Morgunblaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 64
Yfirlitssýning á verkum Guðjóns Samúelssonar, húsameistara rík- isins 1920-1950, sem stendur yfir í Hafnarborg, hefur vakið mikla at- hygli. Á morgun, sunnudag, kl. 14 verður sýningarstjórinn, Pétur H. Ármannsson, með leiðsögn um sýn- inguna sem sett er upp í tilefni þess að öld er nú liðin frá því að Guðjón lauk háskólaprófi í byggingarlist, fyrstur Íslendinga, árið 1919. Segir frá verkum Guðjóns Samúelssonar LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 327. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Það er leiðinlegt að lenda í ein- hverju svona slysi, sem maður get- ur ekkert gert í, eftir að hafa unnið mikla vinnu til þess að jafna sig eft- ir meiðsli. Núna hef ég haft nokkra daga til að svekkja mig á þessu og er búinn að snúa blaðinu við og far- inn að horfa jákvæðum augum fram á við,“ segir Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem fór úr axlarlið í leiknum við Tyrki á dögunum. »54 Farinn að horfa jákvæð- um augum fram á við Saxófónleikarinn Tumi Árnason og slagverksleikarinn margreyndi Magnús Trygvason Eliassen troða upp í Mengi við Óðinsgötu í kvöld klukkan 21. Dúettinn heldur senn í tónleikaferð til meginlands Evrópu, þar sem hann kemur fram á vegum Nordic Jazz Comets, og boða fé- lagarnir að tónleikarnir í kvöld verði nokkurs konar forsmekkur og upp- hitun fyrir það sem koma skal austanhafs. Tumi og Magn- ús í byrjun árs út hljómplöt- una „Allt er ómælið“ og hef- ur hún hlotið góðar viðtökur rýna. Tumi og Magnús hita upp fyrir ferðalag ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eiður Ísak Broddason úr TBR sigr- aði í einliða- og tvíliðaleik karla á meistaramóti BH í badminton um helgina. „Markmiðið er að verða Ís- landsmeistari og keppa á Ólympíu- leikum,“ segir Eiður, sem er í A- landsliðshópnum. Broddi Kristjánsson, faðir Eiðs, er sigursælasti Íslendingurinn í bad- minton með 43 Íslandsmeistaratitla í einliðaleik karla, tvíliðaleik og tvenndarkeppni að baki, þar af 14 í einliðaleik. Hann hefur líka keppt oftast allra fyrir hönd Íslands og er enn að með stefnuna á heimsmeist- aramót öldunga í flokki 60 ára plús 2021. Andri, yngri bróðir Eiðs, er líka á fullu í íþróttinni og er í úrvalshópi U15-U19, keppti meðal annars á heimsmeistaramótinu í sínum ald- ursflokki fyrir skömmu. „Ég ætla að sjá til þess að hann verði í hæfilegri fjarlægð frá mér í keppni, en hann hefur alla burði til þess að verða frá- bær badmintonspilari,“ segir Eiður. Broddi hefur eðlilega haft áhrif á synina í íþróttinni. „Pabbi gaf mér spaða í fæðingargjöf,“ segir Eiður sposkur um upphaf ferilsins. „Bad- minton hefur fylgt mér alla ævi og ég fór snemma með honum út í hús að leika mér.“ Hann segist muna eft- ir nokkrum Íslandsmeistaratitlum föður síns og hafi lært mikið af hon- um. „Mér er sagt að við höfum svip- aðan leikstíl og svo held ég að ég hafi erft skapið hans og lært að nýta það til að ná sem bestum árangri.“ Með markmiðin á hreinu Eiður hefur fagnað sigri á mörg- um mótum og keppt á alþjóðavett- vangi. Hann segist sjá árangur föður síns í hillingum en enginn eigi eftir að komast nálægt honum. „Það kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana,“ segir hann. Þrátt fyrir góðan árangur hefur Eiður aðeins einu sinni orðið Ís- landsmeistari unglinga og aldrei í karlaflokki. Vegna meiðsla missti hann reyndar mikið úr þegar hann keppti í flokki 19 ára og yngri og eft- ir að hann byrjaði að keppa í meist- araflokki hefur Kári Gunnarsson unnið nánast alla Íslandsmeistara- titla. „Ég var ekki langt frá því að vinna hann í hörkuleik í undan- úrslitum í fyrra en sigurinn datt hans megin. Þetta er því ekki spurn- ing hvort heldur hvenær nýtt nafn verður ritað á bikarinn.“ Thomas-bikarinn (e. Thomas Cup) hefur verið óformleg heimsmeistara- keppni karla á tveggja ára fresti síð- an 1982 en var áður á þriggja ára fresti frá 1948. Uber Cup er sam- bærileg keppni fyrir konur. Til stendur að Ísland taki þátt í keppn- inni á næsta ári og vonast Eiður til þess að verða í liðinu. „Flesta bad- mintonleikara dreymir um að keppa á Ólympíuleikum. Falli spilin með mér get ég átt möguleika á leikunum 2024 og ef ekki þá 2028, en næsta markmið er að vinna Íslandsmeist- aratitilinn,“ áréttar Eiður. Morgunblaðið/Eggert Á æfingu Feðgarnir Broddi Kristjánsson, sigursælasti Íslendingurinn í badminton, Eiður Ísak og Andri í TBR. Meistari Eiður í bad- minton frá barnæsku  Synirnir eiga ekki langt að sækja fyrirmyndina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.