Morgunblaðið - 23.11.2019, Side 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019
✝ Hjörtur JónssonHjartar fæddist
11. júní 1948 á Flat-
eyri við Önundar-
fjörð. Hann lést á
taugadeild Land-
spítalans 17. nóv-
ember 2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Jón F.
Hjartar, íþrótta-
kennari og skrif-
stofumaður frá
Suðureyri við Súgandafjörð, f.
15. ágúst 1916, d. 31. maí
1996, og Ragna H. Hjartar,
bankastarfsmaður frá Flateyri
við Önundarfjörð, f. 3. júlí
1927, d. 11. nóvember 2019.
Bræður Hjartar eru Friðrik J.
Hjartar prestur, f. 8. október
1951, kvæntur Önnu Nils-
dóttur, og Rúnar J. Hjartar
vélvirkjameistari, f. 27. sept-
ember 1958. Kona hans er Ás-
laug Arndal.
Hjörtur kvæntist 14. mars
1970 Jakobínu Sigríði Sig-
tryggsdóttur, f. 21. janúar
1948. Foreldrar hennar voru
Sigtryggur Klemenzson seðla-
bankastjóri, f. 20. ágúst 1911,
d. 18. febrúar 1971, og Unnur
Pálsdóttir húsfreyja, f. 23. maí
1913, d. 1. janúar 2011.
Hjörtur og Jakobína eign-
uðust tvö börn. Þau eru 1)
forstöðumaður hjá Olíuverzlun
Íslands og hagfræðingur Fé-
lags íslenskra iðnrekenda.
Hann hóf störf hjá Eimskipa-
félagi Íslands 1987. Fjöl-
skyldan fluttist til Rotterdam
1989 þar sem hann veitti
starfsstöðvum Eimskips for-
stöðu. Í sömu erindagjörðum
fóru þau til Hamborgar og
Gautaborgar og síðast Árósa
fram til 2006, með stuttu
stoppi á Íslandi um aldamótin
þegar Hjörtur var fram-
kvæmdastjóri TVG Zimsen.
Frá 2006 fram til 2008 var
Hjörtur í viðskiptaþróun-
arverkefnum í Bosníu og Kró-
atíu og seinna vann hann í
sérverkefnum fyrir Arion
banka.
Hjörtur var í stjórn og
stjórnarformaður Orf Líftækni
frá 2010 til 2017 og formaður
FIVE Invest ehf. fram á
dauðadag.
Hjörtur var virkur félagi í
Oddfellow-reglunni, Skýrslu-
tæknifélagi Íslands sem og
Sænsk-íslenska viðskipta-
ráðinu. Hjörtur og Jakobína
áttu stóran vinahóp og félags-
skapurinn í Union of Icelandic
Badminton Players og göngu-
hópnum Sigurtá var honum
mikilvægur og voru farnar
margar ferðir bæði innanlands
og utan.
Útför hans verður gerð frá
Neskirkju í dag, 23. nóvember
2019, klukkan 14.
Sigtryggur
Klemenz, f. 30.
júlí 1970, kvænt-
ur Ragnheiði
Guðmundsdóttur.
Fjögur börn
þeirra eru Hjört-
ur Páll, f. 1993,
Herdís Helga, f.
1995, Halldór
Klemenz, f. 2000,
og Helena Krist-
ín, f. 2011. 2)
Ragna, f. 5. júní 1983. Sam-
býlismaður hennar er Simon
Reher. Sonur þeirra er Hjört-
ur S. Hjartar, f. 2017.
Hjörtur lauk gagnfræða-
prófi frá Núpi í Dýrafirði
1966, símvirki frá Póst- og
símaskólanum 1969. Próf í
kerfisfræði frá Ålborg
Handelsskole (EDB-skolen)
1974. HA í viðskiptafræði frá
Álaborgarháskóla 1977. Cand.
merc. í rekstrarhagfræði frá
sama skóla 1979.
Hjörtur var starfsmaður í
tölvudeild Loftleiða hf. frá
1970 til 1973 þegar hann hélt
til náms í Danmörku. Hann
vann með námi í tölvudeild
Aalborg Kommune og rekstr-
ardeild Álaborgarháskóla eftir
nám. Hjörtur fluttist aftur til
Íslands 1980 og varð rekstrar-
ráðgjafi hjá Hagvangi,
Ótrúlega heppin. Hvernig
væri hægt að ímynda sér betri
pabba? Þetta er okkar tilfinning
þegar við kveðjum ástkæran föð-
ur okkar núna á laugardaginn
eftir erfið veikindi.
Pabbi okkar ólst upp á Kamb-
inum á Flateyri og fór í fyrsta
skipti til útlanda þegar hann var
25 ára til náms. Þessi ferð mark-
aði líf okkar allra þar sem bæði
foreldrar okkar og við öll bjugg-
um á ýmsum stöðum í Evrópu
síðan þá.
Það var ekkert sem við gerð-
um sem hann hafði ekki áhuga á.
Hann studdi við bakið á okkur í
öllu sem við tókum okkur fyrir
hendur. Hafði ómælda bjartsýni
fyrir okkar hönd og trú á því
sem við vorum að gera. Hann
hafði sterka réttlætiskennd, stóð
fast á sínu en var alltaf opinn
fyrir rökræðu og að greina stöð-
una. Hann var líka nákvæmnis-
maður og stundum svolítið pirr-
aður á að við börnin hans höfðum
ekki erft alla hans hæfileika á því
sviði.
Hann sagði alltaf frekar já
heldur nei. Hans dyr voru alltaf
opnar fyrir gestum og hann naut
þess að vera í góðra vina hópi.
Hann var örlátur og höfðingi
heim að sækja. Hvar sem þau
bjuggu eignuðust þau nána vini
og oft hlupu þau undir bagga
með fólki sem þurfti á því að
halda.
Á síðustu árum hefur verið
gaman að fylgjast með honum
takast á við formennskuna í Orf
Líftækni. Hann hellti sér í það
verkefni og það var honum mikið
áhugamál fram á síðasta dag.
Pabbi greindist með MND-
sjúkdóminn ALS í byrjun 2014.
Hann tókst á við sjúkdóminn af
æðruleysi og jafnaðarskapi og sá
lausnir þar sem við hin sáum
vandamál. Hann klæddist upp á
hvern einasta dag. Það var öllum
augljóst að foreldrar okkar
ræktuðu vinagarð sinn í gegnum
ævina og sást það vel á því
hvernig vinir þeirra stóðu ötult
að baki þeim í gegnum veikindin.
Ótrúlegast af öllu er þó hvernig
mamma tókst á við þetta verk-
efni og lyfti grettistaki. Hún á
okkar ævarandi þakkir ómælda
virðingu skilið.
Við komum til með að sakna
hans óendanlega mikið.
Sigtryggur
Klemenz Hjartar,
Ragna Hjartar.
Þegar Þóra amma okkar á
Akranesi lést skaut upp þeirri
spurningu hver yrði næstur, þar
sem hún var síðasti hlekkurinn
af þeirri kynslóð. Sama hugsun
læddist að mér þann 11. þessa
mánaðar þegar móðir okkar
kvaddi þetta líf. Svarið kom fyrr
en varði. Það er ekki óeðlilegt að
kveðja 92 ára gamla konu sem
átt hefur gott líf og vissulega er
söknuðurinn fyrir hendi. Sýnu
átakameira er að sjá á bak Hirti
bróður á góðum aldri, en hann
hefur jafnan verið mikilvæg fyr-
irmynd sem gott var að líta til.
Hann var mikill heimsmaður.
Lærði og starfaði erlendis og
jafnan umkringdur stórum og
góðum vinahópi, en gestrisnin
var rík hjá fjölskyldunni og ætíð
gaman og gefandi að njóta sam-
félags þeirra hjóna.
Á menntaskólaárum mínum
naut ég þess að búa á heimili
þeirra í tvo vetur. Ég fékk strax
matarást á Jöggu og naut þeirra
forréttinda endrum og sinnum
að passa Klemma lítinn.
Löngum stundum þar á eftir
skildu okkur lönd og höf. Við
hjónin fórum í brúðkaupsferð til
þeirra í Álaborg og eigum góðar
minningar frá heimsóknum til
Þýskalands og Hollands. Sam-
eiginlega héldum við upp á brúð-
kaupsafmæli okkar beggja á
heimili þeirra í Árósum.
Hjörtur var einstakur maður
sem sýndi fólki áhuga, var
skemmtilegur, hjálpsamur og
átti einstaka skaphöfn.
Í veikindum hans hafa Jagga,
fjölskyldan og vinirnir staðið ein-
stakan vörð um velferð hans og
ef einhver ætti að fá orðu er það
Jagga fyrir hversu vel hún hefur
annast alla hagi hans.
Það er sérstakt að kveðja
bæði móður og bróður á sama
tíma, en mynd þeirra í huganum
er full af ljósi og fallegum litum
sem ekki verða frá okkur teknir.
Við Anna þökkum fyrir gengin
spor og felum þau góðum Guði
og biðjum hann að leiða og
styðja Jöggu, Klemma, Rögnu
og fjölskyldur, vinina og alla sem
eftir standa.
Friðrik J. Hjartar.
Það er hálf öld liðin síðan
Jagga systir mín kynnti Hjört
Hjartar, verðandi eiginmann
sinn, fyrir fjölskyldunni og í
mars næstkomandi hefðu þau átt
gullbrúðkaup. Okkur yngri
systrunum fannst spennandi
þegar þær eldri eignuðust kær-
asta og við vorum hæstánægðar
með val þeirra. Hjörtur hafði
með eindæmum gott geðslag.
Hann var þolinmóður, um-
hyggjusamur og elskulegur. Því
fór þó fjarri að það væri logn-
molla í kringum hann. Hann
hafði góða nærveru og naut þess
að gera sér glaðan dag í góðra
vina hópi. Á Núpi lærði hann að
dansa og hafði gaman af að
tjútta af lífi og sál.
Hann og Jagga voru einstak-
lega bóngóð, alltaf reiðubúin að
rétta fram hjálparhönd og tilbú-
in að lána manni hvað sem var,
jafnvel heimilið sitt.
Nám og seinna vinna bar fjöl-
skylduna á erlenda grund og
þangað var ekki leiðinlegt að
heimsækja þau. Á námsárum
Hjartar undu þau sér vel í Ála-
borg og heimili þeirra stóð opið
öllum sem vildu. Hjörtur var
óþreytandi að fara með gestina
um allar trissur og sýna þeim
helstu merkisstaði hvort sem
þeir tengdust fjölskyldunni,
þjóðinni eða heimsmálunum.
Honum fannst ekkert tiltökumál
að aka um Evrópu þvera og
endilanga ef svo bar undir.
Vinahópur Hjartar og Jöggu
er stór og traustur. Hvar sem
þau bjuggu var alltaf líf og fjör í
kringum þau og mikill og vel-
kominn gestagangur hvort sem
það var í Reykjavík, Álaborg,
Rotterdam, Hamborg, Gauta-
borg, Króatíu eða Árósum. Þau
iðkuðu golf, skíði og göngur og
Hjörtur að auki badminton í hópi
góðvina.
Stuttu eftir aldamótin tóku
nokkrir af gömlu vinunum sig
saman, buðu nýrri vinum með og
hófu að fara í árlegar gönguferð-
ir á erlendri grundu og seinna
meir einnig innanlands. Við
hjónin vorum svo heppin að til-
heyra þessum hópi, sem hlaut
heitið „Sigurtá“ eftir fallegum
garði við Gardavatn sem hópur-
inn heimsótti. Innan hópsins
myndaðist skemmtileg stemning
þar sem hinir ýmsu meðlimir
fengu ákveðin hlutverk en ekki
verður farið nánar út í það hér.
Það var mikið áfall fyrir alla
þegar Hjörtur greindist með
MND-sjúkdóminn fyrir um það
bil sex árum. Sjúkdóm sem er
svo óvæginn og engin bót er
gegn. En æðrulaus aðlagaði
hann sig breyttum aðstæðum.
Hann hélt áfram að fylgjast með
þjóðmálum og skeggræða við
vini sína, sem sýndu honum inni-
lega og trygga vináttu með
reglulegum heimsóknum. Aldrei
heyrðist Hjörtur kvarta yfir ör-
lögum sínum. Hann naut dyggr-
ar umönnunar Jöggu og stuðn-
ings barna sinna, fjölskyldu og
vina. Hann hélt reisn sinni og
átti í góðum samskiptum við ætt-
ingja og vini fram á síðasta dag.
Nánasta fjölskylda á um sárt
að binda því með tæplega viku
millibil falla bæði Hjörtur og
móðir hans Ragna frá og send-
um við fjölskyldunni okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Jóhanna
Sigtryggsdóttir,
Guðjón Steingrímsson.
Svili minn og kær vinur,
Hjörtur Hjartar, er látinn á 72.
aldursári. Fyrir um fimm árum
greindist hann með skelfilegan
hrörnunarsjúkdóm, MND. Þrátt
fyrir að vera bundinn við hjóla-
stól og geta sig hvergi hreyft tók
Hjörtur örlögum sínum af karl-
mennsku og miklu æðruleysi.
Hann notaði tölvu og fylgdist vel
með því sem fram fór bæði á Ís-
landi og annars staðar.
Hirti kynntist ég þegar hann
og Jagga, mágkona mín, giftu sig
árið 1970. Okkur varð strax vel
til vina og úr varð náin vinátta
sem aldrei bar skugga á. Hjörtur
var þægilegur í umgengni, róleg-
ur og yfirvegaður. Hann var
greiðvikinn og alltaf tilbúinn að
reiða fram hjálparhönd.
Lengst af starfaði Hjörtur hjá
Eimskipafélagi Íslands, bæði á
Íslandi og sem forstöðumaður
félagsins á ýmsum stöðum í Evr-
ópu. Hann naut ávallt velgengni í
starfi og var vinsæll starfsmað-
ur, enda sannkallaður öðlingur.
Þá var hann stjórnarformaður
Orf Líftækni, en sagði sig úr
stjórninni fyrir nokkrum árum
vegna veikinda. Hann fylgdist þó
alltaf vel með starfsemi fyrir-
tækisins og velgengni þess.
Kletturinn í lífi Hjartar var
Jagga. Hún var stoð hans og
stytta í veikindum hans og sam-
an börðust þau við þennan illvíga
sjúkdóm. Einnig var aðdáunar-
vert að sjá hversu margir ætt-
ingjar og vinir studdu vel við
bakið þá þeim.
Í sumar hafði Hjörtur orð á
því að hann óskaði þess að móðir
hans, Ragna Hjartar, fengi
hvíldina á undan sér. Sú varð
raunin en hún lést viku fyrr.
Við leiðarlok vil ég þakka svila
mínum og vini fyrir samferðina.
Við Anna vottum Jöggu,
Klemma, Rögnu og fjölskyldum
þeirra innilega samúð við fráfall
þeirra mæðgina.
Jón Ingvarsson
Kær vinur og góður félagi er
fallinn frá. Ég vil kveðja hann
með nokkrum minningar- og
þakklætisorðum.
Virðing, aðdáun og þakklæti
kemur strax fram í hugann.
Hjörtur var allt í senn traustur,
hjálpsamur og greiðvikinn, fé-
lagslyndur, gestrisinn og rausn-
arlegur, glettinn húmoristi,
skoðanafastur, en athugull og
pólitískur í þess orðs bestu
merkingu.
Hjörtur var veraldarvanur
maður. Menntaður í Danmörku
og átti að baki farsælan og fjöl-
breyttan starfsferil í alþjóðleg-
um verkefnum víða um heim.
Heimili og fjölskylduhagir þeirra
Jöggu báru þess fagurt merki.
Sterk dönsk áhrif komu meðal
annars fram í einstakri huggu
sem umlukti þau hjónin hvar
sem komið var til þeirra, hvort
sem var í Rotterdam, Hamborg,
Danmörku, Skerjafirði, á Mýr-
argötunni eða í drykk á hótelher-
bergi í Ölpunum.
Danska hugtakið „hygge“ á
sömu málfarsrætur og hugtakið
umhyggja. Umhyggja þeirra og
hlýja var jafnan við völd þegar
þau opnuðu heimili sitt og faðm
fyrir okkur vinunum sem var
ósjaldan.
Fjölskyldan, Jagga, börnin,
tengdabörn og barnabörnin voru
honum kær og fengum við vinir
hans að fylgjast með fréttum af
þeim, þegar tekið var spjall i
vinahópnum. Hjörtur var stoltur
af sínu fólki og hafði ríka ástæðu
til þess. Hann hafði unun af góð-
um samræðum og oft gaf hann
okkur vinum sínum ábendingar
um áhugavert lesefni og undir-
rituðum þá gjarnan volgar frétt-
ir af AP Möller og dönsku við-
skiptalífi.
Leiðir okkar Hjartar lágu
saman á vettvangi Félags iðn-
rekenda, í badmintonklúbbnum
Union, í golfi, á skíðum, í leikfimi
með Vöskum öldungum og á
ferðalögum hér heima og að
heiman. Á öllum þessum víg-
stöðvum var Hjörtur virkur,
skemmtilegur og hvetjandi. Allt-
af tilbúinn að ganga í verk sem
leysa þurfti. Svarið nei var ekki
til í hans huga – sjálfsagt, ekkert
mál, var viðkvæðið.
Hjónin Hörtur og Jagga voru
alla tíð einstaklega samstillt og
samtaka í leik og starfi á lífs-
göngunni. Í veikindum Hjartar
sýndu þau bæði aðdáunarvert og
fáheyrt æðruleysi, styrk og þol-
gæði. Báru ávallt jákvætt og
uppbyggilegt viðhörf til lífsins.
Sama má segja um börnin þeirra
og þeirra nánustu.
Það er engu líkara en Hjörtur
og Jagga hafið tekið inn í lífs-
viðhorf sitt heilræði úr Fjallræð-
unni, sem margir hugsa og
íhuga, en fæstir geta tileinkað
sér: „Hafið ekki áhyggjur af
morgundeginum. Morgundagur-
inn mun hafa sínar áhyggjur.
Hverjum degi nægir sín þján-
ing.“ (Mt 6:34)
Að upplagi var Hjörtur lítillát-
ur, orðvar og grandvar maður,
sem hallmælti aldrei náungan-
um. Guð styrki elskulega Jöggu
okkar og fjölskyldu á þessari
sorgarstundu. Við Inga og fjöl-
skylda okkar kveðjum kæran vin
með söknuði og virðingu en um-
fram allt miklu þakklæti. Þakk-
læti fyrir að hafa verið í háttum
og hegðun okkur samferðafólk-
inu góð fyrirmynd. Minningin
um mætan og góðan mann mun
lifa.
Kristján Jóhannsson.
Fyrstu kynni okkar Hjartar
voru haustið 1982 þegar hann og
Sigurður Skagfjörð hófu að
stunda badminton í KR-heim-
ilinu þar sem fyrir var á sama
tíma sex manna hópur, sem ég
tilheyrði, á tveimur völlum. Í
okkar hópi voru meðal annars
strákar sem höfðu verið samtím-
is Hirti og Sigurði við nám í Dan-
mörku og þekktust vel. Er
skemmst frá því að segja að
þeim félögum var snarlega kippt
inn í okkar hóp. Í framhaldinu
byggðist upp órofa vinátta sem
nú hefur staðið í 37 ár og aldrei
borið skugga á. Auk undirritaðs
og þeirra Hjartar og Sigurðar
eru í hópnum Jens Pétur Hjalte-
sted, Jón Eiríksson, Kristján Jó-
hannsson, Sigmundur Hannes-
son og Þórður Valdimarsson.
Hópurinn sem síðar fékk
nafnið Union og of langt mál er
að skýra, hefur lengst af stundað
badminton í tvo tíma á laugar-
dögum með tilheyrandi sturtu-
spjalli. Þar hafa þjóð- og heims-
málin verið rædd og oftast leyst,
þar til fyrir fáum árum að
íþróttameiðsl settu strik í reikn-
inginn. Félagið kom sér upp eig-
in myndmerki, sem skrýðir bún-
inga, fána og fleiri hluti, sem
tengjast félaginu, svo og lögum
og ýmsum hefðum, sem allt er í
anda góðs húmors og vináttu.
Þessi vinátta þróaðist fljótt út
í vaxandi samveru með okkar
mökum og fjölskyldum af ýms-
um tilefnum. Árshátíðir haldnar
á heimilum okkar, þar sem við
félagarnir sáum um eldamennsk-
una og eiginkonurnar voru send-
ar í dekur. Þá héldum við mörg
sumur fjölskylduhátíð í Skorra-
dal, golfmót auk ferða til út-
landa.
Að öðrum ólöstuðum kom
fumkvæðið að mörgum samveru-
stundum hópsins hvað oftast frá
Hirti með góðum stuðningi hans
góðu eiginkonu, Jakobínu. Nutu
sín þar hans framúrskarandi eig-
inleikar, frumkvæði, dugnaður,
góður húmor og einlæg vinátta
gagnvart hópnum. Að ekki sé
talað um einstaka gestrisni
þeirra hjóna. Meðan Hjörtur
starfaði erlendis stóðu þau hjón
fyrir nokkrum heimsóknum
hópsins til þeirra. Frá þeim
heimsóknum eigum við margar
ljúfar minningar, en ekki síður
skondnar og skemmtilegar, sem
ekki verður farið nánar út í hér,
en koma í máli og myndum, þeg-
ar saga félagsins verður skráð.
Hjörtur var kappsfullur
keppnismaður, kvikur í hreyf-
ingum og gaf sig ekki fyrr en í
fulla hnefana í íþróttum og leik.
Sama gilti um hans störf, sem
hann sinnti af miklum dugnaði,
eljusemi og áhuga. Hann hafði
sterkar skoðanir og færði fyrir
þeim ígrunduð rök.
Í erfiðum veikindum undan-
farin ár hafa allir hans góðu
mannkostir nýst til þess ótrúlega
æðruleysis, sem hann sýndi fram
á síðasta dag. Stuðningi og um-
hyggju Jöggu er verður ekki lýst
með orðum. Þótt sjúkdómurinn
hafi smátt og smátt minnkað
getu hans fann hann alltaf leið til
að geta fylgst með þjóð- og
heimsmálum og lét ekki sitt eftir
liggja í rökræðum þar sem leiftr-
andi húmorinn var aldrei langt
undan.
Elsku Jagga, fyrir hönd okkar
Maju, fjölskyldu okkar og ann-
arra Union-félaga, maka þeirra
og fjölskyldna, sendi ég þér og
fjölskyldu ykkar Hjartar innileg-
Hjörtur J. Hjartar
Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomulag
útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um
það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing
þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið
og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Elín Sigrún Jónsdóttir,
lögfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is