NÝTT – Veggklæðning Rauvisio Crystal • Mikið úrval lita og áferða • Auðvelt í uppsetningu og umgegni • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.