Morgunblaðið - 23.11.2019, Page 43

Morgunblaðið - 23.11.2019, Page 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019 ✝ Auður Björns-dóttir fæddist á Grund í Svarf- aðardal 13. apríl 1932. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Lögmannshlíð á Akureyri 5. nóv- ember 2019. Foreldrar Auðar voru Björn Jóns- son, bóndi á Öldu- hrygg í Svarf- aðardal, f. 7. desember 1903, d. 8. mars 1977, og Þorbjörg Vil- hjálmsdóttir húsmóðir, f. 18. janúar 1908, d. 27. janúar 1968. Systkini Auðar eru Ásdís, f. 3. september 1930, d. 29. október 2005, Helgi Heiðar, f. 9. maí 1936, d. 22. desember 2016, Ingibjörg Jónína, f. 24. mars 1939, Vilhjálmur, f. 1. mars 1942, d. 7. desember 2014, Kristín, f. 25. október 1947, d. 31. maí 1948, Svavar Kristinn, f. 16. september 1949. Auður giftist 23. júní 1956 Magnúsi Stefánssyni, f. 30. des- ember 1934, d. 28. ágúst 2019. Foreldrar Magnúsar voru Stef- án Stefánsson, alþingismaður 1988. Dóttir þeirra er Rakel Ylfa, f. 14 apríl 2017. Þóra Björk, f. 24 apríl 1998. 3.) Björn Vilhelm, f. 13. október 1970, maki Sigrún Ingveldur Jónsdóttir, f. 27. júní 1986. Dætur Björns eru Bergþóra Lísa, f. 23. júlí 2001, og Katla Hrönn, f. 25. nóvember 2010. Auður ólst upp í Ölduhrygg í Svarfaðardal þar sem foreldrar hennar stunduðu búskap. Hún gekk í skóla í barna- og ungl- ingaskólanum í Þinghúsinu á Grund. Eftir það fór hún í hér- aðsskólann í Reykholti í Borg- arfirði og að því loknu í hús- mæðraskólann á Varmalandi. Auður flutti í Fagraskóg 1956 og þar stunduðu þau hjón- in búskap þar til þau fluttu til Akureyrar árið 2000. Hún var virk í félagsstörfum, var m.a. í kvenfélaginu Freyju, Zonta- klúbbi Akureyrar og söng í kirkjukór Möðruvallakirkju í áratugi. Oddfellow-reglan var henni mjög kær og þar var hún félagi í á fjórða áratug. Þar gegndi hún ýmsum embættum og trúnaðarstörfum sem henni voru falin. Útför Auðar fer fram frá Möðruvallaklausturskirkju í dag, 23. nóvember 2019, klukk- an 14. og bóndi, f. 1. ágúst 1896, d. 8. september 1955, og Þóra Magnea Magnúsdóttir hús- móðir, f. 8. febrúar 1895, d. 3. maí 1980. Börn Auðar og Magnúsar eru: 1) Þóra Björg, f. 7. desember 1955, maki Ásbjörn Dag- bjartsson, f. 15. maí 1954, d. 28. janúar 1998. Börn þeirra eru Magnús Dag- ur, f. 28. nóvember 1977, Krist- jana Hrönn, f. 27. október 1982, maki Matthew Kanaly, f. 23. janúar 1970, Auður, f. 14. júlí 1988. Dóttir Auðar er Ást- hildur Viktoría Sigurvinsdóttir, f. 30. júní 2011. 2) Stefán, f. 28. júní 1960, maki Sigrún Jóns- dóttir, f. 10. janúar 1957. Börn þeirra eru Magnús, f. 1. apríl 1984. Sambýliskona hans er Ester Óskarsdóttir, f. 11. maí 1988. Dóttir þeirra er Bríet Ósk, f. 10. október 2012. Há- kon, f. 7. mars 1988. Sambýlis- kona hans er Jóhanna Tryggvadóttir, f. 20. janúar Amma, þessi ljúfa og yndis- lega kona. Það er óhætt að segja að samband okkar hafi verið ein- stakt. Líklega er amma mín, eina manneskjan í mínu lífi sem ég sagði aldrei nei við. Amma var af gamla skólanum, hún hafði einstakt lag á að gera allan mat góðan! Mér er mjög minn- isstætt þegar við Jói frændi vor- um einu sinni sem oftar að slá hlaðvarpann á heitum sumar- degi þegar amma rak höfuðið út um gluggann og kallaði á okkur: strákar mínir, mikið eruð þið duglegir alltaf hreint, komið nú hérna og fáið ykkur íspinna. Hún amma sparaði ekki hrósin, iðulega stækkuðu börnin og barnabörnin um nokkra senti- metra eftir heimsókn til ömmu og afa vegna þess hve dugleg hún var að hrósa þeim. Samband mitt við afa mína og ömmur hefur ætíð verið gott og því er söknuðurinn mikill. En þeirra minningu verður haldið lifandi í gegnum þau góðu gildi sem hvert og eitt þeirra stóð fyrir. Það þarf nú ekki að horfa lengra en á þeirra eigin börn til að sjá hversu vel tókst til. Magnús Stefánsson. Ég var svo heppin að geta haft það fyrirkomulag í grunn- skóla að afi Magnús var minn einkabílstjóri. Hann sótti mig oft á Þelamörk eftir skóla og skutl- aði á ýmsar æfingar og svo var ég hjá þeim ömmu Auði þar á milli og þar til ég var sótt. Það var alltaf gott að koma í Holta- teig til ömmu og afa. Hlýjan tók á móti manni og tíminn hægði á sér. Það var alltaf til eitthvað gott að gæða sér á því þegar maður kom þá var amma oft að baka, nýbúin að baka, eða að fara að baka dásamlegar smá- kökur, pönnukökur, marmara- köku og fleira. Ef hún var ekki að baka eða stússast í eldhúsinu sat hún gjarnan inni í „litla her- bergi“ og hlustaði á tónlist eða útvarp meðan hún heklaði eða las blaðið. Þá var gott að setjast niður hjá henni og spjalla því hún vildi alltaf heyra það sem ég hafði að segja. Stundum rifjaði hún upp gamla tíma eða sagði fréttir af frænkum og frændum, náskyldum sem fjarskyldum, ef maður vildi nýjustu fréttir þá hafði amma þær yfirleitt. Amma var skemmtileg kona, oftast í góðu skapi, og gat verið svo ótrúlega fyndin og með lúmskan húmor. Ég man eftir því þegar ég varð nógu gömul til að fatta húmorinn hennar og hún byrjaði meira að grínast í manni og hugsaði með mér hvort það gæti verið að aðrar ömmur væru líka svona fyndnar. Ég var alltaf spennt að segja ömmu frá afrekum mínum, hversu stór eða lítil sem þau voru, því hún jós yfir mann hrósi og virkilega meinti það. Henni fannst ég alltaf eitthvað svo hrikalega dugleg þó að mér fyndist það kannski ekki sjálf og ég fékk alltaf að heyra í hverri heimsókn að ég væri sko ekkert blávatn! Þegar ég kvaddi ömmu í Lög- mannshlíð áður en ég hélt af stað í þriggja mánaða ferðalag til Ástralíu bjóst ég einhvern veginn ekki við því að þetta væri okkar síðasta kveðjustund. Hún var svo hress og skýr akkúrat þá. Ég sagði við hana að ég myndi koma heim fyrir jólin og þá sæjumst við aftur og hún sagði að það væri nú eins gott! Eins ótrúlega sárt og það er að kveðja elsku ömmu Auði þá var hennar tími kominn og langt við- burðaríkt líf að baki. Ég verð henni alltaf þakklát fyrir alla viskuna sem hún miðlaði áfram, meðvitað og ómeðvitað, opinn faðm og skilyrðislauysa ást. Og núna er hún komin til afa í sum- arlandið enda fannst henni ekki gott að vera án hans lengur en hún þurfti. Þóra Björk Stefánsdóttir. Æ, amma veit svarið – því amma er kona æði lífsreynd og þekkir allt svona. Aldrei kom ég að kofanum tómum hjá henni. (Þorvaldur Þorsteinsson) Það var alltaf gott að koma til ömmu og hvergi betri móttökur en hjá henni. Það slapp enginn gestur úr Fagraskógi, eða seinna úr Holtateigi, án þess að þiggja veitingar sem fólk talaði um lengi á eftir – fleiri en einn útlendingur hefur lært orðið matarást til að lýsa upplifuninni. Við ólumst upp við sögur af börnum sem komu í sveit, urðu seinna kaupamenn og –konur og héldu mörg tryggð við ömmu og afa áratugum saman og líka af rútum sem urðu veðurtepptar á leiðinni til Dalvíkur og farþeg- arnir fengu mat og gistingu í Fagraskógi. Öllum var jafn vel tekið sem rötuðu til ömmu. Amma var dugnaðarforkur og einstaklega greiðvikin. Hún var sífellt að leita leiða til að auð- velda öðrum lífið og gaf óhikað af tíma sínum og orku án þess að ætlast til að fá nokkuð til baka. Á seinni árum var það kappsmál að fá að gera ömmu greiða sem var henni mun erf- iðara. Það var ákveðinn sigur þegar hún samþykkti með sem- ingi að leyfa okkur að létta undir með henni á einhvern hátt. Amma var dyggasta stuðn- ingskona fólksins síns í öllu því sem við tókum okkur fyrir hend- ur og allir okkar sigrar jafn merkilegir í hennar augum. Hún hrósaði reyndar hverju og einu ekki mikið þar sem það heyrði til en var þeim mun duglegri að deila fréttum af afrekum hinna „rollinganna“: hver hefði skorað mörk, spilað á tónleikum, dansað á sýningu eða staðið sig vel í prófi. Þetta augljósa stolt yljaði alveg sérstaklega vegna þess hvað amma var sjálf hógvær og fór hjá sér þegar henni var hrós- að. Það var alveg sama hversu oft fólk dáðist að veislunum sem hún hélt, fallega heimilinu henn- ar eða öðru sem hún gerði, alltaf fór hún undan í flæmingi. Ömmu leið best þegar hún var umkringd fólki. Hún gat allt- af haldið fólki upp á snakki, var mikill húmoristi og stríddi óhik- að bæði afa og okkur hinum. Henni líkaði hins vegar einvera aldrei vel. Eftir rúmlega sextíu og þriggja ára hjónaband henn- ar og afa var kannski ekki við því að búast að hún staldraði lengi við án hans en mikið er samt sárt að þurfa að kveðja. Auður og Kristjana Ásbjörnsdætur. „Hver er þessi glæsilega unga kona?“ spurði ég einhvern síð- ustu dagana og benti á mynd af þér frá því að þú varst 19 ára. „Það veit ég ekki,“ svaraðir þú og leist undan kímin á svipinn. Þessi unga kona hafði þá þegar sótt skóla á hestbaki yfir óbrúaða og stundum ísi lagða á í Svarfaðardal, og seinna í öðrum landshlutum. Átti svo eftir að halda utan um glæsilegt stórbýli í Fagraskógi í hálfa öld með afa sér við hlið, fastur punktur í til- verunni og höfðingi heim að sækja fyrir vini, vandamenn, ferðalanga og okkur fjölskyld- una. „Ég hef aldrei hitt duglegri manneskju en þig,“ sagði ég stundum. Eða: „Alltaf eruð þið jafn vinsæl, og alltaf skaltu taka glæsilega á móti gestum á þínu heimili.“ „Ég læt það nú vera,“ sagðirðu ævinlega þá. Aldrei léstu í það skína að þú gætir mögulega átt hrósin skilin, hversu mörg sem þau urðu. Rétt fyrir klukkan sex á að- fangadag kom tími á eina af uppáhaldsjólahefðunum í fjöl- skyldunni: það brást aldrei að þú segðir öllum að jólasteikin hefði mistekist algerlega það árið. Það brást heldur aldrei að þetta var besta máltíð ársins, og öllum var hulin ráðgáta hvað það var sem hefði mögulega getað misfarist. Oft varð mér hugsað til þín á ólíklegustu stöðum úti í heimi. Fékk einhverju sinni salat á veitingahúsi sem ég var ekki frá því að væri bara næstum því eins, og næstum því eins gott, og salatið sem þú varst vön að gera á jólunum. Hvað kallaðirðu það aftur … Waldorf-salat? Fattaði svo að ég var staddur á hinu sögufræga Waldorf-Astoria-hót- eli í New York. Öðru sinni fjar- stýrðirðu jólaeldamennskunni hjá mér þegar ég festist í Dubai og var þar yfir hátíðarnar í gegnum vídeósímtal, og mér er til efs að betri purusteik hafi verið borin fram í Mið-Austur- löndum þau jólin. Á sextugsafmælinu lagðirðu land undir fót og komst að heim- sækja okkur til Malaví. Gott ef það var ekki í fyrsta skipti sem þú fórst til útlanda frá því að þið afi hittust í skógræktarferð í Noregi sem unglingar; „brúð- kaupsferðinni“ eins og þið köll- uðuð hana stundum. Það var mörgum ansi erfitt ferðalag, svo ekki sé minnst á menningar- sjokkið að koma til Afríku í fyrsta sinn. En þú steigst út úr flugvélinni eftir sólarhrings- ferðalag jafn glæsileg og endra- nær eins og þú værir nýkomin úr lagningu og þótt hitinn ætti kannski ekki við þig var aldrei að heyra á þér annað en að þetta væri hið skemmtilegasta ævin- týri í alla staði og ekkert flókn- ara en svona meðal sunnudags- bíltúr. Síðustu árin táraðist þú yfir- leitt þegar við kvöddumst og föðmuðumst þegar ég var á leið til útlanda. Hlýjan og væntum- þykjan skein í gegn. Kannski hafðirðu áhyggjur af mér að vera að flandrast um heiminn; kannski fannstu fyrir því að þinn tími var að styttast. Hvort held- ur sem, var þá var það var erfitt, hjartnæmt, fallegt, og ógleymanlegt. Magnús Dagur Ásbjörnsson. Fagriskógur við Eyjafjörð er í mínum huga fallegasti staður á jörðinni, eflaust vegna þess að þar bjó fallegasta og besta fólk- ið! Fyrsta árið sem Auður frænka mín var húsfreyja í Fagraskógi var ég send í sveit til þeirra sæmdarhjóna Auðar og Magnúsar og á hverju vori allan minn uppvöxt var ég mætt í maí og fór helst ekki heim fyrr en í október, þau losnuðu í raun og veru aldrei við mig, alla mína ævi hef ég ruðst inn með börn og buru a.m.k. einu sinni á ári eða jafnvel oftar. Fyrstu árin í Fagraskógi voru alltaf milli 15 og 20 manns í heimili, vinnumenn og –konur, ættingjar og vinir. Það kom sér vel að unga frúin var húsmæðra- skólagengin og kunni vel til verka. Það var morgunmatur, tvíréttaður hádegismatur, eftir- miðdagskaffi, tvíréttaður kvöld- matur og kvöldkaffi og allt eld- að/bakað á koxeldavél! Með allan þennan fjölda í öll mál var aldrei sett óskræld kartafla á borð, hún var meistarakokkur og meira að segja kýrjúgur voru ekki svo slæm eftir hennar með- höndlun! Allt brauðmeti og bakkelsi var bakað á milli mála, ég veit ekki alveg úr hverju hún frænka mín var gerð en ég verð þreytt við tilhugsunina eina saman en hún kvartaði aldrei. Heimilið þurfti alltaf að vera hreint og fínt, það var aldrei að vita hvenær gesti bar að garði, ekki nóg með að það þyrfti að vera hreint og fínt inni, það var merki um leti og sóðaskap ef það voru dreifar á túninu svo þær þurfti að raka samvisku- samlega. Ég man ekki eftir að þau hjón hafi farið í frí eða komið til Reykjavíkur fyrr en elsti sonur- inn Stefán var farinn að hjálpa til við búreksturinn, þá fóru þau að koma af og til en aðallega ef það var góð ópera í sýningu. Magnús minn vildi helst ekki keyra í höfuðborginni, honum fannst best að keyra beint í gegnum borgina að Bændahöll- inni og þar mátti ég taka við sem einkabílstjóri sem ég gerði með glöðu geði. Ég var alltaf jafn hissa hvað máttur auglýs- inganna er mikill, Auður mín fylgdist vel með í útvarpinu og vissi um allar kvenfataverslanir bæjarins sem auglýstu þar. Við þræddum þær allar og skemmt- um okkur konunglega, yfirleitt vantaði frúna Oddfellow-föt, en alltaf fundum við eitthvað sem hana bráðvantaði! Ég verð að viðurkenna að mér fannst ákveðnum kafla lokið þegar þau hjón fluttu til Akur- eyrar og Stefán tók við búinu í Fagraskógi en þau keyptu yndislegt raðhús sem var alveg jafn gott að heimsækja, alltaf tekið á móti manni með opinn faðminn og stórri veislu. Þvílík forréttindi að fá að alast upp að hálfu hjá þessum yndislegu hjónum, þau reyndust mér og mínum sem bestu for- eldrar og ég get aldrei fullþakk- að þeim uppeldið. Systkinunum frá Fagraskógi og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Björk Bjarkadóttir (Lóló). Hún brosir íbyggin og segir á sinn hægláta hátt „jahérna, þú segir ekki“, þar sem hún hlustar á þig yfir rjúkandi kaffi í stof- unni fallegu í Fagraskógi. Úr eldhúsinu berst ilmur af bakstri og mat. Hún krýpur úti í garð- inum við húsið og er að planta sumarblómum, hún stendur á tröppunum og veifar brosandi bless og takk fyrir komuna. Allt sem hún fer höndum um verður betra. Og þú finnur þér allt hugsanlegt til erindis til að geta rennt út í Fagraskóg og átt stund með henni. Oftar en ekki birtist Magnús brosleitur frá útiverkunum, nýkominn úr sturtu, og þú færð hlátur og hlýtt faðmlag frá honum. Þér finnst þú vera velkomin í þessu fallega húsi og vilt hvergi annars staðar eiga heima en einmitt í þessari sveit. Bóndadóttirin úr Svarfaðar- dal stendur vaktina á höfuðból- inu í Fagraskógi keik og glæsi- leg. Hún sýslar við börn og bú og tekur á móti straumi gesta sem vilja sækja þau hjónin heim, ræða pólitíkina og landsmálin, sveitastjórnarmál, kirkjumál, búskapinn og mannlífið en þó fyrst og fremst að njóta sam- veru. Svo eru það öll þau sem vilja heimsækja þann stað sem skáldið Davíð var kenndur við, Fagraskóg. Garðurinn í minn- ingu hans dregur marga að og húsið reisulega laðar og lokkar. Það er mikil vinna að vera hús- freyja á þessu gestkvæma sveitaheimili. Enginn afsláttur er gefinn og allt er í hæsta gæðaflokki. Þess njótum við sem hingað komum. Það allt þökkum við af alhug við leiðarlok. Að því kom að Auður og Magnús fluttu sig um set innar í fjörðinn og næsta kynslóð tók við búsforráðum ytra. Góð og gjöful ár fóru í hönd þar sem uppskorin voru verðug laun erfiðisins, fjölskyldan óx og dafnaði og heimilið á Akureyri varð sú miðstöð sem stefnt var að, athvarf í erli daganna hjá upprennandi kynslóðum. Og vin- irnir létu sig ekki vanta fremur en endranær, nú bar vel í veiði að hafa þau Auði og Magnús bæði innanstokks og enn betra tóm til að spjalla saman. Gæða- stuðullinn á móttökunum lækk- aði ekki við vistaskiptin nema síður væri, hafi einhver óttast það. Minningarnar frá heim- sóknunum á Holtateiginn eru dásamlegar. Þakklæti fyrir elskusemi og örláta vináttu í áratugi fyllir hugann. Það er mér afar mikils virði að hafa átt dagstund með Auði nú í septem- ber í kjölfar andláts Magnúsar. Var það ekki dæmigert fyrir hana að láta hann ekki bíða lengi eftir sér? Hún var alltaf sam- kvæm sjálfri sér hún Auður, ekki hennar stíll að sitja með hendur í skauti. Allt sem hún fór höndum um varð betra. Það var henni eðlislægt að vera veitandi en ekki þiggjandi. Eflaust vega- nesti frá æskuheimili. Nærvera hennar var nærandi, hún hlust- aði, hún skildi hvað klukkan sló, hún var alltaf söm, traust og uppörvandi. Með þeim Magnúsi ríkti jafnræði og virðing sem vakti notalega vellíðan og sem býr áfram í hjartanu. Við Bragi sendum innilegar samúðarkveðjur héðan úr Katal- óníu til barna Auðar og Magn- úsar og fjölskyldna þeirra og til annarra ættingja þeirra og vina. Guð blessi ykkur öll. Kristín Magnúsdóttir. Auður Björnsdóttir HINSTA KVEÐJA Það er erfitt að kveðja ömmu. Af því að hún var svo góð við mig. Og hún eldaði svo góðan mat og bakaði svo góðar kökur. Ég sakna hennar svo mikið. Það var alltaf jafn notalegt að koma til afa og ömmu Og henni þótti líka alltaf jafn gaman að hitta mig. Bara ef ég gæti hitt hana aftur. En ég vona að ég hitti hana aftur á himnum. Ásthildur Viktoría langömmubarn. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.